Sagði R. Kelly vera rándýr Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. ágúst 2021 22:58 R. Kelly eins og teiknari sem viðstaddur var réttarhöldin í dag teiknaði hann. AP Photo/Elizabeth Williams Saksóknari í máli bandaríska tónlistarmannsins R. Kelly dró upp mynd af honum sem algjöru rándýri sem krafðist yfirráða yfir þeim fjölmörgu kvenna og stúlkna undir lögaldri sem hann er sakaður um að hafa brotið á. Réttarhöld yfir R.Kelly hófust í New York í Bandaríkjunum í dag þar sem saksóknarar og verjendur lögðu línurnar í réttarsal. Maria Menendez, saksóknari í málinu, sagði Kelly hafi beitt lygum, hótunum og líkamlegu ofbeldi til þess að ná valdi yfir fórnarlömbum sínum, auk þess sem hann hafi oft tekið upp kynferðislegar athafnir sínar með fórnarlömbunum. Verjendur R. Kelly halda því hins vegar fram að ýmsir gallar séu á málflutningi yfirvalda í málinu og að hin meintu fórnarlömb söngvarans séu ekkert annað en óhamingjusamir aðdáendur hans sem vilji ná sér niður á honum þar sem sambönd þeirra við Kelly hafi farið út um þúfur. „Þetta mál snýst um rándýr,“ sagði Melendez. „Ekki frægan einstakling sem finnst gaman að fara í partý“. Vitni sagði Kelly hafa vitað að hún væri aðeins sextán ára Verjandi R. Kelly var á öðru máli og sagði hann samskipti R. Kelly við þá sem sakað hafa hann um kynferðisbrot í málinu hafa verið með samþykki beggja. „Þau vissu nákvæmleg hvað þau voru að fara út í,“ sagði Nicole Blanc Bekker, lögfræðingur hans. Maria Melendez saksóknari í málinu sést hér í forgrunni á þessari teikningu.AP Photo/Elizabeth Williams Réttahöldin munu halda áfram næstu daga þar sem vitni verða kölluð til, þar á meðal þær konur sem sakað hafa hann um að hafa brotið á sér. Ein af þeim sem bar vitni í dag var hin 28 ára gamla Jacinda Pace, sem sagðist hafa kynnst Kelly þegar hún var sextán ára. Þetta hafi hann vitað þar sem hann hafi séð skilríki hennar. Hann hafi hins vegar sagt henni að láta eins og hún væri nítján ára „Hann sagðist ætla að þjálfa mig til þess að fullnægja sér kynferðislega,“ sagði Pace í dómsal í dag. Hún sagðist í fyrstu hafa verið aðdáandi hans og að hún hafi látið húðflúra nafn hans á vinstra brjóst sitt. Hún hafi þó látið hlúðflúra svart hjarta yfir nafn hans eftir að hún batt enda á samskipti þeirra, skömmu eftir að R. Kelly hélt utan um háls hennar þangað til hún missti meðvitund, að eigin sögn. Kelly neitar sök í málinu en réttarhöldin í New York eru ekki þau einu sem R. Kelly stendur í um þessar mundir. Hann hefur einnig verið ákærður fyrir kynferðisbrot í Illinois og Minnesota. MeToo Ofbeldi gegn börnum Bandaríkin Tónlist Mál R. Kelly Tengdar fréttir Táningspiltur bætist í hóp meintra þolenda R. Kelly Saksóknarar í máli tónlistarmannsins R. Kelly hafa nú sakað hann um að hafa átt í kynferðislegu sambandi við ólögráða pilt árið 2006. Pilturinn bætist þar með í hóp þeirra fjölda kvenna sem hafa stigið fram með ásakanir á hendur tónlistarmanninum. 25. júlí 2021 11:07 Réttarhöld yfir R. Kelly hefjast í dag Réttarhöld yfir tónlistarmanninum R. Kelly hefjast í dag með opnunarræðum sóknar- og varnaraðila. Fjöldi kvenna hefur sakað tónlistarmanninn um kynferðisbrot. 18. ágúst 2021 09:41 Segja fanga hafa ráðist á R. Kelly Tónlistarmaðurinn R. Kelly, sem á yfir höfði sér lífstíðardóm vegna ótal ásakana um kynferðisbrot, er sagður hafa orðið fyrir árás samfanga síns á þriðjudag. 28. ágúst 2020 06:28 R. Kelly ákærður fyrir brot gegn annarri unglingsstúlku Stúlkan, sem fannst nýlega, var fjórtán eða fimmtán ára þegar R. Kelly er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn henni seint á 10. áratug síðustu aldar. 15. febrúar 2020 08:55 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Sjá meira
Réttarhöld yfir R.Kelly hófust í New York í Bandaríkjunum í dag þar sem saksóknarar og verjendur lögðu línurnar í réttarsal. Maria Menendez, saksóknari í málinu, sagði Kelly hafi beitt lygum, hótunum og líkamlegu ofbeldi til þess að ná valdi yfir fórnarlömbum sínum, auk þess sem hann hafi oft tekið upp kynferðislegar athafnir sínar með fórnarlömbunum. Verjendur R. Kelly halda því hins vegar fram að ýmsir gallar séu á málflutningi yfirvalda í málinu og að hin meintu fórnarlömb söngvarans séu ekkert annað en óhamingjusamir aðdáendur hans sem vilji ná sér niður á honum þar sem sambönd þeirra við Kelly hafi farið út um þúfur. „Þetta mál snýst um rándýr,“ sagði Melendez. „Ekki frægan einstakling sem finnst gaman að fara í partý“. Vitni sagði Kelly hafa vitað að hún væri aðeins sextán ára Verjandi R. Kelly var á öðru máli og sagði hann samskipti R. Kelly við þá sem sakað hafa hann um kynferðisbrot í málinu hafa verið með samþykki beggja. „Þau vissu nákvæmleg hvað þau voru að fara út í,“ sagði Nicole Blanc Bekker, lögfræðingur hans. Maria Melendez saksóknari í málinu sést hér í forgrunni á þessari teikningu.AP Photo/Elizabeth Williams Réttahöldin munu halda áfram næstu daga þar sem vitni verða kölluð til, þar á meðal þær konur sem sakað hafa hann um að hafa brotið á sér. Ein af þeim sem bar vitni í dag var hin 28 ára gamla Jacinda Pace, sem sagðist hafa kynnst Kelly þegar hún var sextán ára. Þetta hafi hann vitað þar sem hann hafi séð skilríki hennar. Hann hafi hins vegar sagt henni að láta eins og hún væri nítján ára „Hann sagðist ætla að þjálfa mig til þess að fullnægja sér kynferðislega,“ sagði Pace í dómsal í dag. Hún sagðist í fyrstu hafa verið aðdáandi hans og að hún hafi látið húðflúra nafn hans á vinstra brjóst sitt. Hún hafi þó látið hlúðflúra svart hjarta yfir nafn hans eftir að hún batt enda á samskipti þeirra, skömmu eftir að R. Kelly hélt utan um háls hennar þangað til hún missti meðvitund, að eigin sögn. Kelly neitar sök í málinu en réttarhöldin í New York eru ekki þau einu sem R. Kelly stendur í um þessar mundir. Hann hefur einnig verið ákærður fyrir kynferðisbrot í Illinois og Minnesota.
MeToo Ofbeldi gegn börnum Bandaríkin Tónlist Mál R. Kelly Tengdar fréttir Táningspiltur bætist í hóp meintra þolenda R. Kelly Saksóknarar í máli tónlistarmannsins R. Kelly hafa nú sakað hann um að hafa átt í kynferðislegu sambandi við ólögráða pilt árið 2006. Pilturinn bætist þar með í hóp þeirra fjölda kvenna sem hafa stigið fram með ásakanir á hendur tónlistarmanninum. 25. júlí 2021 11:07 Réttarhöld yfir R. Kelly hefjast í dag Réttarhöld yfir tónlistarmanninum R. Kelly hefjast í dag með opnunarræðum sóknar- og varnaraðila. Fjöldi kvenna hefur sakað tónlistarmanninn um kynferðisbrot. 18. ágúst 2021 09:41 Segja fanga hafa ráðist á R. Kelly Tónlistarmaðurinn R. Kelly, sem á yfir höfði sér lífstíðardóm vegna ótal ásakana um kynferðisbrot, er sagður hafa orðið fyrir árás samfanga síns á þriðjudag. 28. ágúst 2020 06:28 R. Kelly ákærður fyrir brot gegn annarri unglingsstúlku Stúlkan, sem fannst nýlega, var fjórtán eða fimmtán ára þegar R. Kelly er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn henni seint á 10. áratug síðustu aldar. 15. febrúar 2020 08:55 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Sjá meira
Táningspiltur bætist í hóp meintra þolenda R. Kelly Saksóknarar í máli tónlistarmannsins R. Kelly hafa nú sakað hann um að hafa átt í kynferðislegu sambandi við ólögráða pilt árið 2006. Pilturinn bætist þar með í hóp þeirra fjölda kvenna sem hafa stigið fram með ásakanir á hendur tónlistarmanninum. 25. júlí 2021 11:07
Réttarhöld yfir R. Kelly hefjast í dag Réttarhöld yfir tónlistarmanninum R. Kelly hefjast í dag með opnunarræðum sóknar- og varnaraðila. Fjöldi kvenna hefur sakað tónlistarmanninn um kynferðisbrot. 18. ágúst 2021 09:41
Segja fanga hafa ráðist á R. Kelly Tónlistarmaðurinn R. Kelly, sem á yfir höfði sér lífstíðardóm vegna ótal ásakana um kynferðisbrot, er sagður hafa orðið fyrir árás samfanga síns á þriðjudag. 28. ágúst 2020 06:28
R. Kelly ákærður fyrir brot gegn annarri unglingsstúlku Stúlkan, sem fannst nýlega, var fjórtán eða fimmtán ára þegar R. Kelly er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn henni seint á 10. áratug síðustu aldar. 15. febrúar 2020 08:55