Skólinn varla byrjaður og hundrað börn föst heima Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. ágúst 2021 11:46 Leikskóli Seltjarnarness starfar á fjórum starfstöðvum: Mánabrekku, Sólbrekku og Fögrubrekku sem standa á sömu lóð við Suðurströnd og leikskóladeildinni Holti í Seltjarnarneskirkju. Seltjarnarnes.is Eitt hundrað börn á Seltjarnarnesi geta í fyrsta lagi mætt aftur á leikskólann sinn á þriðjudaginn eftir að starfsmaður greindist smitaður af Covid-19 á þriðjudagskvöld. Fræðslustjóri segir foreldra taka sóttkví, sem ber upp við upphaf skólaársins, af æðruleysi. Sú var tíðin að foreldrar leikskóla- og grunnskólabarna óttuðust hvað mest lúsapósta frá skólayfirvöldum í upphafi skólaárs. Það hins vegar ekki lúsin sem var umfjöllunarefni tölvupósts sem barst foreldrum á Leikskóla Seltjarnarness í byrjun vikunnar heldur Covid-19 smit starfsmanns. Samkvæmt fyrirmælum sóttvarnaryfirvalda og smitrakningarteymi almannavarna voru öll börn á Bakka í Sólbrekku, einnar deildar leikskólans, sett í sóttkví og á þriðja tug starfsmanna sömuleiðis. Ástæðan var sameiginlegir snertifletir barna og starfsmanna á Sólbrekku. Börnin á Bakka eru í sóttkví en börn á öðrum deildum Sólbrekku komast ekki í leikskólann þar sem deildin er lokuð vegna sóttkvíar starfsmanna. Baldur Pálsson, fræðslustjóri Seltjarnarness, útskýrir að Leikskóli Seltjarnarness telji 225 börn á fjórum starfsstöðvum. Krakkar og starfsfólk á öðrum starfstöðvum geta áfram mætt á leikskólann en Sólbrekka verður lokuð til þriðjudags. Börnin og starfsfólk fer í skimun á mánudag en hann hefur ekki heyrt af frekari smitum. „Engar fréttir eru góðar fréttir þegar kemur að þessu,“ segir Baldur. Hann merkir ekki auknar áhyggjur í foreldrahópnum af mögulegri sóttkví í vetur vegna Covid-19 smita. „Við höfum sloppið alveg gríðarlega vel í gegnum fyrri bylgjur. Það hefur ákaflega lítil truflun orðið á starfseminni og fólk virðist taka þessu af æðruleysi.“ Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa foreldrar ekki fengið skilaboð eða leiðbeiningar frá yfirvöldum í formi símtala eða smáskilaboða til að staðfesta sóttkvína, aðeins tölvupóst frá skólastjórnendum. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seltjarnarnes Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Sú var tíðin að foreldrar leikskóla- og grunnskólabarna óttuðust hvað mest lúsapósta frá skólayfirvöldum í upphafi skólaárs. Það hins vegar ekki lúsin sem var umfjöllunarefni tölvupósts sem barst foreldrum á Leikskóla Seltjarnarness í byrjun vikunnar heldur Covid-19 smit starfsmanns. Samkvæmt fyrirmælum sóttvarnaryfirvalda og smitrakningarteymi almannavarna voru öll börn á Bakka í Sólbrekku, einnar deildar leikskólans, sett í sóttkví og á þriðja tug starfsmanna sömuleiðis. Ástæðan var sameiginlegir snertifletir barna og starfsmanna á Sólbrekku. Börnin á Bakka eru í sóttkví en börn á öðrum deildum Sólbrekku komast ekki í leikskólann þar sem deildin er lokuð vegna sóttkvíar starfsmanna. Baldur Pálsson, fræðslustjóri Seltjarnarness, útskýrir að Leikskóli Seltjarnarness telji 225 börn á fjórum starfsstöðvum. Krakkar og starfsfólk á öðrum starfstöðvum geta áfram mætt á leikskólann en Sólbrekka verður lokuð til þriðjudags. Börnin og starfsfólk fer í skimun á mánudag en hann hefur ekki heyrt af frekari smitum. „Engar fréttir eru góðar fréttir þegar kemur að þessu,“ segir Baldur. Hann merkir ekki auknar áhyggjur í foreldrahópnum af mögulegri sóttkví í vetur vegna Covid-19 smita. „Við höfum sloppið alveg gríðarlega vel í gegnum fyrri bylgjur. Það hefur ákaflega lítil truflun orðið á starfseminni og fólk virðist taka þessu af æðruleysi.“ Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa foreldrar ekki fengið skilaboð eða leiðbeiningar frá yfirvöldum í formi símtala eða smáskilaboða til að staðfesta sóttkvína, aðeins tölvupóst frá skólastjórnendum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seltjarnarnes Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira