Íslendingar erlendis hafi samband við sendiráð áður en gengið er til atkvæðagreiðslu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. ágúst 2021 12:01 Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi Utanríkisráðuneytisins, hvetur Íslendinga erlendis til að hafa samband við sendiráð eða kjörræðismenn sína áður en þeir hyggjast greiða atkvæði sitt í Alþingiskosningunum. Vísir/Vilhelm Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna Alþingiskosninga hefst hjá sýslumönnum í dag og í sendiráðum Íslands erlendis. Boðað var formlega til Alþingiskosninga í gær sem fara fram þann 25. september. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst strax í dag og verður hægt að greiða atkvæði hjá sýslumönnum á Íslandi. Erlendis fer kosning utan kjörfundar fram á skrifstofum sendiráða, í aðalræðisskrifstofum eða hjá kjörræðismönnum og verður hægt að ganga til atkvæðagreiðslu hjá þeim strax í dag. „Íslendingar í útlöndum geta greitt atkvæði utan kjörfundar í sendiráðum Íslands erlendis en líka hjá kjörræðismönnum víða um heim og þá bara eftir samkomulagi,“ segir Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi Utanríkisráðuneytisins. Vegna þess ástands sem ríkir í heiminum vegna COVID-19 farsóttarinnar geti þau tilvik komið upp vegna sóttvarnaráðstafana stjórnvalda á hverjum stað, að aðgengi kjósenda að kjörstöðum í útlöndum verði takmarkað. „Vegna heimsfaraldursins mælum við almennt með því að fólk hafi samband við sendiskrifstofurnar um fyrirkomulagið á hverjum stað,“ segir Sveinn. Greiði Íslendingar atkvæði erlendis verða þeir að koma atkvæði sínu heim til Íslands að eigin frumkvæði. Mikilvægt sé að fólk geri það í tæka tíð þar sem flug- og póstsamgöngur séu óáreiðanlegar og geti tekið lengri tíma vegna faraldursins. „Það er mjög mikilvægt að hnykkja einmitt á því að fólk þarf sjálft að annað hvort póstleggja atkvæði sín eða koma þeim á annan hátt í tæka tíð til kjörstjórnar á Íslandi.“ Alþingiskosningar 2021 Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hægt verður að kjósa til Alþingis frá og með morgundeginum Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna Alþingiskosninga hefst hjá sýslumönnum á morgun, föstudaginn 13. ágúst. Þing var rofið í dag og boðað til kosninga þann 25. september. 12. ágúst 2021 17:07 Loks búið að boða formlega til kosninga Formlega hefur verið boðað til Alþingiskosninga laugardaginn 25. september. Þetta er staðfest með forsetabréfi Guðna Th. Jóhannessonar um þingrof og almennar kosningar sem birt var á vef Stjórnartíðinda í dag. 12. ágúst 2021 16:13 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst strax í dag og verður hægt að greiða atkvæði hjá sýslumönnum á Íslandi. Erlendis fer kosning utan kjörfundar fram á skrifstofum sendiráða, í aðalræðisskrifstofum eða hjá kjörræðismönnum og verður hægt að ganga til atkvæðagreiðslu hjá þeim strax í dag. „Íslendingar í útlöndum geta greitt atkvæði utan kjörfundar í sendiráðum Íslands erlendis en líka hjá kjörræðismönnum víða um heim og þá bara eftir samkomulagi,“ segir Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi Utanríkisráðuneytisins. Vegna þess ástands sem ríkir í heiminum vegna COVID-19 farsóttarinnar geti þau tilvik komið upp vegna sóttvarnaráðstafana stjórnvalda á hverjum stað, að aðgengi kjósenda að kjörstöðum í útlöndum verði takmarkað. „Vegna heimsfaraldursins mælum við almennt með því að fólk hafi samband við sendiskrifstofurnar um fyrirkomulagið á hverjum stað,“ segir Sveinn. Greiði Íslendingar atkvæði erlendis verða þeir að koma atkvæði sínu heim til Íslands að eigin frumkvæði. Mikilvægt sé að fólk geri það í tæka tíð þar sem flug- og póstsamgöngur séu óáreiðanlegar og geti tekið lengri tíma vegna faraldursins. „Það er mjög mikilvægt að hnykkja einmitt á því að fólk þarf sjálft að annað hvort póstleggja atkvæði sín eða koma þeim á annan hátt í tæka tíð til kjörstjórnar á Íslandi.“
Alþingiskosningar 2021 Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hægt verður að kjósa til Alþingis frá og með morgundeginum Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna Alþingiskosninga hefst hjá sýslumönnum á morgun, föstudaginn 13. ágúst. Þing var rofið í dag og boðað til kosninga þann 25. september. 12. ágúst 2021 17:07 Loks búið að boða formlega til kosninga Formlega hefur verið boðað til Alþingiskosninga laugardaginn 25. september. Þetta er staðfest með forsetabréfi Guðna Th. Jóhannessonar um þingrof og almennar kosningar sem birt var á vef Stjórnartíðinda í dag. 12. ágúst 2021 16:13 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Hægt verður að kjósa til Alþingis frá og með morgundeginum Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna Alþingiskosninga hefst hjá sýslumönnum á morgun, föstudaginn 13. ágúst. Þing var rofið í dag og boðað til kosninga þann 25. september. 12. ágúst 2021 17:07
Loks búið að boða formlega til kosninga Formlega hefur verið boðað til Alþingiskosninga laugardaginn 25. september. Þetta er staðfest með forsetabréfi Guðna Th. Jóhannessonar um þingrof og almennar kosningar sem birt var á vef Stjórnartíðinda í dag. 12. ágúst 2021 16:13