Hitinn og lætin milli KR og HK í Kórnum í gær til umræðu í Pepsi Max Stúkunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2021 10:01 Leikmenn mótmæla í leiknum í Kórnum í gær. Elías Ingi Árnason með gula spjaldið á lofti. Skjámynd/S2 Sport Tíu KR-ingar fóru burt með öll þrjú stigin úr Kórnum í gær þökk sé sigurmarki Kjartans Henrys Finnbogasonar. Það voru mikil læti í leiknum og mörg spjöld fóru á loft. Guðmundur Benediktsson fór yfir hitann í Kórnum með sérfræðingum sínum í Pepsi Max Stúkunni sem að þessu sinni voru Reynir Leósson og Margrét Lára Viðarsdóttir. Fjörið byrjaði snemma leiks því KR-ingurinn Arnþór Ingi Kristinsson var farinn af velli með rautt spjald strax á tólftu mínútu eftir tvö gul spjöld á upphafsmínútum leiksins. „Rúnar (Kristinsson) talaði mikið um að það hafi verið hiti og það er alveg rétt. Þetta byrjaði snemma,“ sagði Guðmundur Benediktsson og fyrst voru tekin fyrir gulu spjöldin hjá Arnþóri Inga. Það fyrra á annarri mínútu en það síðara á þeirri tólftu. „Hér hoppar hann inn í þetta og af hverju veit ég ekki,“ sagði Guðmundur um fyrra rauða spjaldið. „Mér finnst þetta alltof ofsafengið hjá honum, hann lyftir báðum fótum og við vitum það öll sem hafa spilað fótbolta í einhvern tíma að þegar þú kemur inn í návígi með þessum hætti þá er það bara spjald,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. Svo var það seinna gula spjaldið. „Við erum ekki með frábært sjónarhorn á bak við þetta. Elías (Ingi Árnason dómari) stendur þarna í miðjuhringnum og hann virðist strax vera viss í sinni sök,“ sagði Guðmundur. „Mér finnst þetta klaufalegt hjá Arnþóri. Hann bíður upp á þetta því hann er búinn að senda boltann frá sér og þarf ekkert að vera þarna. Hvort hann slengi hendinni í hann eða ekki þá er þetta of mikil áhætta að taka út á miðjum velli þegar það er engin hætta,“ sagði Reynir Leósson. Guðmundur hélt áfram að sýna atvik þar sem mönnum í liðunum lenti saman. „Hér fór allt í band og brjál. Atli Arnarson og Kristinn Jónsson voru í einhverjum handalögmáli. Kiddi fór í grasið. Þeir fengu aukaspyrnu og það fóru einhver þrjú gul spjöld þarna á loft,“ sagði Guðmundur sem sýndi líka frá því þegar rólyndismaðurinn Kristján Finnbogason fékk rauða spjaldið. „Það voru meiri læti en þetta, hélt Guðmundur áfram. Það má sjá umræðu Pepsi Max Stúkunnar um hitann og lætin milli KR og HK í Kórnum í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Hiti og læti í Kórnum Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan KR HK Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Sjá meira
Guðmundur Benediktsson fór yfir hitann í Kórnum með sérfræðingum sínum í Pepsi Max Stúkunni sem að þessu sinni voru Reynir Leósson og Margrét Lára Viðarsdóttir. Fjörið byrjaði snemma leiks því KR-ingurinn Arnþór Ingi Kristinsson var farinn af velli með rautt spjald strax á tólftu mínútu eftir tvö gul spjöld á upphafsmínútum leiksins. „Rúnar (Kristinsson) talaði mikið um að það hafi verið hiti og það er alveg rétt. Þetta byrjaði snemma,“ sagði Guðmundur Benediktsson og fyrst voru tekin fyrir gulu spjöldin hjá Arnþóri Inga. Það fyrra á annarri mínútu en það síðara á þeirri tólftu. „Hér hoppar hann inn í þetta og af hverju veit ég ekki,“ sagði Guðmundur um fyrra rauða spjaldið. „Mér finnst þetta alltof ofsafengið hjá honum, hann lyftir báðum fótum og við vitum það öll sem hafa spilað fótbolta í einhvern tíma að þegar þú kemur inn í návígi með þessum hætti þá er það bara spjald,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. Svo var það seinna gula spjaldið. „Við erum ekki með frábært sjónarhorn á bak við þetta. Elías (Ingi Árnason dómari) stendur þarna í miðjuhringnum og hann virðist strax vera viss í sinni sök,“ sagði Guðmundur. „Mér finnst þetta klaufalegt hjá Arnþóri. Hann bíður upp á þetta því hann er búinn að senda boltann frá sér og þarf ekkert að vera þarna. Hvort hann slengi hendinni í hann eða ekki þá er þetta of mikil áhætta að taka út á miðjum velli þegar það er engin hætta,“ sagði Reynir Leósson. Guðmundur hélt áfram að sýna atvik þar sem mönnum í liðunum lenti saman. „Hér fór allt í band og brjál. Atli Arnarson og Kristinn Jónsson voru í einhverjum handalögmáli. Kiddi fór í grasið. Þeir fengu aukaspyrnu og það fóru einhver þrjú gul spjöld þarna á loft,“ sagði Guðmundur sem sýndi líka frá því þegar rólyndismaðurinn Kristján Finnbogason fékk rauða spjaldið. „Það voru meiri læti en þetta, hélt Guðmundur áfram. Það má sjá umræðu Pepsi Max Stúkunnar um hitann og lætin milli KR og HK í Kórnum í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Hiti og læti í Kórnum
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan KR HK Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Sjá meira