Sidekick-appið ekki lengur notað til að fylgjast með Covid-sjúklingum Birgir Olgeirsson skrifar 23. ágúst 2021 16:45 Runólfur Pálsson er yfirmaður Covid-göngudeildar á Landspítala. Vísir/Sigurjón Í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins notaðist Landspítalinn við forritið Sidekick til að fylgjast með þeim Covid-sjúklingum sem ekki þurftu að leggjast inn á spítala. Forritið virkar þannig að sjúklingar haka við valmöguleika um líðan sína og geta læknar þá yfirfarið niðurstöðuna og metið hvort þörf sé á inngripi. Átti forritið að minnka álagið á símvöktunarkerfi Landspítalans en í núverandi bylgju faraldursins hefur ekki verið notast við forritið. Runólfur Pálsson, yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítalans, segir það eiga sér skýringar. Undanþága hafi fengist fyrir forritinu í fyrstu bylgju faraldursins. Var það notað þegar minna var vitað um áhrif veirunnar á mannslíkamann og bóluefni við veirunni ekki komið til sögunnar. Nú sé stór hluti þeirra sem sýkjast einkenna litlir. Því hafi verið ákveðið að hætta notkun forritsins því annars þyrfti mikla vinnu til að yfirfara öll gögnin frá hverjum einum og einasta sem sýkist af Covid. Í stað þess er nú tekið símtal þegar sýkingin liggur fyrir og svo símtal þegar einangrunin er að líða undir lok. Að öðru leyti sé ekki eins mikið eftirlit með þeim sem eru einkennalitlir. Höfuðáhersla sé lögð á að veita þeim eftirlit sem eru veikir fyrir. Þrátt fyrir að hringurinn hafi verið þrengdur er álagið vegna símavöktunar í þessari bylgju mikið að sögn Runólfs. Í fyrstu bylgju faraldursins var lokað fyrir alla valkvæða starfsemi og því fengust starfsmenn auðveldlega í þau verkefni. Nú sé staðan önnur því spítalinn sé í fullri starfsemi. „En við ætlum okkur að nota Sidekick í farsóttarvinnu í framtíðinni. Þetta hitti okkur illa fyrir í sumar því við vorum að glíma við að innleiða tæknina og þetta krefst mannafla. En þetta forrit og Heilsuvera, sem er í þróun, mun nýtast í öllu viðbragði við farsóttum framtíðarinnar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira
Átti forritið að minnka álagið á símvöktunarkerfi Landspítalans en í núverandi bylgju faraldursins hefur ekki verið notast við forritið. Runólfur Pálsson, yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítalans, segir það eiga sér skýringar. Undanþága hafi fengist fyrir forritinu í fyrstu bylgju faraldursins. Var það notað þegar minna var vitað um áhrif veirunnar á mannslíkamann og bóluefni við veirunni ekki komið til sögunnar. Nú sé stór hluti þeirra sem sýkjast einkenna litlir. Því hafi verið ákveðið að hætta notkun forritsins því annars þyrfti mikla vinnu til að yfirfara öll gögnin frá hverjum einum og einasta sem sýkist af Covid. Í stað þess er nú tekið símtal þegar sýkingin liggur fyrir og svo símtal þegar einangrunin er að líða undir lok. Að öðru leyti sé ekki eins mikið eftirlit með þeim sem eru einkennalitlir. Höfuðáhersla sé lögð á að veita þeim eftirlit sem eru veikir fyrir. Þrátt fyrir að hringurinn hafi verið þrengdur er álagið vegna símavöktunar í þessari bylgju mikið að sögn Runólfs. Í fyrstu bylgju faraldursins var lokað fyrir alla valkvæða starfsemi og því fengust starfsmenn auðveldlega í þau verkefni. Nú sé staðan önnur því spítalinn sé í fullri starfsemi. „En við ætlum okkur að nota Sidekick í farsóttarvinnu í framtíðinni. Þetta hitti okkur illa fyrir í sumar því við vorum að glíma við að innleiða tæknina og þetta krefst mannafla. En þetta forrit og Heilsuvera, sem er í þróun, mun nýtast í öllu viðbragði við farsóttum framtíðarinnar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira