Ofsaveður sífellt algengari en mannskaði minnkar Heimsljós 2. september 2021 12:52 Ljósmynd: © Boris Jordan. Í skýrslunni er staðhæft að veðurfarslegar hörmungar hafi orðið að jafnaði hvern einasta dag á síðustu hálfri öld. Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að skráðum tilvikum veðurofsa hafi fjölgað fimmfalt á síðustu fimmtíu árum en mannskaði í þeim náttúruhamförum hafi dregist saman. Skýrslan er gefin út af Alþjóðaveðurfræðistofnuninni (World Meteorological Organization). Í skýrslunni er staðhæft að veðurfarslegar hörmungar hafi orðið að jafnaði hvern einasta dag á síðustu hálfri öld, orðið 115 manns að fjörtjóni dag hvern og valdið fjárhagslegu tjóni sem nemur 202 milljónum bandarískra dala. Dregið hefur verulega úr mannfalli af völdum slíkra hamfara, einkum vegna betri viðvörunarkerfa og bættrar hamfarastjórnunar. Það á reyndar einkum við efnameiri þjóðir því 91% allra veðurfarstengdra dauðsfalla verða í lágtekju- og millitekjuríkjum. Mami Mizutori, sérstakur fulltrúi Sameinuðu þjóðanna um að viðbúnað við hamfaraáhættu, sagði þegar skýrslan var kynnt að upplýsingar í henni væru „ógnvekjandi“. Hún benti á að síðastliðinn júlímánuður væri heitasti mánuðurinn í sögunni með tilheyrandi hitabylgjum og flóðum um heim allan. Hún sagði rannsóknir sýna að sífellt fleiri þjáist af völdum þessarar þróunar. Á síðasta ári leiddu ofsaveður til dauðsfalla 31 milljónar manna eða því sem næst jafn margra og féllu í stríðsátökum. Fram kemur í skýrslunni að árlega sé að jafnaði 26 milljónum manna ýtt út í fátækt. Heimsfaraldur kórónuveiru yki á vandann. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Veður Náttúruhamfarir Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent
Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að skráðum tilvikum veðurofsa hafi fjölgað fimmfalt á síðustu fimmtíu árum en mannskaði í þeim náttúruhamförum hafi dregist saman. Skýrslan er gefin út af Alþjóðaveðurfræðistofnuninni (World Meteorological Organization). Í skýrslunni er staðhæft að veðurfarslegar hörmungar hafi orðið að jafnaði hvern einasta dag á síðustu hálfri öld, orðið 115 manns að fjörtjóni dag hvern og valdið fjárhagslegu tjóni sem nemur 202 milljónum bandarískra dala. Dregið hefur verulega úr mannfalli af völdum slíkra hamfara, einkum vegna betri viðvörunarkerfa og bættrar hamfarastjórnunar. Það á reyndar einkum við efnameiri þjóðir því 91% allra veðurfarstengdra dauðsfalla verða í lágtekju- og millitekjuríkjum. Mami Mizutori, sérstakur fulltrúi Sameinuðu þjóðanna um að viðbúnað við hamfaraáhættu, sagði þegar skýrslan var kynnt að upplýsingar í henni væru „ógnvekjandi“. Hún benti á að síðastliðinn júlímánuður væri heitasti mánuðurinn í sögunni með tilheyrandi hitabylgjum og flóðum um heim allan. Hún sagði rannsóknir sýna að sífellt fleiri þjáist af völdum þessarar þróunar. Á síðasta ári leiddu ofsaveður til dauðsfalla 31 milljónar manna eða því sem næst jafn margra og féllu í stríðsátökum. Fram kemur í skýrslunni að árlega sé að jafnaði 26 milljónum manna ýtt út í fátækt. Heimsfaraldur kórónuveiru yki á vandann. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Veður Náttúruhamfarir Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent