Landsliðsmaður tekur undir gagnrýni á KSÍ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. ágúst 2021 12:46 Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, setur spurningamerki við starfshætti Knattspyrnusambands Íslands. Knattspyrnusamband Íslands hefur sætt mikilli gagnrýni eftir að Guðni Bergsson, formaður sambandsins, neyddist til að draga orð sín til baka um að KSÍ hefði engar tilkynningar fengið um kynferðisbrot landsliðsmanna í fótbolta. Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, er á meðal þeirra sem setur spurningamerki við starfshætti sambandsins. Þórhildur Gyða Arnarsdóttir greindi frá kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir af hálfu landsliðsmanns árið 2017 í samtali við RÚV í gær. Hún segir föður sinn hafa tilkynnt KSÍ um brotið og í kjölfarið verið boðuð á fund af sambandinu. Henni hafi verið boðinn þagnarskyldusamningur gegn miskabótum, sem hún hafnaði. KSÍ neitaði að hafa boðið henni slíkan samning í tilkynningu í gær. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, hafði sagt í viðtali við Kastljós í fyrradag að KSÍ hefði ekki borist formlegar tilkynningar um kynferðisofbeldi landsliðsmanna, sem stangast á við frásögn Þórhildar. Hann sagði í kvöldfréttum RÚV í gær að það hafi verið mistök að láta þau orð falla. Í ljósi þessa setti Tanja Tómasdóttir, lögfræðingur og umboðsmaður, inn færslu á samfélagsmiðilinn Twitter í gær þar sem hún veltir því fyrir sér hvað flokkist sem formleg ábending um ofbeldi. Hún segir: „Hvenær er ábending eða tilkynning með formlegum hætti? Þarf að skrifa bréf, undirrita það með tveimur vottum, stimpla og senda það með pósti? Er ekki nóg að starfsmenn og aðrir sem m.a. hafa tengsl við þolanda hafi upplýst stjórnendur m.a. um kynferðisbrot? Nei ég bara spyr.“ Ég get ekki orðað þetta betur https://t.co/8HALLOtxMY— Martin Hermannsson (@hermannsson15) August 27, 2021 Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta og leikmaður Valencia á Spáni, tekur undir spurningu Tönju er hann endurbirtir tíst hennar með yfirskriftinni: „Ég get ekki orðað þetta betur.“ Martin vildi ekki tjá sig frekar um málið er Vísir hafði samband við hann í dag. KSÍ Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Svona svaraði Guðni forseti þegar faðir þolanda sendi honum bréf Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, barst í mars 2018 bréf frá föður þolanda knattspyrnumanns í landsliði Íslands. Guðni svaraði bréfi föðurins og hafði í kjölfar samband við Guðna Bergsson, formann Knattspyrnusambands Íslands, þar sem þeir ræddu málið. 27. ágúst 2021 22:31 KSÍ neitar að hafa boðið þolanda þagnarskyldusamning Knattspyrnusamband Íslands segir það rangt að lögmaður á vegum sambandsins hafi boðið þolanda ofbeldis af hálfu landsliðsmann í knattspyrnu þagnarskyldusamning gegn bótagreiðslu. Aðgerðahópurinn Öfgar öfgar skorar á Guðna Bergsson, formann KSÍ, að segja af sér. 27. ágúst 2021 21:59 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira
Þórhildur Gyða Arnarsdóttir greindi frá kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir af hálfu landsliðsmanns árið 2017 í samtali við RÚV í gær. Hún segir föður sinn hafa tilkynnt KSÍ um brotið og í kjölfarið verið boðuð á fund af sambandinu. Henni hafi verið boðinn þagnarskyldusamningur gegn miskabótum, sem hún hafnaði. KSÍ neitaði að hafa boðið henni slíkan samning í tilkynningu í gær. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, hafði sagt í viðtali við Kastljós í fyrradag að KSÍ hefði ekki borist formlegar tilkynningar um kynferðisofbeldi landsliðsmanna, sem stangast á við frásögn Þórhildar. Hann sagði í kvöldfréttum RÚV í gær að það hafi verið mistök að láta þau orð falla. Í ljósi þessa setti Tanja Tómasdóttir, lögfræðingur og umboðsmaður, inn færslu á samfélagsmiðilinn Twitter í gær þar sem hún veltir því fyrir sér hvað flokkist sem formleg ábending um ofbeldi. Hún segir: „Hvenær er ábending eða tilkynning með formlegum hætti? Þarf að skrifa bréf, undirrita það með tveimur vottum, stimpla og senda það með pósti? Er ekki nóg að starfsmenn og aðrir sem m.a. hafa tengsl við þolanda hafi upplýst stjórnendur m.a. um kynferðisbrot? Nei ég bara spyr.“ Ég get ekki orðað þetta betur https://t.co/8HALLOtxMY— Martin Hermannsson (@hermannsson15) August 27, 2021 Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta og leikmaður Valencia á Spáni, tekur undir spurningu Tönju er hann endurbirtir tíst hennar með yfirskriftinni: „Ég get ekki orðað þetta betur.“ Martin vildi ekki tjá sig frekar um málið er Vísir hafði samband við hann í dag.
KSÍ Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Svona svaraði Guðni forseti þegar faðir þolanda sendi honum bréf Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, barst í mars 2018 bréf frá föður þolanda knattspyrnumanns í landsliði Íslands. Guðni svaraði bréfi föðurins og hafði í kjölfar samband við Guðna Bergsson, formann Knattspyrnusambands Íslands, þar sem þeir ræddu málið. 27. ágúst 2021 22:31 KSÍ neitar að hafa boðið þolanda þagnarskyldusamning Knattspyrnusamband Íslands segir það rangt að lögmaður á vegum sambandsins hafi boðið þolanda ofbeldis af hálfu landsliðsmann í knattspyrnu þagnarskyldusamning gegn bótagreiðslu. Aðgerðahópurinn Öfgar öfgar skorar á Guðna Bergsson, formann KSÍ, að segja af sér. 27. ágúst 2021 21:59 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira
Svona svaraði Guðni forseti þegar faðir þolanda sendi honum bréf Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, barst í mars 2018 bréf frá föður þolanda knattspyrnumanns í landsliði Íslands. Guðni svaraði bréfi föðurins og hafði í kjölfar samband við Guðna Bergsson, formann Knattspyrnusambands Íslands, þar sem þeir ræddu málið. 27. ágúst 2021 22:31
KSÍ neitar að hafa boðið þolanda þagnarskyldusamning Knattspyrnusamband Íslands segir það rangt að lögmaður á vegum sambandsins hafi boðið þolanda ofbeldis af hálfu landsliðsmann í knattspyrnu þagnarskyldusamning gegn bótagreiðslu. Aðgerðahópurinn Öfgar öfgar skorar á Guðna Bergsson, formann KSÍ, að segja af sér. 27. ágúst 2021 21:59