Mikill erill hjá Landhelgisgæslunni í nótt Árni Sæberg skrifar 13. ágúst 2021 11:46 Sjómælingaskipið Baldur og björgunarskipið Gísli Jóns á vettvangi í nótt. Landhelgisgæsla Íslands Áhafnir á sjómælingaskipinu Baldri og björgunarskipinu Gísla Jóns stóðu í ströngu í gærkvöldi og í nótt. Þá fór þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-EIR, í tvö útköll í nótt. Í tilkynningu Landsbjargar segir að í gærkvöldi hafi skúta, sem legið hafði við akkeri í Hornvík, haft samband við sjómælingaskipið Baldur og óskað aðstoðar Landhelgisgæslunnar. Skútan hafi þá verið lögð af stað áleiðis til Ísafjarðar með mjög veikan farþega og fór ástand hans versnandi. Talstöðvasamband við skútuna var slitrótt og datt alveg út þegar hún var komin að og vestur með Hælavíkurbjargi. Áhöfnin á Baldri hafði þegar í stað samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar sem kallaði út björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Gísla Jóns, frá Ísafirði og þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-EIR. Áhöfnin á Baldri létti akkeri og hélt á fullri ferð að skútunni. Vegna takmarkaðra fjarskiptaskilyrða við skútuna var áhöfnin á Baldri í lykilstöðu við að koma upplýsingum áleiðis til stjórnstöðvarinnar í Reykjavík og læknis til að meta stöðuna. Baldur kom að skútunni skammt norðvestur af Hælavíkurbjargi. Ákveðið var að farþeginn yrði fluttur um borð í Baldur þar sem áhöfnin hlúði að honum. Haldið var á fullri ferð áleiðis til Ísafjarðar og í Aðalvík kom sjúkraflutningamaður af björgunarskipinu Gísla Jóns um borð til aðstoðar sem og tveir björgunarsveitarmenn. Þyrla Landhelgisgæslunnar var komin á staðinn á þriðja tímanum og hífði sjúklinginn um borð í þyrluna og flutti á Landspítalann í Reykjavík. Þyrlan gat ekki staldrað við lengi Þá segir í tilkynningunni að þegar þyrlan var nýlent á Reykjavíkurflugvelli hafi verið óskað eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna veikinda á Patreksfirði. Þyrlan fór því aftur vestur á firði og kom viðkomandi undir læknishendur í Reykjavík. Þyrlan var komin á Reykjavíkurflugvöll klukkan 07:35 í morgun og því sé alveg óhætt að segja að nóttin hafi verið annasöm hjá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar, varðstjórum í stjórnstöð LHG og áhöfnum Baldurs og Gísla Jóns. Landhelgisgæslan Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Í tilkynningu Landsbjargar segir að í gærkvöldi hafi skúta, sem legið hafði við akkeri í Hornvík, haft samband við sjómælingaskipið Baldur og óskað aðstoðar Landhelgisgæslunnar. Skútan hafi þá verið lögð af stað áleiðis til Ísafjarðar með mjög veikan farþega og fór ástand hans versnandi. Talstöðvasamband við skútuna var slitrótt og datt alveg út þegar hún var komin að og vestur með Hælavíkurbjargi. Áhöfnin á Baldri hafði þegar í stað samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar sem kallaði út björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Gísla Jóns, frá Ísafirði og þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-EIR. Áhöfnin á Baldri létti akkeri og hélt á fullri ferð að skútunni. Vegna takmarkaðra fjarskiptaskilyrða við skútuna var áhöfnin á Baldri í lykilstöðu við að koma upplýsingum áleiðis til stjórnstöðvarinnar í Reykjavík og læknis til að meta stöðuna. Baldur kom að skútunni skammt norðvestur af Hælavíkurbjargi. Ákveðið var að farþeginn yrði fluttur um borð í Baldur þar sem áhöfnin hlúði að honum. Haldið var á fullri ferð áleiðis til Ísafjarðar og í Aðalvík kom sjúkraflutningamaður af björgunarskipinu Gísla Jóns um borð til aðstoðar sem og tveir björgunarsveitarmenn. Þyrla Landhelgisgæslunnar var komin á staðinn á þriðja tímanum og hífði sjúklinginn um borð í þyrluna og flutti á Landspítalann í Reykjavík. Þyrlan gat ekki staldrað við lengi Þá segir í tilkynningunni að þegar þyrlan var nýlent á Reykjavíkurflugvelli hafi verið óskað eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna veikinda á Patreksfirði. Þyrlan fór því aftur vestur á firði og kom viðkomandi undir læknishendur í Reykjavík. Þyrlan var komin á Reykjavíkurflugvöll klukkan 07:35 í morgun og því sé alveg óhætt að segja að nóttin hafi verið annasöm hjá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar, varðstjórum í stjórnstöð LHG og áhöfnum Baldurs og Gísla Jóns.
Landhelgisgæslan Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira