Stofnandi Theranos segist hafa verið beittur andlegu ofbeldi Kjartan Kjartansson skrifar 31. ágúst 2021 08:46 Elizabeth Holmes í alríkisdómshúsi í Kaliforníu árið 2019. Hún er sökuð um að blekkja fjárfesta, lækna og sjúklinga með loforðum sem engin innistæða var fyrir. Vísir/Getty Elizabeth Holmes, stofnandi blóðrannsóknafyrirtækisins Theranos, heldur því fram að forseti fyrirtækisins og þáverandi kærasti hennar hafi beitt hana andlegu ofbeldi. Þau eru bæði ákærð fyrir stórfelld svik og blekkingar. Theranos og Holmes voru hafin upp til skýja þegar hún boðaði byltingu í blóðprufum og rannsóknum. Holmes hélt því fram að tækni sem fyrirtækið þróaði gerði mögulegt að gera hundruð mismunandi rannsókna með aðeins einum blóðdropa. Varð hún að stjörnu í Sílikondal í Bandaríkjunum og var henni jafnvel líkt við Steve Jobs, stofnanda tæknirisans Apple. Tæknin stóð þó aldrei undir digurbarkalegum yfirlýsingum Holmes sem hætti í Stanford-háskóla til að stofna sprotafyrirtækið þegar hún var nítján ára gömul. Theranos dó drottni sínum þegar hún og Ramesh „Sunny“ Balwani, forseti fyrirtækisins, voru bæði ákærð fyrir að blekkja fjárfesta, lækna og sjúklinga með fölskum loforðum. Holmes og Balwani voru par á sínum tíma. Nú segir Reuters-fréttastofan að í greinargerð sem lögmenn Holmes lögðu fram í máli hennar haldi hún því fram að Balwani hafi beitt sig andlegu ofbeldi á tímabilinu sem svikin fóru fram. Það skipti máli varðandi spurningar um hvort að Holmes hafi vitað af því að upplýsingar um fjárhag Theranos sem fjárfestar og aðrir fengu í hendur væru rangar. Holmes er sögð ætla að saka Balwani um að hafa stjórnað sér með ofbeldinu. Balwani hafnaði ásökununum í greinargerð sem lögmenn hans lögðu fyrir. Réttar verður yfir Holmes og Balwani hvort í sínu lagi. Lögmenn Holmes hafa sagt að þeir ætli að kalla til sérfræðing í sálfræðilegum afleiðingum ofbeldis og áfalla sem vitni þegar réttarhöldin yfir henni hefjast. Bandaríkin Erlend sakamál Elizabeth Holmes og Theranos Tengdar fréttir Hluti af ákærum á hendur stofnanda Theranos felldur niður Stjórnendur nýsköpunarfyrirtækisins umdeilda sæta enn ákæra fyrir svik í tengslum við blóðprufubúnað. 12. febrúar 2020 14:00 Lögmenn stofnanda Theranos vilja losna við hann Holmes var stjórstjarna í nýsköpunarbransanum á sínum tíma en stjarna hennar féll í skugga ásakana um meiriháttar svik og pretti hjá Theranos. 7. október 2019 09:14 Sú sem var sögð næsti Steve Jobs greiðir sekt vegna blekkinga Frumkvöðlar sem ætla sér að breyta iðnaði verða að segja fjárfestum sannleikann, segir sú sem fór fyrir málinu gegn þessum frumkvöðli. 14. mars 2018 23:57 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Launmorð á götum New York Erlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Sjá meira
Theranos og Holmes voru hafin upp til skýja þegar hún boðaði byltingu í blóðprufum og rannsóknum. Holmes hélt því fram að tækni sem fyrirtækið þróaði gerði mögulegt að gera hundruð mismunandi rannsókna með aðeins einum blóðdropa. Varð hún að stjörnu í Sílikondal í Bandaríkjunum og var henni jafnvel líkt við Steve Jobs, stofnanda tæknirisans Apple. Tæknin stóð þó aldrei undir digurbarkalegum yfirlýsingum Holmes sem hætti í Stanford-háskóla til að stofna sprotafyrirtækið þegar hún var nítján ára gömul. Theranos dó drottni sínum þegar hún og Ramesh „Sunny“ Balwani, forseti fyrirtækisins, voru bæði ákærð fyrir að blekkja fjárfesta, lækna og sjúklinga með fölskum loforðum. Holmes og Balwani voru par á sínum tíma. Nú segir Reuters-fréttastofan að í greinargerð sem lögmenn Holmes lögðu fram í máli hennar haldi hún því fram að Balwani hafi beitt sig andlegu ofbeldi á tímabilinu sem svikin fóru fram. Það skipti máli varðandi spurningar um hvort að Holmes hafi vitað af því að upplýsingar um fjárhag Theranos sem fjárfestar og aðrir fengu í hendur væru rangar. Holmes er sögð ætla að saka Balwani um að hafa stjórnað sér með ofbeldinu. Balwani hafnaði ásökununum í greinargerð sem lögmenn hans lögðu fyrir. Réttar verður yfir Holmes og Balwani hvort í sínu lagi. Lögmenn Holmes hafa sagt að þeir ætli að kalla til sérfræðing í sálfræðilegum afleiðingum ofbeldis og áfalla sem vitni þegar réttarhöldin yfir henni hefjast.
Bandaríkin Erlend sakamál Elizabeth Holmes og Theranos Tengdar fréttir Hluti af ákærum á hendur stofnanda Theranos felldur niður Stjórnendur nýsköpunarfyrirtækisins umdeilda sæta enn ákæra fyrir svik í tengslum við blóðprufubúnað. 12. febrúar 2020 14:00 Lögmenn stofnanda Theranos vilja losna við hann Holmes var stjórstjarna í nýsköpunarbransanum á sínum tíma en stjarna hennar féll í skugga ásakana um meiriháttar svik og pretti hjá Theranos. 7. október 2019 09:14 Sú sem var sögð næsti Steve Jobs greiðir sekt vegna blekkinga Frumkvöðlar sem ætla sér að breyta iðnaði verða að segja fjárfestum sannleikann, segir sú sem fór fyrir málinu gegn þessum frumkvöðli. 14. mars 2018 23:57 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Launmorð á götum New York Erlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Sjá meira
Hluti af ákærum á hendur stofnanda Theranos felldur niður Stjórnendur nýsköpunarfyrirtækisins umdeilda sæta enn ákæra fyrir svik í tengslum við blóðprufubúnað. 12. febrúar 2020 14:00
Lögmenn stofnanda Theranos vilja losna við hann Holmes var stjórstjarna í nýsköpunarbransanum á sínum tíma en stjarna hennar féll í skugga ásakana um meiriháttar svik og pretti hjá Theranos. 7. október 2019 09:14
Sú sem var sögð næsti Steve Jobs greiðir sekt vegna blekkinga Frumkvöðlar sem ætla sér að breyta iðnaði verða að segja fjárfestum sannleikann, segir sú sem fór fyrir málinu gegn þessum frumkvöðli. 14. mars 2018 23:57