Hefur farið í áttatíu og níu skimanir og sú hundraðasta á döfinni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. ágúst 2021 18:00 Jóhannes Haukur Jóhannesson á líklega Íslandsmet í Covid-19 skimunum. Vísir/Vilhelm Líklega hafa fáir Íslendingar farið í fleiri skimanir vegna Covid-19 en leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson. Hann fór í 89. skimunina í dag og reiknast honum til að hann fari í skimun númer eitt hundrað þann 3. september. Hann hefur sloppið við Covid-19 hingað til en óttast reyndar að hann hafi storkað örlögunum með því að ræða þennan mikla fjölda skimana sem hann hefur farið í. Jóhannes Haukur greindi frá þessum mikla fjölda skimuna á Twitter í gær en þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis á Bylgjunni gripu hann í viðtal af þessu tilefni í dag. Tek skimun númer 89 á morgun. Kórónan hefur ekki enn náð mér. Ætla að halda uppá hundruðustu skimun með hálsbrjóstsykri og reykelsi. Tríta kokið og nefgöngin aðeins. They've earned it.— Jóhannes Haukur (@johanneshaukur) August 18, 2021 Ástæðan fyrir þessum gríðarlega fjölda skimana er sú að Jóhannes Haukur er við tökur á þáttunum Vikings:Valhalla á Írlandi, þar sem leikarahópurinn er skimaður fimm sinum í viku. Því veit Jóhannes upp á hár hvenær sýnataka númer 100 verður. „Mér reiknast til að ég fari í númer 100 þann 3. september,“ sagði Jóhannes Haukur en svo heppilega vill til að hann er einmitt í fríi frá tökum þann daginn. Því hefur hann einnig ákveðnar hugmyndir um hvernig best sé að fagna þessum áfanga. „Ég er hérna í bæ sem heitir Greystones rétt fyrir utan Dublin. Þetta er rosalega svona hippabær. Það er voða mikið af vegan-veitingastöðum og allir í sjósundi. Svo eru einhverjar svona hippa-búðir. Ég er að spá í að kaupa eitthvað gott reykelsi og fá mér kannski hálsbrjóstsykur og leika aðeins við nefholurnar og kokið,“ sagði Jóhannes Haukur. Ekki sömu pinnarnir Aðspurður að því hvort sýnatökurnar væru eins á Írlandi og hérna á Íslandi sagði Jóhannes Haukur að munurinn fælist helst í sýnatökupinnunum sjálfum. „Ég tók eftir því að pinnarnir sem eru notaðir heima eru öðruvísi en þeir sem eru notaðir hérna. Þeir eru einhvern veginn mjórri og stinnari. Hérna eru þeir aðeuns þykkari og virðast vera lausari í sér. Svo eru mismunandi útgáfur af testinu. Þeir eru hættir því hérna að fara þarna lengst aftur í kok í gegnum nefið. Núna fara þeir í kokið í gegnum munninn og svo strjúka þeir svona sitt hvora nösina í tíu til fimmtán sekúndur. Þetta tekur aðeins lengri tíma. Þetta fer ekki alveg lengst upp í nefið,“ sagði Jóhannes Haukur. Í viðtalinu kom fram að Jóhannes Haukur hefur hingað til fengið neikvæða niðurstöðu úr öllum sýnatökunum 89, en hann sagðist reyndar mögulega vera búinn að storka örlögunum með því að ræða skimanirnar á léttu nótunum, „Nú er ég kannski búinn að jinxa þetta. Af því að ég er að tala um þetta, ég get ekki bara haldið kjafti þá fæ ég þetta. Það er pottþétt svoleiðis,“ sagði hann hlæjandi að lokum. Jóhannes Haukur er sem fyrr segir við tökur á þáttunum Vikings:Valhalla, þætti sem gerast 100 árum á eftir Vikings-þáttunum vinsælu. Þar leikur Jóhannes Haukur hlutverk Ólafs digra, sem var konungur Noregs á 11. öld. Í viðtalinu má heyra Jóhannes Hauk ræða nánar um hlutverkið og þættina sem verða sýndir á Netflix innan tíðar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Jóhannes Haukur í nýjum víkingaþáttum Netflix Netflix hefur nú tilkynnt aðalleikarana í nýjum víkingaþáttum, Vikings: Valhalla en þar má meðal annars finna leikarann Jóhannes Hauk Jóhannesson sem hefur slegið í gegn sem leikari á erlendri grundu. 26. janúar 2021 15:31 Hefur farið í fjörutíu skimanir: „Gefið mér rússneska kokteilinn ef hann er í boði“ Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari hefur gert það gott erlendis á undanförnum misserum er orðinn einn þekktasti leikari Íslands á erlendri grundu. 19. janúar 2021 11:31 Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Sjá meira
Jóhannes Haukur greindi frá þessum mikla fjölda skimuna á Twitter í gær en þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis á Bylgjunni gripu hann í viðtal af þessu tilefni í dag. Tek skimun númer 89 á morgun. Kórónan hefur ekki enn náð mér. Ætla að halda uppá hundruðustu skimun með hálsbrjóstsykri og reykelsi. Tríta kokið og nefgöngin aðeins. They've earned it.— Jóhannes Haukur (@johanneshaukur) August 18, 2021 Ástæðan fyrir þessum gríðarlega fjölda skimana er sú að Jóhannes Haukur er við tökur á þáttunum Vikings:Valhalla á Írlandi, þar sem leikarahópurinn er skimaður fimm sinum í viku. Því veit Jóhannes upp á hár hvenær sýnataka númer 100 verður. „Mér reiknast til að ég fari í númer 100 þann 3. september,“ sagði Jóhannes Haukur en svo heppilega vill til að hann er einmitt í fríi frá tökum þann daginn. Því hefur hann einnig ákveðnar hugmyndir um hvernig best sé að fagna þessum áfanga. „Ég er hérna í bæ sem heitir Greystones rétt fyrir utan Dublin. Þetta er rosalega svona hippabær. Það er voða mikið af vegan-veitingastöðum og allir í sjósundi. Svo eru einhverjar svona hippa-búðir. Ég er að spá í að kaupa eitthvað gott reykelsi og fá mér kannski hálsbrjóstsykur og leika aðeins við nefholurnar og kokið,“ sagði Jóhannes Haukur. Ekki sömu pinnarnir Aðspurður að því hvort sýnatökurnar væru eins á Írlandi og hérna á Íslandi sagði Jóhannes Haukur að munurinn fælist helst í sýnatökupinnunum sjálfum. „Ég tók eftir því að pinnarnir sem eru notaðir heima eru öðruvísi en þeir sem eru notaðir hérna. Þeir eru einhvern veginn mjórri og stinnari. Hérna eru þeir aðeuns þykkari og virðast vera lausari í sér. Svo eru mismunandi útgáfur af testinu. Þeir eru hættir því hérna að fara þarna lengst aftur í kok í gegnum nefið. Núna fara þeir í kokið í gegnum munninn og svo strjúka þeir svona sitt hvora nösina í tíu til fimmtán sekúndur. Þetta tekur aðeins lengri tíma. Þetta fer ekki alveg lengst upp í nefið,“ sagði Jóhannes Haukur. Í viðtalinu kom fram að Jóhannes Haukur hefur hingað til fengið neikvæða niðurstöðu úr öllum sýnatökunum 89, en hann sagðist reyndar mögulega vera búinn að storka örlögunum með því að ræða skimanirnar á léttu nótunum, „Nú er ég kannski búinn að jinxa þetta. Af því að ég er að tala um þetta, ég get ekki bara haldið kjafti þá fæ ég þetta. Það er pottþétt svoleiðis,“ sagði hann hlæjandi að lokum. Jóhannes Haukur er sem fyrr segir við tökur á þáttunum Vikings:Valhalla, þætti sem gerast 100 árum á eftir Vikings-þáttunum vinsælu. Þar leikur Jóhannes Haukur hlutverk Ólafs digra, sem var konungur Noregs á 11. öld. Í viðtalinu má heyra Jóhannes Hauk ræða nánar um hlutverkið og þættina sem verða sýndir á Netflix innan tíðar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Jóhannes Haukur í nýjum víkingaþáttum Netflix Netflix hefur nú tilkynnt aðalleikarana í nýjum víkingaþáttum, Vikings: Valhalla en þar má meðal annars finna leikarann Jóhannes Hauk Jóhannesson sem hefur slegið í gegn sem leikari á erlendri grundu. 26. janúar 2021 15:31 Hefur farið í fjörutíu skimanir: „Gefið mér rússneska kokteilinn ef hann er í boði“ Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari hefur gert það gott erlendis á undanförnum misserum er orðinn einn þekktasti leikari Íslands á erlendri grundu. 19. janúar 2021 11:31 Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Sjá meira
Jóhannes Haukur í nýjum víkingaþáttum Netflix Netflix hefur nú tilkynnt aðalleikarana í nýjum víkingaþáttum, Vikings: Valhalla en þar má meðal annars finna leikarann Jóhannes Hauk Jóhannesson sem hefur slegið í gegn sem leikari á erlendri grundu. 26. janúar 2021 15:31
Hefur farið í fjörutíu skimanir: „Gefið mér rússneska kokteilinn ef hann er í boði“ Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari hefur gert það gott erlendis á undanförnum misserum er orðinn einn þekktasti leikari Íslands á erlendri grundu. 19. janúar 2021 11:31