Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir tilkynningu hafa borist rétt eftir að áhöfn þyrlunnar lenti á Reykjavíkurflugvelli eftir fyrsta útkall dagsins.
Ásgeir segir að sá sem slasaðist í fjórhjólaslysinu hafi verið stöðugur og að unnt hafi verið að flytja hann til aðhlynningar með sjúkrabíl.
Því hafi verið ákveðið að sækja frekar konu sem slasast hafði í hestaslysi í Landeyjum. Þyrlan kom konunni á Landspítala í Fossvogi.
Frekari upplýsingar um líðan fjórhjólamannsins og hestakonunnar liggja ekki fyrir.