Arnar Hallsson: Sjáum til eftir næstu umferð en þá getum við kannski farið að hugsa um Wembley eða eitthvað stærra Árni Jóhannsson skrifar 10. ágúst 2021 21:04 Arnar Hallsson hafði svo sannarlega ástæðu til að brosa eftir leikinn í kvöld. Afturelding Reynir Haraldsson reyndist hetja ÍR-inga í kvöld þegar þeir slógu út Fjölni í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars karla í Grafarvoginum fyrr í kvöld. Leikurinn endaði 2-3 ÍR í vil en öll mörk ÍR komu á fimm mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks þar sem Reynir skoraði þau öll. Fjölnir var með forystu í hálfleik en detta út því leikmenn liðsins slökktu á sér á þessum kafla. Þjáflari ÍR, Arnar Hallson var að vonum í skýjunum með leik liðsins og úrslitin. „Þetta var bara stálvilji og við höfðum trú á því í hálfleik að leið okkar inn í leikinn væri ekki löng“, sagði kampakátur þjálfari ÍR þegar hann var spurður að því hvað væri hægt að segja eftir svona leik. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera vel spilaður af okkur og við óþarflega langt undir. Við fengum tvö hálffæri í hálfleiknum og ef við hefðum nýtt annað þeirra þá hefðum við verið inn í leiknum en það er auðvitað ef og hefði. Við töluðum um það í hálfleiknum að við ætluðum að setja eitt og sjá hvort við gætum ekki sett smá óöryggi í þá. Svo bara datt vinstrir bakvörðurinn okkar á „run“ og setti þrjú.“ Arnar var þá spurður út í hetju leiksins, Reyni Haraldsson, en Arnar hefur væntanlega ekki átt von á svona frammistöðu frá vinstri bakverðinum sínum. „Hann er náttúrlega búinn að vera að skora og leggja upp í allt sumar þannig að ég svo sem datt ekkert úr stólnum en þetta var vel í lagt“, sagði Arnar hlæjandi. Þegar lið komast áfram í bikarnum þá er klisjan að spyrja út í hvort ÍR ætti sér óskamótherja í næstu umferð. „Svarið við þessari spurningu er bara copy-paste af svari mínu eftir seinasta leik. Bara eitthvað gott Lengjudeildarlið til þess að máta okkur. Þetta er levelið sem við viljum vera á og stefndum að. Það er að segja að vera í efri hluta deildarinnar en við erum hlægilega neðarlega miðað við spilamennsku finnst mér. Nú eigum við smá eftir í því móti og mig langar að færa þessa frammistöðu, þessa stemmningu og þennan vilja inn í þá leiki vegna þess að munurinn á milli þessara leikja er að það var örlítið meiri neisti og örlítið meiri ákefð. Það munaði þessu.“ Að lokum var þjálfarinn spurður að því hvort það væru einhverjir Evrópudraumar að myndast í Breiðholtinu en stysta leið inn í Evrópukeppni er í gegnum bikarinn. „Þeir verða kannski ekki í nótt en við sjáum til eftir næstu umferð en þá getum við kannski farið að hugsa um Wmbley eða eitthvað stærra.“ Mjólkurbikarinn ÍR Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Fjölnir - ÍR 2-3 | Trylltur fimm mínútna kafli kláraði leikinn fyrir ÍR Reynir Haraldsson var hetja ÍR-inga þegar þeir slógu út Fjölni í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars karla fyrr í kvöld. Hann gerði öll mörkin á fimm mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks en Fjölnir leiddi 2-0 í hálfleik. 10. ágúst 2021 21:11 Mest lesið Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar Sjá meira
„Þetta var bara stálvilji og við höfðum trú á því í hálfleik að leið okkar inn í leikinn væri ekki löng“, sagði kampakátur þjálfari ÍR þegar hann var spurður að því hvað væri hægt að segja eftir svona leik. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera vel spilaður af okkur og við óþarflega langt undir. Við fengum tvö hálffæri í hálfleiknum og ef við hefðum nýtt annað þeirra þá hefðum við verið inn í leiknum en það er auðvitað ef og hefði. Við töluðum um það í hálfleiknum að við ætluðum að setja eitt og sjá hvort við gætum ekki sett smá óöryggi í þá. Svo bara datt vinstrir bakvörðurinn okkar á „run“ og setti þrjú.“ Arnar var þá spurður út í hetju leiksins, Reyni Haraldsson, en Arnar hefur væntanlega ekki átt von á svona frammistöðu frá vinstri bakverðinum sínum. „Hann er náttúrlega búinn að vera að skora og leggja upp í allt sumar þannig að ég svo sem datt ekkert úr stólnum en þetta var vel í lagt“, sagði Arnar hlæjandi. Þegar lið komast áfram í bikarnum þá er klisjan að spyrja út í hvort ÍR ætti sér óskamótherja í næstu umferð. „Svarið við þessari spurningu er bara copy-paste af svari mínu eftir seinasta leik. Bara eitthvað gott Lengjudeildarlið til þess að máta okkur. Þetta er levelið sem við viljum vera á og stefndum að. Það er að segja að vera í efri hluta deildarinnar en við erum hlægilega neðarlega miðað við spilamennsku finnst mér. Nú eigum við smá eftir í því móti og mig langar að færa þessa frammistöðu, þessa stemmningu og þennan vilja inn í þá leiki vegna þess að munurinn á milli þessara leikja er að það var örlítið meiri neisti og örlítið meiri ákefð. Það munaði þessu.“ Að lokum var þjálfarinn spurður að því hvort það væru einhverjir Evrópudraumar að myndast í Breiðholtinu en stysta leið inn í Evrópukeppni er í gegnum bikarinn. „Þeir verða kannski ekki í nótt en við sjáum til eftir næstu umferð en þá getum við kannski farið að hugsa um Wmbley eða eitthvað stærra.“
Mjólkurbikarinn ÍR Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Fjölnir - ÍR 2-3 | Trylltur fimm mínútna kafli kláraði leikinn fyrir ÍR Reynir Haraldsson var hetja ÍR-inga þegar þeir slógu út Fjölni í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars karla fyrr í kvöld. Hann gerði öll mörkin á fimm mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks en Fjölnir leiddi 2-0 í hálfleik. 10. ágúst 2021 21:11 Mest lesið Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar Sjá meira
Leik lokið: Fjölnir - ÍR 2-3 | Trylltur fimm mínútna kafli kláraði leikinn fyrir ÍR Reynir Haraldsson var hetja ÍR-inga þegar þeir slógu út Fjölni í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars karla fyrr í kvöld. Hann gerði öll mörkin á fimm mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks en Fjölnir leiddi 2-0 í hálfleik. 10. ágúst 2021 21:11