Konur sem fóru í skimun í mars bíða enn svara Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. ágúst 2021 06:33 Til stendur að flytja rannsóknirnar aftur heim fyrir eða um áramót. Getty Þær konur sem beðið hafa lengst eftir svörum vegna leghálsskimunar hafa beðið meira en fjóra mánuði. Konur sem fóru í skimun í lok mars eiga enn eftir að fá niðurstöðu. Þetta kemur fram í svörum Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu við fyrirspurn Vísis. Þar segir þó að svörum sé forgangsraðað og að ef brátt sé að koma niðurstöðum til skila sé það gert án tafar. Það sem helst veldur töfum er úrvinnslan hérlendis en samkvæmt svörum heilsugæslunnar taka rannsóknirnar í Danmörku jafnan um viku. Búið er að upplýsa stjórnendur Hvidovre-sjúkrahússins um fyrirætlan íslenskra stjórnvalda að flytja rannsóknirnar aftur heim um áramótin. Samningurinn við sjúkrahúsið er með þriggja mánaða uppsagnarfrest. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, leiðir vinnuna við að færa rannsóknirnar til Landspítala. Vísir spurði að því hvers vegna HPV rannsóknirnar væru ekki fluttar á Landspítalann án tafar til að stytta biðtímann eftir niðurstöðum, þar sem forsvarsmenn spítalans hafa sagst geta veitt svör þremur dögum frá sýnatöku. Samkvæmt svari heilsugæslunnar segir að það sé álit forsvarsmanna Landspítala að það sé óheppilegt að aðskilja rannsóknirar og réttara að flytja báðar í einu. Þetta rímar ekki við samtöl fréttastofu við einstaklinga innan Landspítalans, sem segja ekkert því til fyrirstöðu að hefja HPV rannsóknir þar án tafar. Það eina sem þurfi að gera áður sé að panta hvarfaefni í vélar spítalans. Flutningur frumurannsókna krefst hins vegar meiri undirbúnings, þar sem finna þarf aðstöðu til að sinna rannsóknunum, tryggja til þess búnað og ráða starfsfólk. Unnið er að nýrri skimunarskrá hjá Embætti landlæknis en þar til hún kemst í gagnið tekur vinnsla sýna allt að einum mánuði, samkvæmt svörum heilsugæslunnar. Skimun fyrir krabbameini Heilsugæsla Landspítalinn Tengdar fréttir Kristján segir sig frá krabbameinsskimunum Kristján Oddsson, svæðisstjóri Heilsugæslunnar Hamraborgar, hefur sagt sig frá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana, sem hann hefur stýrt frá miðju síðasta ári. Samhæfingarstöðin sá meðal annars um skimanir fyrir leghálskrabbameini eftir að þær voru færðar frá Krabbameinsfélagi Íslands til Heilsugæslunnar. 14. ágúst 2021 14:01 Heilsugæslan boðar rannsóknir á Landspítala en ekki fyrr en næstu áramót Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að hefja undirbúning þess að flytja rannsóknir á leghálssýnum aftur heim til Íslands, nánar tiltekið á Landspítala. Ákvörðunin er tekin í samráði við heilbrigðisráðuneytið. 1. júlí 2021 17:59 Fylgir því gríðarlegt flækjustig að senda sýnin út Mikil og flókin skriffinska fylgir móttöku, merkingu og áframsendingu leghálssýna til Danmerkur, þar sem þau eru rannsökuð. Ferlinu er lýst í erindi sem Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu sendi Persónuvernd, sem hefur ferlið til skoðunar. 1. júlí 2021 08:38 Heilsugæslan segist ekki „henda“ sýnum Forsvarsmenn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segjast ekki „henda“ sýnum sem berast Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilsugæslunnar. 30. júní 2021 10:43 Læknar ræða að fá Landspítala til að rannsaka einkennasýni Læknar skoða nú þann möguleika að Landspítalinn taki að sér rannsóknir á einkennasýnum frá leghálsi. Vísir hefur heimildir fyrir því að þetta hafi verið rætt innan Landspítalans. 30. júní 2021 07:40 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Þar segir þó að svörum sé forgangsraðað og að ef brátt sé að koma niðurstöðum til skila sé það gert án tafar. Það sem helst veldur töfum er úrvinnslan hérlendis en samkvæmt svörum heilsugæslunnar taka rannsóknirnar í Danmörku jafnan um viku. Búið er að upplýsa stjórnendur Hvidovre-sjúkrahússins um fyrirætlan íslenskra stjórnvalda að flytja rannsóknirnar aftur heim um áramótin. Samningurinn við sjúkrahúsið er með þriggja mánaða uppsagnarfrest. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, leiðir vinnuna við að færa rannsóknirnar til Landspítala. Vísir spurði að því hvers vegna HPV rannsóknirnar væru ekki fluttar á Landspítalann án tafar til að stytta biðtímann eftir niðurstöðum, þar sem forsvarsmenn spítalans hafa sagst geta veitt svör þremur dögum frá sýnatöku. Samkvæmt svari heilsugæslunnar segir að það sé álit forsvarsmanna Landspítala að það sé óheppilegt að aðskilja rannsóknirar og réttara að flytja báðar í einu. Þetta rímar ekki við samtöl fréttastofu við einstaklinga innan Landspítalans, sem segja ekkert því til fyrirstöðu að hefja HPV rannsóknir þar án tafar. Það eina sem þurfi að gera áður sé að panta hvarfaefni í vélar spítalans. Flutningur frumurannsókna krefst hins vegar meiri undirbúnings, þar sem finna þarf aðstöðu til að sinna rannsóknunum, tryggja til þess búnað og ráða starfsfólk. Unnið er að nýrri skimunarskrá hjá Embætti landlæknis en þar til hún kemst í gagnið tekur vinnsla sýna allt að einum mánuði, samkvæmt svörum heilsugæslunnar.
Skimun fyrir krabbameini Heilsugæsla Landspítalinn Tengdar fréttir Kristján segir sig frá krabbameinsskimunum Kristján Oddsson, svæðisstjóri Heilsugæslunnar Hamraborgar, hefur sagt sig frá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana, sem hann hefur stýrt frá miðju síðasta ári. Samhæfingarstöðin sá meðal annars um skimanir fyrir leghálskrabbameini eftir að þær voru færðar frá Krabbameinsfélagi Íslands til Heilsugæslunnar. 14. ágúst 2021 14:01 Heilsugæslan boðar rannsóknir á Landspítala en ekki fyrr en næstu áramót Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að hefja undirbúning þess að flytja rannsóknir á leghálssýnum aftur heim til Íslands, nánar tiltekið á Landspítala. Ákvörðunin er tekin í samráði við heilbrigðisráðuneytið. 1. júlí 2021 17:59 Fylgir því gríðarlegt flækjustig að senda sýnin út Mikil og flókin skriffinska fylgir móttöku, merkingu og áframsendingu leghálssýna til Danmerkur, þar sem þau eru rannsökuð. Ferlinu er lýst í erindi sem Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu sendi Persónuvernd, sem hefur ferlið til skoðunar. 1. júlí 2021 08:38 Heilsugæslan segist ekki „henda“ sýnum Forsvarsmenn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segjast ekki „henda“ sýnum sem berast Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilsugæslunnar. 30. júní 2021 10:43 Læknar ræða að fá Landspítala til að rannsaka einkennasýni Læknar skoða nú þann möguleika að Landspítalinn taki að sér rannsóknir á einkennasýnum frá leghálsi. Vísir hefur heimildir fyrir því að þetta hafi verið rætt innan Landspítalans. 30. júní 2021 07:40 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Kristján segir sig frá krabbameinsskimunum Kristján Oddsson, svæðisstjóri Heilsugæslunnar Hamraborgar, hefur sagt sig frá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana, sem hann hefur stýrt frá miðju síðasta ári. Samhæfingarstöðin sá meðal annars um skimanir fyrir leghálskrabbameini eftir að þær voru færðar frá Krabbameinsfélagi Íslands til Heilsugæslunnar. 14. ágúst 2021 14:01
Heilsugæslan boðar rannsóknir á Landspítala en ekki fyrr en næstu áramót Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að hefja undirbúning þess að flytja rannsóknir á leghálssýnum aftur heim til Íslands, nánar tiltekið á Landspítala. Ákvörðunin er tekin í samráði við heilbrigðisráðuneytið. 1. júlí 2021 17:59
Fylgir því gríðarlegt flækjustig að senda sýnin út Mikil og flókin skriffinska fylgir móttöku, merkingu og áframsendingu leghálssýna til Danmerkur, þar sem þau eru rannsökuð. Ferlinu er lýst í erindi sem Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu sendi Persónuvernd, sem hefur ferlið til skoðunar. 1. júlí 2021 08:38
Heilsugæslan segist ekki „henda“ sýnum Forsvarsmenn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segjast ekki „henda“ sýnum sem berast Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilsugæslunnar. 30. júní 2021 10:43
Læknar ræða að fá Landspítala til að rannsaka einkennasýni Læknar skoða nú þann möguleika að Landspítalinn taki að sér rannsóknir á einkennasýnum frá leghálsi. Vísir hefur heimildir fyrir því að þetta hafi verið rætt innan Landspítalans. 30. júní 2021 07:40