Nær lagi að Sjálfstæðisflokkurinn sameinist VG Snorri Másson skrifar 19. ágúst 2021 22:15 Sigmar Guðmundsson er í öðru sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Viðreisn Sigmar Guðmundsson, fjölmiðlamaður og frambjóðandi Viðreisnar, telur að nær lagi sé að spyrja Bjarna Benediktsson hvort Sjálfstæðisflokkurinn vilji sameinast Vinstri grænum frekar en Viðreisn. Hugmyndin um sameiningu Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar var rædd í þætti Páls Magnússonar þingmanns á Hringbraut í gær, þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar tókst á við Bjarna Benediktsson. Í því samtali kvaðst Þorgerður ekki útiloka sameiningu við sinn gamla flokk – það er að segja, ef hann gjörbreyttist. Sigmar segir þetta einfaldlega stórfurðulega hugmynd í uppfærslu á Facebook og að því sé eðlilegt að báðir formennirnir hafi tekið henni fálega. „Páll hefði miklu frekar átt að spyrja Bjarna,“ skrifar Sigmar, „hvort til greina kæmi að Sjálfstæðisflokkurinn myndi sameinast VG, því í seinni tíð sér maður ekki mun á þessum flokkum, til að mynda í heilbrigðismálum. Og þegar Bjarni fullyrðir að það versta sem geti gerst eftir kosningar sé að mynduð verði vinstri stjórn, þá mætti hann hafa í huga að af öllum þeim flokkum sem hann gat starfað með eftir síðustu kosningar, valdi hann þann sem þá var lengst til vinstri.“ Evrópusambandið bara dægurmál? Sigmar lýsir því sem hann telur vera djúpa málefnagjá á milli Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks. Þar nefnir hann sjávarútveg, landbúnað, ESB, innflytjendamál, gjaldmiðilinn, heilbrigðismál, og jafnt vægi atkvæða. Síðan segir hann að gjáin hafi enn dýpkað „þegar frambjóðandi XD kallaði stærsta anga íslenskra efnahagsmála „dægurmál“.“ Þar vísar Sigmar í orð Berglindar Óskar Guðmundsdóttur, sem er í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi, sem skrifaði í Morgunblaðið í síðustu viku að Viðreisnarfólki liði best í „umræðum um aðild að Evrópusambandinu og álíka dægurmál.“ Ásamt því sem Sigmar gerir hér ljóst að hann kæri sig ekki um þessa smættun Evrópumálanna af hálfu Sjálfstæðismanna, hefur Ingvar Þóróddsson, frambjóðandi Viðreisnar í Norðausturkjördæmi, svarað grein mótframbjóðanda síns Berglindar lið fyrir lið í svargrein í Morgunblaðinu, sem birtist í dag. Þar skrifar Ingvar: „Mér þykir sorglegt að heyra að frambjóðanda til Alþingis þyki vaxtakostnaður heimilanna, rekstrarumhverfi nýsköpunarfyrirtækja, réttindi og val neytenda og auknir útflutningsmöguleikar í sjávarútvegi, svo fátt eitt sé nefnt, einungis dægurmál en ekki raunveruleg stefnumál.“ Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Evrópusambandið Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Hugmyndin um sameiningu Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar var rædd í þætti Páls Magnússonar þingmanns á Hringbraut í gær, þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar tókst á við Bjarna Benediktsson. Í því samtali kvaðst Þorgerður ekki útiloka sameiningu við sinn gamla flokk – það er að segja, ef hann gjörbreyttist. Sigmar segir þetta einfaldlega stórfurðulega hugmynd í uppfærslu á Facebook og að því sé eðlilegt að báðir formennirnir hafi tekið henni fálega. „Páll hefði miklu frekar átt að spyrja Bjarna,“ skrifar Sigmar, „hvort til greina kæmi að Sjálfstæðisflokkurinn myndi sameinast VG, því í seinni tíð sér maður ekki mun á þessum flokkum, til að mynda í heilbrigðismálum. Og þegar Bjarni fullyrðir að það versta sem geti gerst eftir kosningar sé að mynduð verði vinstri stjórn, þá mætti hann hafa í huga að af öllum þeim flokkum sem hann gat starfað með eftir síðustu kosningar, valdi hann þann sem þá var lengst til vinstri.“ Evrópusambandið bara dægurmál? Sigmar lýsir því sem hann telur vera djúpa málefnagjá á milli Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks. Þar nefnir hann sjávarútveg, landbúnað, ESB, innflytjendamál, gjaldmiðilinn, heilbrigðismál, og jafnt vægi atkvæða. Síðan segir hann að gjáin hafi enn dýpkað „þegar frambjóðandi XD kallaði stærsta anga íslenskra efnahagsmála „dægurmál“.“ Þar vísar Sigmar í orð Berglindar Óskar Guðmundsdóttur, sem er í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi, sem skrifaði í Morgunblaðið í síðustu viku að Viðreisnarfólki liði best í „umræðum um aðild að Evrópusambandinu og álíka dægurmál.“ Ásamt því sem Sigmar gerir hér ljóst að hann kæri sig ekki um þessa smættun Evrópumálanna af hálfu Sjálfstæðismanna, hefur Ingvar Þóróddsson, frambjóðandi Viðreisnar í Norðausturkjördæmi, svarað grein mótframbjóðanda síns Berglindar lið fyrir lið í svargrein í Morgunblaðinu, sem birtist í dag. Þar skrifar Ingvar: „Mér þykir sorglegt að heyra að frambjóðanda til Alþingis þyki vaxtakostnaður heimilanna, rekstrarumhverfi nýsköpunarfyrirtækja, réttindi og val neytenda og auknir útflutningsmöguleikar í sjávarútvegi, svo fátt eitt sé nefnt, einungis dægurmál en ekki raunveruleg stefnumál.“
Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Evrópusambandið Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira