Þá mætir Líf Magneudóttir borgarfulltrúi og stjórnarformaður Sorpu. Hún ætlar að rjúfa þögnina og fjalla um rekstur Sorpu sem hefur verið harðlega gagnrýndur, ekki síst moltu- og gasgerðarstöðin Gaja sem kostað hefur um 6 milljarða króna.
Ásdís Kristjánsdóttir hjá Samtökum atvinnulífsins ætlar að rökræða við Helgu Völu Helgadóttur, formann velferðarnefndar Alþingis, um sóttvarnir, hugmyndir sóttvarnarlæknis um framtíðina og þá hagsmuni sem ráða eiga næstu vikur og mánuði.
Brynja Dögg Friðriksdóttir kvikmyndagerðarkona starfaði hjá Atlantshafsbandalaginu í Afganistan á árunum 2018 til 2019. Tuttugu ára herseta Vesturveldanna þar eystra er orðin að hreinni sneypuför og hlutskipti almennings í þessu stríðshrjáða landi sem er ekkert minna en nöturlegt. Við heyrum frásögn af vettvangi frá Brynju.