Forsætisráðherra segir það liggja fyrir að það muni taka tíma að fá nægjanlegt magn hraðprófa til landsins til að standa undir þessu fyrirkomulagi.
Forsætisráðherra segir ekki liggja fyrir hver kostnaðurinn verður fyrir ríkissjóð eða hversu lengi niðurgreiðsla á hraðprófunum eigi að standa.
„Þetta er svona millileikur á leiðinni inn í eðlilegra samfélag. Þannig að ég sé ekki fyrir mér að nýting hraðprófa verði varanlegt ástand. Við sjáum það til að mynda núna að Danir sem hafa verið að nota þetta undanfarna mánuði, boða það núna að hætta því að gera hraðpróf að skyldu inn á sína viðburði nú í september. Þannig að ég horfi á þetta sem millileik,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.