Hafa flest tól og tæki til að sinna eftirliti með fiskeldi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 16. ágúst 2021 13:01 Hrönn Ólína Jörundsdóttir er forstjóri Matvælastofnunar. Hún telur ekki að illa farinn lax sé algengt vandamál hjá fiskeldisfyrirtækjum. stöð 2/veiga grétarsdóttir Matvælastofnun telur sig vel í stakk búna til að hafa eftirlit með fiskeldisfyrirtækjum á landinu. Farið verði í saumana á myndefni af illa förnum laxi úr sjókvíum á Vestfjörðum sem kajakræðari tók í vor. Myndirnar hafa farið sem eldur um sinu um samfélagsmiðla síðustu daga og vakið nokkurn óhug fólks. Á þeim má sjá mjög illa særða laxa sem synda um sjókvíar fyrirtækjanna Arnarlax og Arctic Fish í Dýrafirði og Arnarfirði. Þessi lítur ekki sérlega vel út.veiga grétarsdóttir Ekki algengt vandamál Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar (MAST), telur að illa farinn lax sé ekki algengt vandamál hjá fiskeldisfyrirtækjum. MAST tekur myndunum þó alvarlega og mun skoða hvort málið kalli á viðbrögð frá stofnuninni: „Við erum að fara yfir málið og skoða hvað gerðist. Hvað fór úrskeiðis hjá fyrirtækinu og erum að skoða það hvort að við bregðumst við á einhvern hátt eða hvort við teljum að viðbrögð fyrirtækisins við atvikinu séu nægjanleg,“ segir Hrönn. Er þetta algengt vandamál í sjókvíum landsins? „Ég held að þetta sé nú ekki algengt vandamál en það eru náttúrulega afföll af fiskunum í fiskeldi almennt og það er alltaf það sem við teljum vera eðlileg afföll eins og er í öllu dýraeldi. Afföllin eru yfirleitt mest til að byrja með, á seiðastiginu, og svo minnka afföllin eftir því sem fiskarnir verða eldri en það er þá verið að skoða hvort þetta séu eðlileg afföll eða ekki.“ Illa farið hrognkelsi úr sjókví. veiga grétarsdóttir Svo særður lax fer ekki á diskinn Náttúruverndarsamtök hafa lengi lagst gegn opnu sjókvíaeldi við strendur landsins. Instagram-síðan Vissiru kom nýlega fram en hún birtir þar ýmsar fullyrðingar um neikvæðar hliðar laxeldisins. Ein skilaboð þeirra hafa farið víða á samfélagsmiðlinum undanfarna daga; mynd af afar særðum laxi með yfirskriftinni: „Vissiru að laxinn sem þú borðar gæti hafa litið svona út?“ View this post on Instagram A post shared by @vissiru „Það eru alltaf einhverjir fiskar sem að særast og það er þá á ábyrgð fyrirtækjanna að finna þessa fiska, ef þeir særast, smitast eða fá bakteríusýkingu í sár. Að veiða þá og aflífa þá svo að þeir þurfi ekki að þjást,“ segir Hrönn. Getur laxinn sem við borðum litið svona út? „Nei, fyrirtækin eru ekki að aflífa svona fisk og selja hann til matar. Þau eru að aflífa honum og farga honum. Þegar löxunum er slátrað eru þeir teknir upp úr sláturkví og þeim er slátrað öllum í einu. Í þessu tilviki held ég að þetta séu bara einhverjir fiskar sem hafi orðið eftir og fyrirtækinu hefur yfirsést að finna.“ Eftirlit sé nægt með fyrirtækjunum Náttúruverndarsamtök hafa lengi kallað eftir betra eftirliti með sjókvíaeldi á Íslandi. Hrönn telur MAST þó vel í stakk búna til að halda vel utan um eftirlit með geiranum. „Já, ég held að við höfum svona flest tól og tæki til að hafa eftirlit með þessum fyrirtækjum. Og við í raun og veru líka skoðum innra eftirlit fyrirtækjanna. Fyrirtækin sjálf eru með eigið eftirlit sem við þá skoðum og athugum hvort að sé nægjanlegt,“ segir hún. Lax sem lítur svona út ætti aldrei að enda á disk neytenda.veiga grétarsdóttir „Það má líka benda á til dæmis að nú er komið í loftið mælaborð fiskeldis, þar sem fyrirtækin þurfa að senda inn til okkar framleiðslutölur mánaðarlega og þá skoðum við þær og höfum meðal annars þá eftirlit með því hvort afföllin séu orðin óeðlileg, hvort það sé eitthvað sem hefur komið upp á, hvort það séu veikindi og sýkingar eða komið upp slys. Þannig fylgjumst við með fyrirtækjunum, þau senda mánaðarleg gögn til okkar og svo förum við einnig í eftirlitsferðir til þeirra.“ Matvælaframleiðsla Fiskeldi Umhverfismál Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira
Myndirnar hafa farið sem eldur um sinu um samfélagsmiðla síðustu daga og vakið nokkurn óhug fólks. Á þeim má sjá mjög illa særða laxa sem synda um sjókvíar fyrirtækjanna Arnarlax og Arctic Fish í Dýrafirði og Arnarfirði. Þessi lítur ekki sérlega vel út.veiga grétarsdóttir Ekki algengt vandamál Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar (MAST), telur að illa farinn lax sé ekki algengt vandamál hjá fiskeldisfyrirtækjum. MAST tekur myndunum þó alvarlega og mun skoða hvort málið kalli á viðbrögð frá stofnuninni: „Við erum að fara yfir málið og skoða hvað gerðist. Hvað fór úrskeiðis hjá fyrirtækinu og erum að skoða það hvort að við bregðumst við á einhvern hátt eða hvort við teljum að viðbrögð fyrirtækisins við atvikinu séu nægjanleg,“ segir Hrönn. Er þetta algengt vandamál í sjókvíum landsins? „Ég held að þetta sé nú ekki algengt vandamál en það eru náttúrulega afföll af fiskunum í fiskeldi almennt og það er alltaf það sem við teljum vera eðlileg afföll eins og er í öllu dýraeldi. Afföllin eru yfirleitt mest til að byrja með, á seiðastiginu, og svo minnka afföllin eftir því sem fiskarnir verða eldri en það er þá verið að skoða hvort þetta séu eðlileg afföll eða ekki.“ Illa farið hrognkelsi úr sjókví. veiga grétarsdóttir Svo særður lax fer ekki á diskinn Náttúruverndarsamtök hafa lengi lagst gegn opnu sjókvíaeldi við strendur landsins. Instagram-síðan Vissiru kom nýlega fram en hún birtir þar ýmsar fullyrðingar um neikvæðar hliðar laxeldisins. Ein skilaboð þeirra hafa farið víða á samfélagsmiðlinum undanfarna daga; mynd af afar særðum laxi með yfirskriftinni: „Vissiru að laxinn sem þú borðar gæti hafa litið svona út?“ View this post on Instagram A post shared by @vissiru „Það eru alltaf einhverjir fiskar sem að særast og það er þá á ábyrgð fyrirtækjanna að finna þessa fiska, ef þeir særast, smitast eða fá bakteríusýkingu í sár. Að veiða þá og aflífa þá svo að þeir þurfi ekki að þjást,“ segir Hrönn. Getur laxinn sem við borðum litið svona út? „Nei, fyrirtækin eru ekki að aflífa svona fisk og selja hann til matar. Þau eru að aflífa honum og farga honum. Þegar löxunum er slátrað eru þeir teknir upp úr sláturkví og þeim er slátrað öllum í einu. Í þessu tilviki held ég að þetta séu bara einhverjir fiskar sem hafi orðið eftir og fyrirtækinu hefur yfirsést að finna.“ Eftirlit sé nægt með fyrirtækjunum Náttúruverndarsamtök hafa lengi kallað eftir betra eftirliti með sjókvíaeldi á Íslandi. Hrönn telur MAST þó vel í stakk búna til að halda vel utan um eftirlit með geiranum. „Já, ég held að við höfum svona flest tól og tæki til að hafa eftirlit með þessum fyrirtækjum. Og við í raun og veru líka skoðum innra eftirlit fyrirtækjanna. Fyrirtækin sjálf eru með eigið eftirlit sem við þá skoðum og athugum hvort að sé nægjanlegt,“ segir hún. Lax sem lítur svona út ætti aldrei að enda á disk neytenda.veiga grétarsdóttir „Það má líka benda á til dæmis að nú er komið í loftið mælaborð fiskeldis, þar sem fyrirtækin þurfa að senda inn til okkar framleiðslutölur mánaðarlega og þá skoðum við þær og höfum meðal annars þá eftirlit með því hvort afföllin séu orðin óeðlileg, hvort það sé eitthvað sem hefur komið upp á, hvort það séu veikindi og sýkingar eða komið upp slys. Þannig fylgjumst við með fyrirtækjunum, þau senda mánaðarleg gögn til okkar og svo förum við einnig í eftirlitsferðir til þeirra.“
Matvælaframleiðsla Fiskeldi Umhverfismál Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira