Alma tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Atli Ísleifsson skrifar 24. ágúst 2021 10:17 Í aðalhlutverkum myndarinnar Ölmu eru þau Snæfríður Ingvarsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Kristbjörg Kjeld, Emmanuelle Riva. Sena Kvikmyndin Alma í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur hefur verið tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs. Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem segir að fimm kvikmyndir – tvær heimildamyndir og þrjár kvikmyndir í fullri lengd – hafi verið tilnefndar að þessu sinni. Verðlaunin verða veitt í átjánda skiptið við hátíðlega athöfn 2. nóvember í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn. Kvikmyndin Alma er sögð örlagagasaga ungrar konu sem sé lokuð inni á réttargeðdeild eftir að hafa játað á sig morð á kærasta sínum án þess þó að muna eftir þeim atburði. Eftir sjö ár berast þær fréttir að kærastinn sé sprelllifandi og á leið til landsins. Hún ákveður að drepa hann þar sem hún er hvort sem er búin að afplána dóm fyrir glæpinn. Í aðalhlutverkum myndarinnar eru þau Snæfríður Ingvarsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Kristbjörg Kjeld, Emmanuelle Riva. Að neðan má sjá stiklu myndarinnar. Klippa: Alma - sýnishorn „Á meðal tilnefndra má nefna kvikmyndagerðarmanninn Jonas Poher Rasmussen frá Danmörku (vinningshafa verðlauna á Sundance kvikmyndahátíðinni), framleiðandann Jussi Rantamäki frá Finnlandi (vinningshafi dómnefndarverðlauna á Cannes 2021), leikstjóra og framleiðandann Friðik Þór Friðriksson frá Íslandi (sem tilnefndur var til Óskarsverðlaunanna fyrir Börn Náttúrunnar), leikstjórann Victor Kossakovsky (sem komst á stuttlista Óskarsverðlaunanna) og leikstjórann Ronnie Sandahl frá Svíþjóð) (vinningshafa Dragon verðlaunanna í Svíþjóð). Verðlaunin verða veitt kvikmynd í fullri lengd sem hefur listrænt gildi, er framleidd á Norðurlöndunum og gerð til sýningar í kvikmyndahúsum. Myndin verður að hafa verið frumsýnd í kvikmyndahúsum á tímabilinu 1. júlí 2020 til 30. júní 2021. Verðlaunaféð nemur 300 þúsund dönskum krónum og skiptist jafnt milli handritshöfundar, leikstjóra og framleiðanda enda er kvikmyndagerð sem listgrein afurð náins samspils þessara þriggja þátta. Kvikmyndirnar fimm sem tilnefndar eru til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2021 eru: Ísland - ALMA (titill á ensku: ALMA) eftir Kristínu Jóhannesdóttur (leikstjórn / handrit), Guðrún Edda Þórhannesdóttir, Friðrik Þór Friðriksson, Egil Ødegård (framleiðendur). Danmörk - FLEE (titill á frummáli: FLUGT) eftir Jonas Poher Rasmussen (leikstjórn / handrit), Amin (handrit), Monica Hellström, Charlotte de la Gournerie, Signe Byrge Sørensen (framleiðendur). Finnland - ANY DAY NOW (titill á frummáli: Ensilumi) eftir Hamy Ramezan (leikstjórn / handrit), Antti Rautava (handrit), Jussi Rantamäki, Emilia Haukka (framleiðendur). Noregur - GUNDA (titill á frummáli: GUNDA) eftir Victor Kossakovsky (leikstjórn / handrit), Anita Rehoff Larsen (framleiðandi). Svíþjóð - TIGERS (titill á frummáli: TIGRAR) eftir Ronnie Sandahl (leikstjórn / handrit), Piodor Gustafsson (framleiðandi). Kvikmyndin sem hlaut verðlaunin árið 2020 var hin norska Beware of Children í leikstjórn Dag Johans Haugergud, en kvikmyndir sem hlotið hafa verðlaunin síðustu ári eru m.a. hin danska Queen of Hearts í leikstjórn May el- Toukhy, Kona fer í Stríð (Woman at War) í leikstjórn Benedikts Erlingssonar og hin finnska Litte Wing í leikstjórn Selmu Vilhunen og norska kvikmyndin Louder than Bombs í leikstjórn Joachim Trier ásamt dönsku kvikmyndinni The Hunt í leikstjórn Thomas Vinterberg. „Íslenskar kvikmyndir sem hlotið hafa hin eftirsóttu verðlaun eru Hross í oss og Kona fer í stríð í leikstjórn Benedikts Erlingssonar og Fúsi í leikstjórn Dags Kára,“ segir í tilkynningunni. Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Norðurlandaráð Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem segir að fimm kvikmyndir – tvær heimildamyndir og þrjár kvikmyndir í fullri lengd – hafi verið tilnefndar að þessu sinni. Verðlaunin verða veitt í átjánda skiptið við hátíðlega athöfn 2. nóvember í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn. Kvikmyndin Alma er sögð örlagagasaga ungrar konu sem sé lokuð inni á réttargeðdeild eftir að hafa játað á sig morð á kærasta sínum án þess þó að muna eftir þeim atburði. Eftir sjö ár berast þær fréttir að kærastinn sé sprelllifandi og á leið til landsins. Hún ákveður að drepa hann þar sem hún er hvort sem er búin að afplána dóm fyrir glæpinn. Í aðalhlutverkum myndarinnar eru þau Snæfríður Ingvarsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Kristbjörg Kjeld, Emmanuelle Riva. Að neðan má sjá stiklu myndarinnar. Klippa: Alma - sýnishorn „Á meðal tilnefndra má nefna kvikmyndagerðarmanninn Jonas Poher Rasmussen frá Danmörku (vinningshafa verðlauna á Sundance kvikmyndahátíðinni), framleiðandann Jussi Rantamäki frá Finnlandi (vinningshafi dómnefndarverðlauna á Cannes 2021), leikstjóra og framleiðandann Friðik Þór Friðriksson frá Íslandi (sem tilnefndur var til Óskarsverðlaunanna fyrir Börn Náttúrunnar), leikstjórann Victor Kossakovsky (sem komst á stuttlista Óskarsverðlaunanna) og leikstjórann Ronnie Sandahl frá Svíþjóð) (vinningshafa Dragon verðlaunanna í Svíþjóð). Verðlaunin verða veitt kvikmynd í fullri lengd sem hefur listrænt gildi, er framleidd á Norðurlöndunum og gerð til sýningar í kvikmyndahúsum. Myndin verður að hafa verið frumsýnd í kvikmyndahúsum á tímabilinu 1. júlí 2020 til 30. júní 2021. Verðlaunaféð nemur 300 þúsund dönskum krónum og skiptist jafnt milli handritshöfundar, leikstjóra og framleiðanda enda er kvikmyndagerð sem listgrein afurð náins samspils þessara þriggja þátta. Kvikmyndirnar fimm sem tilnefndar eru til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2021 eru: Ísland - ALMA (titill á ensku: ALMA) eftir Kristínu Jóhannesdóttur (leikstjórn / handrit), Guðrún Edda Þórhannesdóttir, Friðrik Þór Friðriksson, Egil Ødegård (framleiðendur). Danmörk - FLEE (titill á frummáli: FLUGT) eftir Jonas Poher Rasmussen (leikstjórn / handrit), Amin (handrit), Monica Hellström, Charlotte de la Gournerie, Signe Byrge Sørensen (framleiðendur). Finnland - ANY DAY NOW (titill á frummáli: Ensilumi) eftir Hamy Ramezan (leikstjórn / handrit), Antti Rautava (handrit), Jussi Rantamäki, Emilia Haukka (framleiðendur). Noregur - GUNDA (titill á frummáli: GUNDA) eftir Victor Kossakovsky (leikstjórn / handrit), Anita Rehoff Larsen (framleiðandi). Svíþjóð - TIGERS (titill á frummáli: TIGRAR) eftir Ronnie Sandahl (leikstjórn / handrit), Piodor Gustafsson (framleiðandi). Kvikmyndin sem hlaut verðlaunin árið 2020 var hin norska Beware of Children í leikstjórn Dag Johans Haugergud, en kvikmyndir sem hlotið hafa verðlaunin síðustu ári eru m.a. hin danska Queen of Hearts í leikstjórn May el- Toukhy, Kona fer í Stríð (Woman at War) í leikstjórn Benedikts Erlingssonar og hin finnska Litte Wing í leikstjórn Selmu Vilhunen og norska kvikmyndin Louder than Bombs í leikstjórn Joachim Trier ásamt dönsku kvikmyndinni The Hunt í leikstjórn Thomas Vinterberg. „Íslenskar kvikmyndir sem hlotið hafa hin eftirsóttu verðlaun eru Hross í oss og Kona fer í stríð í leikstjórn Benedikts Erlingssonar og Fúsi í leikstjórn Dags Kára,“ segir í tilkynningunni.
Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Norðurlandaráð Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira