Varar við höfuðböndum eftir að sex vikna barn kafnaði næstum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. ágúst 2021 16:51 Stúlkunni varð sem betur fer ekki meint af. Myndin er ótengd málinu. Getty Sex vikna gömul stúlka kafnaði næstum því á dögunum eftir að höfuðband rann niður af höfði hennar og fyrir vitin. Hjúkrunarfræðingur segir þetta ekki einsdæmi og varar sterklega við því að foreldrar noti slík bönd á ungbörn. „Foreldrarnir verða vör við það að hún er að kúgast og á erfitt með að anda. Þau hlaupa strax til hennar og sjá þá að hárbandið sem hún var með á höfðinu hafði runnið niður og var fyrir vitum hennar, nefi og munni, og barnið náði ekki að anda,“ segir Herdís Storgaard hjúkrunarfræðingur, sem sér um Facebook-síðuna Árvekni – slysavarnir barna. Að sögn Herdísar var stúlkan orðin blá áður en foreldrarnir náðu að fjarlægja hárbandið en þau tóku hana upp, settu á grúfu yfir handlegg og lagaðist þá litarhaft stúlkunnar. Hún var þó enn slöpp svo foreldrarnir fóru með hana á sjúkrahús og mat barnalæknir það svo að stúlkan hafi ekki hlotið mein af. Herdís Storgaard, hjúkrunarfræðingur.Aðsend/Sebastian Storgaard Herdís segir þetta slys ekki einsdæmi. Atvik hafi komið upp í Bretlandi árið 2017 þar sem fjórtán mánaða gömul stúlka lést eftir að hafa kafnað á svona hárbandi. „Þetta er stórhættulegur fatnaður vegna þess að þetta er ekki fest með neinu. Lítil börn, sérstaklega ungbörn, ná ekki að taka þetta sjálf frá vitunum. Það er svo sem ekkert hættulegt við þessi bönd ef barnið er með þetta á meðan foreldrar eru með það í fanginu eða í næsta nágrenni. Vandamálið skapast þegar börn eru með þetta í barnabílstólnum, eru sett út í vagn eða eru með þetta sofandi í sínu rúmi,“ segir Herdís. Hún varar fólk við að láta börn sín hafa svona laus höfuðföt. „Þetta er ekki eins og húfa sem helst á höfðinu þó barnið snúist heldur rennur þetta niður,“ segir Herdís. „Það er þannig með öndun ungbarna, þau eru ofboðslega viðkvæm fyrstu mánuðina og mikil köfnunarhætta fyrsta árið þannig að þetta er hlutur sem margir gera sér ekki grein fyrir. Foreldrunum að sjálfsögðu var mjög brugðið við þetta. Þetta eru ósköp venjulegir foreldrar sem setja þetta á höfuðið á barninu sínu í staðin fyrir húfu.“ Herdís segir erfitt að gera fólki grein fyrir öllum þeim hættum sem stafi að börnum þeirra, sérstaklega þar sem höfuðböndin eru ákveðinn tískufatnaður þessa dagana. Annar tískuklæðnaður sem geti reynst hættulegur séu svokallaðar „benie“ húfur. Það eru húfur sem eru nokkuð stórar og hanga yfirleitt fram af hnakkanum. „Þessi klæðnaður varð til þess að barn í Svíþjóð dó næstum því. Það var með svona „benie“ var í barnabílstól og hreyfði sig þannig að húfan féll fram af því að hún er svo löng. Hún fór fyrir vit á barninu. Þau eru svo lítil og það þarf svo lítið til að eitthvað komi upp á,“ segir Herdís. Börn og uppeldi Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
„Foreldrarnir verða vör við það að hún er að kúgast og á erfitt með að anda. Þau hlaupa strax til hennar og sjá þá að hárbandið sem hún var með á höfðinu hafði runnið niður og var fyrir vitum hennar, nefi og munni, og barnið náði ekki að anda,“ segir Herdís Storgaard hjúkrunarfræðingur, sem sér um Facebook-síðuna Árvekni – slysavarnir barna. Að sögn Herdísar var stúlkan orðin blá áður en foreldrarnir náðu að fjarlægja hárbandið en þau tóku hana upp, settu á grúfu yfir handlegg og lagaðist þá litarhaft stúlkunnar. Hún var þó enn slöpp svo foreldrarnir fóru með hana á sjúkrahús og mat barnalæknir það svo að stúlkan hafi ekki hlotið mein af. Herdís Storgaard, hjúkrunarfræðingur.Aðsend/Sebastian Storgaard Herdís segir þetta slys ekki einsdæmi. Atvik hafi komið upp í Bretlandi árið 2017 þar sem fjórtán mánaða gömul stúlka lést eftir að hafa kafnað á svona hárbandi. „Þetta er stórhættulegur fatnaður vegna þess að þetta er ekki fest með neinu. Lítil börn, sérstaklega ungbörn, ná ekki að taka þetta sjálf frá vitunum. Það er svo sem ekkert hættulegt við þessi bönd ef barnið er með þetta á meðan foreldrar eru með það í fanginu eða í næsta nágrenni. Vandamálið skapast þegar börn eru með þetta í barnabílstólnum, eru sett út í vagn eða eru með þetta sofandi í sínu rúmi,“ segir Herdís. Hún varar fólk við að láta börn sín hafa svona laus höfuðföt. „Þetta er ekki eins og húfa sem helst á höfðinu þó barnið snúist heldur rennur þetta niður,“ segir Herdís. „Það er þannig með öndun ungbarna, þau eru ofboðslega viðkvæm fyrstu mánuðina og mikil köfnunarhætta fyrsta árið þannig að þetta er hlutur sem margir gera sér ekki grein fyrir. Foreldrunum að sjálfsögðu var mjög brugðið við þetta. Þetta eru ósköp venjulegir foreldrar sem setja þetta á höfuðið á barninu sínu í staðin fyrir húfu.“ Herdís segir erfitt að gera fólki grein fyrir öllum þeim hættum sem stafi að börnum þeirra, sérstaklega þar sem höfuðböndin eru ákveðinn tískufatnaður þessa dagana. Annar tískuklæðnaður sem geti reynst hættulegur séu svokallaðar „benie“ húfur. Það eru húfur sem eru nokkuð stórar og hanga yfirleitt fram af hnakkanum. „Þessi klæðnaður varð til þess að barn í Svíþjóð dó næstum því. Það var með svona „benie“ var í barnabílstól og hreyfði sig þannig að húfan féll fram af því að hún er svo löng. Hún fór fyrir vit á barninu. Þau eru svo lítil og það þarf svo lítið til að eitthvað komi upp á,“ segir Herdís.
Börn og uppeldi Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira