Eternals er nýr hópur ofurhetja í kvikmyndasöguheimi Marvel. Eternals gerist strax í kjölfarið á Avengers Endgame og fjallar um hóp ódauðlegra ofurvera sem farið hafa leynt á jörðinni í þúsundir ára.
Margir bíða spenntir eftir kvikmyndinni en á meðal leikara eru ásamt Jolie þau Salma Hayek, Kit Harington, Richard Madden, Gemma Chan, Kumail Nanjiani og Brian Tyree Henry. Frumsýning er 5. nóvember næstkomandi en myndina átti upprunalega að sýna í nóvember í fyrra.
„Við höfum elskað þetta fólk síðan við komum hingað. Ef þú elskar eitthvað, þá verndar þú það,“ segir Angelina Jolie í stiklunni, sem sjá má hér fyrir neðan.