Ný plata Billie Eilish, Happier Than Ever, skipar sem fyrr efsta sæti listans yfir mest seldu plöturnar í Bandaríkjunum, þriðju vikuna í röð.
Þá fer ný plata rapparans Doja Cat, Planet Her, úr fimmta í annað sæti listans og Sour, plata Oliviu Rodrigo fer úr öðru sætinu í þriðja.
Síðast þegar þrjár konur skipuðu þrjú efstu sæti listans var árið 2010 þegar söngkonurnar Susan Boyle, Taylor Swift og Jackie Evancho röðuðu þig í toppsæti listans.
Planet Her hefur verið átta vikur á lista. Need to Know var önnur smáskífa plötunnar.
Sour hefur verið heilar þrettán vikur á lista. Þriðja smáskífa plötunnar, good 4 u, kom út um miðjan maí.