Smit greindist í röðum KR-inga í vikunni sem leiddi til frestunarinnar þar sem allt liðið þurfti að fara í sóttkví. Í þeirri sóttkví verða KR-ingar fram á mánudag þegar þeir fara í skimun.
Komi ekki fleiri smit fram á mánudaginn geta þeir hafið æfingar að nýju og spilað við Skagamenn á miðvikudag.
KR er í 5. sæti deildarinnar með 29 stig og eygir veika von um Evrópusæti. KA er stigi ofar og Breiðablik þremur stigum á undan KR en Blikar og KA eiga innbyrðis viðureign inni.
Skagamenn berjast fyrir tilverurétti sínum í efstu deild en liðið situr á botni deildarinnar með tólf stig, fjórum frá öruggu sæti.
Tveir leikir eru á dagskrá í Pepsi Max-deild karla á morgun. Leikur Keflavíkur og FH er klukkan 14:00 og verður í beinni útsendingu á stod2.is og í Stöð 2-appinu.
Svo mætir Breiðablik liði KA í mikilvægum leik í efri hluta deildarinnar klukkan 16:15 og hefst bein útsending með upphitun klukkan 15:45 á Stöð 2 Sport.

Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.