Freyja laumaði sér inn í viðtal Morning Chalk Up við Anníe Mist og stal senunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2021 08:30 Justin LoFranco og Anníe Mist Þórisdóttir ræða málin en Freyja Mist er þarna nýbúin að gera eitthvað fyndið og fá þau bæði til að hlæja. Skjámynd/Youtube Anníe Mist lokar ekki á það að mæta á heimsleikana í CrossFit á næsta ári. Hún gerði upp heimsleikana og ræddi framtíðina í viðtali við Justin LoFranco hjá Morning Chalk Up. Þetta var erfitt og óvenjulegt ár hjá Anníe Mist eins og hún hefur oft rætt um. Hún eignaðist barn 10. ágúst 2020 en fæðingin var mjög erfið og Anníe missti mikið blóð. Það gerði fyrstu mánuðina eftir fæðinguna mjög erfiða ekki síst fyrir íþróttkonu sem ætlaði sér að keppa við þær hraustust í heimi nokkrum mánuðum síðar. Eins og allir vita gerði hún miklu meira en að keppa á heimsleiknum því hún komst á verðlaunapallinn í sjötta sinn á sínum ferli. Magnaður árangur sem hefur vakið mikla athygli erlendis, líka utan CrossFit heimsins. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Anníe fór að sjálfsögðu yfir þetta allt saman í viðtalinu en hún ræddi líka ákvörðunina að fara til Bandaríkjanna án dóttur sinnar sem var líka mjög erfið ákvörðun fyrir hana. „Það var erfiðara að skilja hana eftir en ég bjóst við. Mér fannst það stundum svolítið kjánalegt þegar konur áttu erfitt með að skilja börnin sín eftir í smá tíma. Ekki það að ég sé að dæma þær en þá bjóst ég ekki við að líða þannig,“ sagði Anníe Mist. Freyja Mist varð eftir hjá foreldrum hennar en Frederik Ægidius fór með Anníe út. Fyrstu heimsleikarnir sem foreldrarnir voru ekki í stúkunni Þetta var þannig í fyrsta sinn sem Anníe keppti á heimsleikunum án þess að foreldrar hennar væru í stúkunni. „Ég vildi ekki hugsa út í þetta í aðdraganda leikanna og var alltaf vongóð um að allir gætu komist með út, annað hvort myndi Bandaríkin opna eða að við fengjum öll vegabréfsáritun. Ég vildi ekki hugsa um það því þá færi ég bara að gráta,“ sagði Anníe. „Þegar kom að þessu þá ætlaði ég bara að harka af mér. Ég sagði samt við Frederik í flugvélinni á leiðinni út að ef ég vildi fara heim á morgun þá þyrftum við að fara heim á morgun. Hann sagði: Já, ég veit það,“ sagði Anníe. watch on YouTube „Ég hugsaði um þetta eins og eina langa helgi því foreldrar mínir höfðu einu sinni verið með hana yfir eina helgi þegar ég keppti í undanúrslitunum. Þá var ég bara í burtu í tvær nætur og það var erfitt. Þá tók ég bara eina nótt í einu. Ég hugsaði: Ég get þetta í eina helgi, svo breytti ég því í eina langa helgi og svo í viku. Þá var bara vika eftir og ég vissi líka að hún hefði ekki haft gaman af því að vera úti á heimsleikunum því ég hefði ekkert getað verið með henni,“ sagði Anníe. Of erfitt að tala við Köru sem var í sömu stöðu „Þetta var erfiðara en ég bjóst við og ég þurfti að fá að tala við hana á hverjum morgni og var alltaf að horfa á myndbönd með henni. Þetta var ný staða fyrir mig,“ sagði Anníe. Anníe sagði líka að hún og Kara Saunders frá Ástralíu, sem þurfti líka að skilja dóttur sína eftir heima, töldu það réttast að ræða ekki mikið móðurtilfinningarnar í miðri keppni. Þær táruðust nefnilega um leið sem gerði slíkt tal svo miklu erfiðara. Anníe viðurkenndi samt í viðtalinu að staða Köru hefði verið allt önnur og erfiðari enda fékk Kara dóttur sína ekki í fangið fyrr en fimmtán dögum eftir að Anníe og Freyja voru sameinaðar á ný. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Umrædd Freyja Mist laumaði sér síðan inn í viðtalið undir lokin og einmitt þegar Anníe var að ræða framtíðina sína. Freyja stal auðvitað senunni enda lítur út fyrir það að hún sé jafn hress og glaðvær og móðir sín. Justin LoFranco spurði Anníe út í framhaldið en hún ætlar líklega næst að keppa á Rogue Invitational mótinu sem fer fram í nágrenni Austin í Texas fylki 29. til 31. október næstkomandi. Allt fer það eftir því hvernig henni líði þegar hún byrjar á fullu að æfa aftur. En verður Anníe með á næstu heimsleikunum? Hefur ekki ákveðið neitt „Ég hef ekki tekið neina ákvörðun. Frá árinu 2013 þá hef ég alltaf tekið bara eitt ár i einu og það verður eins núna. Ef þetta ár verður eins og hin þá sérðu mig aftur á heimsleikunum því mér líður vel. Ég elska að æfa og mér leið mjög vel bæði líkamlega og andlega eftir þessa heimsleika. Hver veit en þú sérð mig líklega þar,“ sagði Anníe. Freyja Mist fékk bæði mömmu sína og Justin til að brosa út að eyrum enda hafði hún gaman af því að sjá sig á skjánum. Hér fyrir ofan má sjá allt viðtalið en hér fyrir neðan er þegar Freyja Mist kemur inn í viðtalið. CrossFit Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Sjá meira
Þetta var erfitt og óvenjulegt ár hjá Anníe Mist eins og hún hefur oft rætt um. Hún eignaðist barn 10. ágúst 2020 en fæðingin var mjög erfið og Anníe missti mikið blóð. Það gerði fyrstu mánuðina eftir fæðinguna mjög erfiða ekki síst fyrir íþróttkonu sem ætlaði sér að keppa við þær hraustust í heimi nokkrum mánuðum síðar. Eins og allir vita gerði hún miklu meira en að keppa á heimsleiknum því hún komst á verðlaunapallinn í sjötta sinn á sínum ferli. Magnaður árangur sem hefur vakið mikla athygli erlendis, líka utan CrossFit heimsins. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Anníe fór að sjálfsögðu yfir þetta allt saman í viðtalinu en hún ræddi líka ákvörðunina að fara til Bandaríkjanna án dóttur sinnar sem var líka mjög erfið ákvörðun fyrir hana. „Það var erfiðara að skilja hana eftir en ég bjóst við. Mér fannst það stundum svolítið kjánalegt þegar konur áttu erfitt með að skilja börnin sín eftir í smá tíma. Ekki það að ég sé að dæma þær en þá bjóst ég ekki við að líða þannig,“ sagði Anníe Mist. Freyja Mist varð eftir hjá foreldrum hennar en Frederik Ægidius fór með Anníe út. Fyrstu heimsleikarnir sem foreldrarnir voru ekki í stúkunni Þetta var þannig í fyrsta sinn sem Anníe keppti á heimsleikunum án þess að foreldrar hennar væru í stúkunni. „Ég vildi ekki hugsa út í þetta í aðdraganda leikanna og var alltaf vongóð um að allir gætu komist með út, annað hvort myndi Bandaríkin opna eða að við fengjum öll vegabréfsáritun. Ég vildi ekki hugsa um það því þá færi ég bara að gráta,“ sagði Anníe. „Þegar kom að þessu þá ætlaði ég bara að harka af mér. Ég sagði samt við Frederik í flugvélinni á leiðinni út að ef ég vildi fara heim á morgun þá þyrftum við að fara heim á morgun. Hann sagði: Já, ég veit það,“ sagði Anníe. watch on YouTube „Ég hugsaði um þetta eins og eina langa helgi því foreldrar mínir höfðu einu sinni verið með hana yfir eina helgi þegar ég keppti í undanúrslitunum. Þá var ég bara í burtu í tvær nætur og það var erfitt. Þá tók ég bara eina nótt í einu. Ég hugsaði: Ég get þetta í eina helgi, svo breytti ég því í eina langa helgi og svo í viku. Þá var bara vika eftir og ég vissi líka að hún hefði ekki haft gaman af því að vera úti á heimsleikunum því ég hefði ekkert getað verið með henni,“ sagði Anníe. Of erfitt að tala við Köru sem var í sömu stöðu „Þetta var erfiðara en ég bjóst við og ég þurfti að fá að tala við hana á hverjum morgni og var alltaf að horfa á myndbönd með henni. Þetta var ný staða fyrir mig,“ sagði Anníe. Anníe sagði líka að hún og Kara Saunders frá Ástralíu, sem þurfti líka að skilja dóttur sína eftir heima, töldu það réttast að ræða ekki mikið móðurtilfinningarnar í miðri keppni. Þær táruðust nefnilega um leið sem gerði slíkt tal svo miklu erfiðara. Anníe viðurkenndi samt í viðtalinu að staða Köru hefði verið allt önnur og erfiðari enda fékk Kara dóttur sína ekki í fangið fyrr en fimmtán dögum eftir að Anníe og Freyja voru sameinaðar á ný. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Umrædd Freyja Mist laumaði sér síðan inn í viðtalið undir lokin og einmitt þegar Anníe var að ræða framtíðina sína. Freyja stal auðvitað senunni enda lítur út fyrir það að hún sé jafn hress og glaðvær og móðir sín. Justin LoFranco spurði Anníe út í framhaldið en hún ætlar líklega næst að keppa á Rogue Invitational mótinu sem fer fram í nágrenni Austin í Texas fylki 29. til 31. október næstkomandi. Allt fer það eftir því hvernig henni líði þegar hún byrjar á fullu að æfa aftur. En verður Anníe með á næstu heimsleikunum? Hefur ekki ákveðið neitt „Ég hef ekki tekið neina ákvörðun. Frá árinu 2013 þá hef ég alltaf tekið bara eitt ár i einu og það verður eins núna. Ef þetta ár verður eins og hin þá sérðu mig aftur á heimsleikunum því mér líður vel. Ég elska að æfa og mér leið mjög vel bæði líkamlega og andlega eftir þessa heimsleika. Hver veit en þú sérð mig líklega þar,“ sagði Anníe. Freyja Mist fékk bæði mömmu sína og Justin til að brosa út að eyrum enda hafði hún gaman af því að sjá sig á skjánum. Hér fyrir ofan má sjá allt viðtalið en hér fyrir neðan er þegar Freyja Mist kemur inn í viðtalið.
CrossFit Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Sjá meira