Krabbameinsfélagið gagnrýnir „alvarlegar rangfærslur og eftiráskýringar“ ráðuneytisins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. ágúst 2021 17:26 Forsvarsmenn Krabbameinsfélagsins eru ómyrkir í máli um bréf ráðuneytisins. Vísir/Vilhelm Bréf heilbrigðisráðuneytisins til Facebook-hópsins „Aðför að heilsu kvenna“ inniheldur „alvarlegar rangfærslur og eftiráskýringar“ sem mikilvægt er að leiðrétta. Þetta segir í yfirlýsingu frá Krabbameinsfélagi Íslands. Í bréfinu segir meðal annars að í kjölfar „alvarlegra gæðavandamála“ hjá Krabbameinsfélagi Íslands, hafi öryggi kvenna og gæði rannsókna á leghálssýnum verið best tryggt með samningi við rannsóknarstofu Hvidovre-sjúkrahússins. „Bent er á að á þeim tíma þegar samningur við rannsóknarstofu Hvidovre-sjúkrahússins var gerður, var ekki til staðar nein rannsóknarstofa á Íslandi sem gat tekið verkefnið að sér að uppfylltum settum gæðaskilyrðum,“ segir enn fremur. Krabbameinsfélagið bendir hins vegar á að þegar ákvörðun var tekin um að gera samning við Hvidovre-sjúkrahúsið í Danmörku hafi ekkert faglegt mat legið fyrir á gæðum rannsóknarstofu Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins. „Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins tók við leghálsskimunum þann 1. janúar 2021 og samdi við rannsóknarstofu Hvidovre-sjúkrahússins um rannsóknirnar. Niðurstöður hlutaúttektar embættis landlæknis á Leitarstöð KÍ voru hins vegar birtar tveimur mánuðum síðar þann 24. febrúar 2021 og því ómögulegt að ákvörðunin byggði á úttektinni,“ segir í yfirlýsingu KÍ. Þá sé rangt að Embætti landlæknis hafi komist að þeirri niðurstöðu að „alvarleg gæðavandamál“ hefðu verið á rannsóknarstofu Leitarstöðvarinnar. Rétt er að embættið hefði sagt að „ákveðna hluta innra gæðaeftirlits hefði verið hægt að nýta betur til að hafa yfirsýn á gæði frumugreininga í heild“. Í yfirlýsingunni segir einnig að ákvörðun um flutning skimunarverkefnisins frá KÍ til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu hafi verið tekin í byrjun árs 2019, meðal annars með þeim rökum að færa ætti þjónustuna nær því sem gerðist í öðrum löndum. Engar athugasemdir voru gerðar við gæðamál á Leitarstöðinni. Þá skyti skökku við að halda því fram að gæðamál hefðu verið í alvarlegum ólestri hjá Leitarstöðinni á sama tíma og búið væri að fela þáverandi yfirlækni stöðvarinnar að leiða Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Sjá meira
Í bréfinu segir meðal annars að í kjölfar „alvarlegra gæðavandamála“ hjá Krabbameinsfélagi Íslands, hafi öryggi kvenna og gæði rannsókna á leghálssýnum verið best tryggt með samningi við rannsóknarstofu Hvidovre-sjúkrahússins. „Bent er á að á þeim tíma þegar samningur við rannsóknarstofu Hvidovre-sjúkrahússins var gerður, var ekki til staðar nein rannsóknarstofa á Íslandi sem gat tekið verkefnið að sér að uppfylltum settum gæðaskilyrðum,“ segir enn fremur. Krabbameinsfélagið bendir hins vegar á að þegar ákvörðun var tekin um að gera samning við Hvidovre-sjúkrahúsið í Danmörku hafi ekkert faglegt mat legið fyrir á gæðum rannsóknarstofu Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins. „Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins tók við leghálsskimunum þann 1. janúar 2021 og samdi við rannsóknarstofu Hvidovre-sjúkrahússins um rannsóknirnar. Niðurstöður hlutaúttektar embættis landlæknis á Leitarstöð KÍ voru hins vegar birtar tveimur mánuðum síðar þann 24. febrúar 2021 og því ómögulegt að ákvörðunin byggði á úttektinni,“ segir í yfirlýsingu KÍ. Þá sé rangt að Embætti landlæknis hafi komist að þeirri niðurstöðu að „alvarleg gæðavandamál“ hefðu verið á rannsóknarstofu Leitarstöðvarinnar. Rétt er að embættið hefði sagt að „ákveðna hluta innra gæðaeftirlits hefði verið hægt að nýta betur til að hafa yfirsýn á gæði frumugreininga í heild“. Í yfirlýsingunni segir einnig að ákvörðun um flutning skimunarverkefnisins frá KÍ til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu hafi verið tekin í byrjun árs 2019, meðal annars með þeim rökum að færa ætti þjónustuna nær því sem gerðist í öðrum löndum. Engar athugasemdir voru gerðar við gæðamál á Leitarstöðinni. Þá skyti skökku við að halda því fram að gæðamál hefðu verið í alvarlegum ólestri hjá Leitarstöðinni á sama tíma og búið væri að fela þáverandi yfirlækni stöðvarinnar að leiða Samhæfingarstöð krabbameinsskimana.
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Sjá meira