Margir vilji „gera eitthvað töff og kúl sem raunverulega er heimskulegt“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. ágúst 2021 22:36 Jónas fer fyrir SafeTravel, sem er á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjörg. Stöð 2 Enn berast fréttir af því að ferðamenn við gosstöðvarnar á Reykjanesi ani út á nýstorknað hraun, þvert á tilmæli lögregluyfirvalda og björgunarsveita. Slíkt getur verið lífshættulegt, þar sem hraunið getur gefið eftir og undir niðri getur leynst töluvert mýkra, heitara og hættulegra hraun. Jónas Guðmundsson, sem fer fyrir SafeTravel verkefni hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg, var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir að ferðamönnum sem hætta sér út á hraunið virðist vera farið að fjölga. Því sé kannski tilefni til þess að breyta um nálgun í því hvernig skilaboðum um hættuna sé komið til ferðamannanna. „Það er full ástæða til þess að endurmeta stöðuna og maður óttast örlítið að þetta sé orðið eitt af þessum sem við sjáum stundum í ferðamennskunni. Eins og að standa uppi á flakinu á Sólheimasandi, standa úti á brúninni í Fjaðrárgljúfrum og svo framvegis. Að það séu margir sem vilji tikka í boxið, að gera eitthvað töff og kúl sem raunverulega er heimskulegt,“ segir Jónas. Hann segir þessu umræddu „box“ þekkta stærð varðandi öryggi ferðamanna, og telur samfélagsmiðla og dreifingu mynda af misgáfulegu athæfi ferðamanna hér á landi eiga hlut í þróuninni. Getur verið í lagi, en getur verið lífshættulegt Jónas segir að á gosstöðvunum séu skilti sem vari ferðamenn við því að fara út á hraunið, auk þess sem upplýsingar um gosið og hættur þess sé að finna á vefsíðu SafeTravel. Þá hefur komið fram í fjölmiðlum að björgunarsveitarfólk geri sitt besta til þess að brýna fyrir fólki að fara ekki út á hraunið. „Það er alltaf einhver hluti fólks sem vill tikka í boxið eða búa til eitthvað nýtt og við þurfum að ná betur til þeirra. Það má gera með skiltum á staðnum, mjög skýrum skiltum, þó þau séu kannski ekki beint falleg í sjálfu sér. Svo þarf líka bara að velta fyrir sér mönnum á staðnum. Landverðir, björgunarsveit, lögregla og annað.“ Jónas segir að vel geti verið að einn daginn muni einhver hljóta skaða af því að ganga út á hraunið, ef þróunin sem hann lýsir heldur áfram. „Ég veit ekki hvort þetta er aukning eða hvort við erum að sjá einhverja smá bólu núna í óhöppum. Hraunið er þannig að það getur verið allt í lagi að standa á því en það getur líka bara verið holrúm undir og það getur verið glóandi tveimur metrum neðar. Við bara vitum það ekki, það gerir það að við viljum ekkert sjá fólk á hrauninu,“ segir Jónas. Hraunið fari upp í allt að 1.100 gráðu hita, og þá þurfi ekki að spyrja að leikslokum fari svo að einhver komist í snertingu við það. Björgunarsveitir Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Sjá meira
Jónas Guðmundsson, sem fer fyrir SafeTravel verkefni hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg, var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir að ferðamönnum sem hætta sér út á hraunið virðist vera farið að fjölga. Því sé kannski tilefni til þess að breyta um nálgun í því hvernig skilaboðum um hættuna sé komið til ferðamannanna. „Það er full ástæða til þess að endurmeta stöðuna og maður óttast örlítið að þetta sé orðið eitt af þessum sem við sjáum stundum í ferðamennskunni. Eins og að standa uppi á flakinu á Sólheimasandi, standa úti á brúninni í Fjaðrárgljúfrum og svo framvegis. Að það séu margir sem vilji tikka í boxið, að gera eitthvað töff og kúl sem raunverulega er heimskulegt,“ segir Jónas. Hann segir þessu umræddu „box“ þekkta stærð varðandi öryggi ferðamanna, og telur samfélagsmiðla og dreifingu mynda af misgáfulegu athæfi ferðamanna hér á landi eiga hlut í þróuninni. Getur verið í lagi, en getur verið lífshættulegt Jónas segir að á gosstöðvunum séu skilti sem vari ferðamenn við því að fara út á hraunið, auk þess sem upplýsingar um gosið og hættur þess sé að finna á vefsíðu SafeTravel. Þá hefur komið fram í fjölmiðlum að björgunarsveitarfólk geri sitt besta til þess að brýna fyrir fólki að fara ekki út á hraunið. „Það er alltaf einhver hluti fólks sem vill tikka í boxið eða búa til eitthvað nýtt og við þurfum að ná betur til þeirra. Það má gera með skiltum á staðnum, mjög skýrum skiltum, þó þau séu kannski ekki beint falleg í sjálfu sér. Svo þarf líka bara að velta fyrir sér mönnum á staðnum. Landverðir, björgunarsveit, lögregla og annað.“ Jónas segir að vel geti verið að einn daginn muni einhver hljóta skaða af því að ganga út á hraunið, ef þróunin sem hann lýsir heldur áfram. „Ég veit ekki hvort þetta er aukning eða hvort við erum að sjá einhverja smá bólu núna í óhöppum. Hraunið er þannig að það getur verið allt í lagi að standa á því en það getur líka bara verið holrúm undir og það getur verið glóandi tveimur metrum neðar. Við bara vitum það ekki, það gerir það að við viljum ekkert sjá fólk á hrauninu,“ segir Jónas. Hraunið fari upp í allt að 1.100 gráðu hita, og þá þurfi ekki að spyrja að leikslokum fari svo að einhver komist í snertingu við það.
Björgunarsveitir Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Sjá meira