Dæmd fyrir hatursglæp fyrir að keyra á tvö þeldökk börn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. ágúst 2021 16:15 Nicole Poole Franklin var dæmd í tuttugu og fimm ára fangelsi fyrir að hafa framið hatursglæpi. Skjáskot Kona frá Iowa hefur verið dæmd í 25 ára fangelsi fyrir að hafa framið hatursglæp. Konan gerðist sek um tilraun til manndráps gegn tveimur börnum af afrískum eða miðausturlenskum uppruna með því að keyra á þau viljandi. Konan hélt að börnin væru frá Mexíkó. Nicole Poole Franklin var á fimmtudag dæmd í 304 mánaða fangelsi af alríkisdómara. Það þýðir jafnframt að hún mun afplána dóminn í alríkisfangelsi, en þar er iðulega töluvert meiri löggæsla en í öðrum fangelsum. CNN greinir frá. Franklin fær að afplána árin 25 samtímis 17 og hálfs árs dómi sem hún hlaut í apríl fyrir morðtilraun. Hún játaði í apríl að hafa gerst sek um tvö brot gegn lögum um hatursglæpi. Franklin sem er 43 ára gömul, ók bíl sínum um bæinn Des Moines í Iowa þann 9. desember 2019, þegar hún sá tólf ára gamlan dreng ganga með ættingja sínum og ákvað að keyra á drenginn. Ástæðan: Hún taldi að hann væri af miðausturlenskum eða afrískum uppruna að sögn saksóknara. Árásin náðist á myndbandsupptöku og segja saksóknarar að á henni sjáist að Franklin hafi viljandi keyrt yfir fótinn á drengnum, sem er svartur, og hafi svo ekið í burtu. Drengurinn slapp við skrekkinn og var lítillega særður. Um klukkustund síðar keyrði Franklin á hina fjórtán ára gömlu Nataliu Miranda, sem var á leið heim af körfuboltaæfingu. Eftir að Franklin var handtekin sagði hún við lögreglumenn að hún hafi keyrt á Miranda vegna þess að hún taldi hana vera frá Mexíkó. Rúmum klukkutíma eftir að hún keyrði á Miranda gekk Franklin berserksgang í verslun þar sem hún kallaði niðrandi ókvæðisorðum að búðarstarfsmönnum og kastaði í þá vörum úr búðinni. Franklin var handtekin stuttu síðar. Fréttin hefur verið uppfærð en upprunalega stóð að konan hefði verið dæmd fyrir morð. Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Erlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Innlent Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Erlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Sjá meira
Nicole Poole Franklin var á fimmtudag dæmd í 304 mánaða fangelsi af alríkisdómara. Það þýðir jafnframt að hún mun afplána dóminn í alríkisfangelsi, en þar er iðulega töluvert meiri löggæsla en í öðrum fangelsum. CNN greinir frá. Franklin fær að afplána árin 25 samtímis 17 og hálfs árs dómi sem hún hlaut í apríl fyrir morðtilraun. Hún játaði í apríl að hafa gerst sek um tvö brot gegn lögum um hatursglæpi. Franklin sem er 43 ára gömul, ók bíl sínum um bæinn Des Moines í Iowa þann 9. desember 2019, þegar hún sá tólf ára gamlan dreng ganga með ættingja sínum og ákvað að keyra á drenginn. Ástæðan: Hún taldi að hann væri af miðausturlenskum eða afrískum uppruna að sögn saksóknara. Árásin náðist á myndbandsupptöku og segja saksóknarar að á henni sjáist að Franklin hafi viljandi keyrt yfir fótinn á drengnum, sem er svartur, og hafi svo ekið í burtu. Drengurinn slapp við skrekkinn og var lítillega særður. Um klukkustund síðar keyrði Franklin á hina fjórtán ára gömlu Nataliu Miranda, sem var á leið heim af körfuboltaæfingu. Eftir að Franklin var handtekin sagði hún við lögreglumenn að hún hafi keyrt á Miranda vegna þess að hún taldi hana vera frá Mexíkó. Rúmum klukkutíma eftir að hún keyrði á Miranda gekk Franklin berserksgang í verslun þar sem hún kallaði niðrandi ókvæðisorðum að búðarstarfsmönnum og kastaði í þá vörum úr búðinni. Franklin var handtekin stuttu síðar. Fréttin hefur verið uppfærð en upprunalega stóð að konan hefði verið dæmd fyrir morð.
Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Erlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Innlent Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Erlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Sjá meira