Gæsaveiðin hófst í gær Karl Lúðvíksson skrifar 21. ágúst 2021 13:50 Gæsaveiðin hófst í gær mynd/Arnór Þórir Sigfússon Gæsaveiðitímabilið hófst í gær og það var eins og venjulega á fyrsta degi ansi fjölmennt á vinsælum veiðislóðum Skyttur landsins voru búnar að bíða eftir þessum degi með mikilli eftirvæntingu eins og venjulega og þær fréttir sem við höfum af fyrsta morgunfluginu í morgun eru yfirleitt ágætar. Flestir sem við höfum heyrt frá gerðu fínt skytterí í morgunsárið en samkvæmt hefðinni vill enginn segja frá því hvar skotið var. Ástæðan fyrir þessu er einfaldlega sú að þegar skyttur hafa fundið góðar tjarnir eða staði fyrir gæs þá verður fljótt mikill átroðningur af mönnum þegar það spyrst út að veiðin sé góð. Nú þegar eru nokkur svæði, til að mynda við Blöndulón, Laka og á ákveðnum svæðum við Kárahjúka það mikið sótt að það má telja bíla á litlum svæðum í tugum á góðum degi. En tímabilið var bara að byrja og heiðagæsastofninn er í góðum málum en það sama verður ekki sagt um grágæsastofninn samkvæmt talningu. Skyttur landsins eru beðnir um að sækja frekar í heiðagæsina á þessu ári enda er nóg af henni. Skotveiði Mest lesið Laxá á Ásum er besta á sumarsins Veiði Tafir á smíði veiðihúss við Miðá Veiði Stefnir í gott veður síðustu helgina í rjúpu Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Refaveiðar í uppáhaldi hjá Maríu Veiði Fyrstu laxarnir mættir! Veiði SVFR gerir nýjan samning um Haukadalsá Veiði Laxinn að taka á Bíldsfelli Veiði Eitthvað laust af góðum veiðileyfum Veiði Kynning á Laxárdalnum hjá SVFR Veiði
Skyttur landsins voru búnar að bíða eftir þessum degi með mikilli eftirvæntingu eins og venjulega og þær fréttir sem við höfum af fyrsta morgunfluginu í morgun eru yfirleitt ágætar. Flestir sem við höfum heyrt frá gerðu fínt skytterí í morgunsárið en samkvæmt hefðinni vill enginn segja frá því hvar skotið var. Ástæðan fyrir þessu er einfaldlega sú að þegar skyttur hafa fundið góðar tjarnir eða staði fyrir gæs þá verður fljótt mikill átroðningur af mönnum þegar það spyrst út að veiðin sé góð. Nú þegar eru nokkur svæði, til að mynda við Blöndulón, Laka og á ákveðnum svæðum við Kárahjúka það mikið sótt að það má telja bíla á litlum svæðum í tugum á góðum degi. En tímabilið var bara að byrja og heiðagæsastofninn er í góðum málum en það sama verður ekki sagt um grágæsastofninn samkvæmt talningu. Skyttur landsins eru beðnir um að sækja frekar í heiðagæsina á þessu ári enda er nóg af henni.
Skotveiði Mest lesið Laxá á Ásum er besta á sumarsins Veiði Tafir á smíði veiðihúss við Miðá Veiði Stefnir í gott veður síðustu helgina í rjúpu Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Refaveiðar í uppáhaldi hjá Maríu Veiði Fyrstu laxarnir mættir! Veiði SVFR gerir nýjan samning um Haukadalsá Veiði Laxinn að taka á Bíldsfelli Veiði Eitthvað laust af góðum veiðileyfum Veiði Kynning á Laxárdalnum hjá SVFR Veiði