Stígur fram eftir yfirlýsingu Kolbeins: „Það á ekki að ríkja þöggun í kringum ofbeldi“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. september 2021 18:43 Jóhanna Helga Jensdóttir ákvað að stíga fram eftir yfirlýsingu Kolbeins Sigþórssonar. vísir/Vilhelm Önnur tveggja kvenna sem Kolbeinn Sigþórsson veittist að á skemmtistað í Reykjavík og hefur hingað til ekki tjáð sig ákvað að stíga fram eftir yfirlýsingu landsliðsmannsins. Hún segist hafa verið með áverka eftir árasina og telur hann hafa rofið sátt sem náðist um málið. Á föstudagskvöldi í september 2017 var Jóhanna Helga Jensdóttir stödd á skemmtistaðnum B5. Hún starfaði á B5 á þessum tíma og var ásamt öðru starfsfólki í bakherbergi staðarins. „Ég sat sem sagt þar inni og þá kemur Þórhildur og bankar á hurðina og er í greinilegu uppnámi og Kolbeinn á eftir henni með læti,“ segir Jóhanna og vísar til Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur sem greindi nýverið frá ofbeldi sem Kolbeinn beitti hana þetta kvöld. Jóhanna þekkti Þórhildi aðeins lítillega en blandaði sér í málið. „Ég segi við hana að hann skuldi henni afsökunarbeiðni og þá ræðst hann að mér með orðum og ósæmilegri hegðun,“ segir Jóhanna. „Mér leið ekki vel með hans nærveru og fannst hann ógnandi. Þannig ég ákveð að fara aðeins út og spjalla við dyraverðina þar.“ Á leiðinni út rakst hún á Kolbein og segir að dropar af sódavatni sem hún hélt á hafi sullast á hann við áreksturinn. „Þá verður hann virkilega reiður, grípur í mig og dregur til hliðar og segir alls konar hluti. Ógnar mér mjög mikið og ætlar að slá til mín og þá er stigið inn í.“ Hún segir Kolbein hafa gripið sig í handlegginn og dregið sig nokkra metra frá dansgólfinu. Eftir það hlaut hún marbletti og handafar á handlegg sem hún tók af myndir sem má sjá í myndskeiðinu. Varstu hrædd? „Já ég var mjög hrædd. Enda ógnandi tilburðir sem hann viðhafði.“ Fengu eina og hálfa milljón hvor Ásamt Þórhildi kærði hún árásina til lögreglu. Í kjölfarið segir hún lögmann hafa haft samband við þær og boðið þeim að skrifa undir þagnarskyldusamning og þiggja þrjú hundruð þúsund krónur, sem þær afþökkuðu. Önnur sáttatillaga var síðar lögð fram. „Sú tillaga hljóðar upp á eina og hálfa milljón fyrir mig og eina og hálfa milljón fyrir Þórhildi. Og við stingum upp á að hann taki þessa upphæð, þessar þrjár milljónir í heildina, og setji aðrar þrjár til viðbótar til Stígamóta.“ Þær ákváðu að taka tilboðinu þar sem Kolbeinn gekkst við hegðun sinni og baðst afsökunar. Hún taldi málinu lokið þar til í gær þegar hann sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist hvorki kannast við að hafa beitt ofbeldi né áreitt þær. Hún segist slegin yfir yfirlýsingunni. Sáttin sé rofin. „Ég var sár og mér leið í rauninni eins og þessi afsökunarbeiðni væri ekki lengur gild. Af því hann segir þarna að hann hafi ekki beitt okkur ofbeldi. En ég verð að setja spurningamerki við hvar línan er dregin þarna við að beita ofbeldi. Þar sem ég var með áverka eftir hann í einhverjar vikur og mér skilst að Þórhildur hafi líka verið með áverka.“ Lítur þú svo á að hann hafi beitt þig ofbeldi? „Já, ég geri það.“ „Hann ræðst beint á mig og í rauninni hana með þessari yfirlýsingu og er að segja að við séum að ljúga. Sem er bara ekki rétt. Og þess vegna er ég að stíga fram. Það á ekki að vera þöggun í kringum ofbeldi.“ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira
Á föstudagskvöldi í september 2017 var Jóhanna Helga Jensdóttir stödd á skemmtistaðnum B5. Hún starfaði á B5 á þessum tíma og var ásamt öðru starfsfólki í bakherbergi staðarins. „Ég sat sem sagt þar inni og þá kemur Þórhildur og bankar á hurðina og er í greinilegu uppnámi og Kolbeinn á eftir henni með læti,“ segir Jóhanna og vísar til Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur sem greindi nýverið frá ofbeldi sem Kolbeinn beitti hana þetta kvöld. Jóhanna þekkti Þórhildi aðeins lítillega en blandaði sér í málið. „Ég segi við hana að hann skuldi henni afsökunarbeiðni og þá ræðst hann að mér með orðum og ósæmilegri hegðun,“ segir Jóhanna. „Mér leið ekki vel með hans nærveru og fannst hann ógnandi. Þannig ég ákveð að fara aðeins út og spjalla við dyraverðina þar.“ Á leiðinni út rakst hún á Kolbein og segir að dropar af sódavatni sem hún hélt á hafi sullast á hann við áreksturinn. „Þá verður hann virkilega reiður, grípur í mig og dregur til hliðar og segir alls konar hluti. Ógnar mér mjög mikið og ætlar að slá til mín og þá er stigið inn í.“ Hún segir Kolbein hafa gripið sig í handlegginn og dregið sig nokkra metra frá dansgólfinu. Eftir það hlaut hún marbletti og handafar á handlegg sem hún tók af myndir sem má sjá í myndskeiðinu. Varstu hrædd? „Já ég var mjög hrædd. Enda ógnandi tilburðir sem hann viðhafði.“ Fengu eina og hálfa milljón hvor Ásamt Þórhildi kærði hún árásina til lögreglu. Í kjölfarið segir hún lögmann hafa haft samband við þær og boðið þeim að skrifa undir þagnarskyldusamning og þiggja þrjú hundruð þúsund krónur, sem þær afþökkuðu. Önnur sáttatillaga var síðar lögð fram. „Sú tillaga hljóðar upp á eina og hálfa milljón fyrir mig og eina og hálfa milljón fyrir Þórhildi. Og við stingum upp á að hann taki þessa upphæð, þessar þrjár milljónir í heildina, og setji aðrar þrjár til viðbótar til Stígamóta.“ Þær ákváðu að taka tilboðinu þar sem Kolbeinn gekkst við hegðun sinni og baðst afsökunar. Hún taldi málinu lokið þar til í gær þegar hann sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist hvorki kannast við að hafa beitt ofbeldi né áreitt þær. Hún segist slegin yfir yfirlýsingunni. Sáttin sé rofin. „Ég var sár og mér leið í rauninni eins og þessi afsökunarbeiðni væri ekki lengur gild. Af því hann segir þarna að hann hafi ekki beitt okkur ofbeldi. En ég verð að setja spurningamerki við hvar línan er dregin þarna við að beita ofbeldi. Þar sem ég var með áverka eftir hann í einhverjar vikur og mér skilst að Þórhildur hafi líka verið með áverka.“ Lítur þú svo á að hann hafi beitt þig ofbeldi? „Já, ég geri það.“ „Hann ræðst beint á mig og í rauninni hana með þessari yfirlýsingu og er að segja að við séum að ljúga. Sem er bara ekki rétt. Og þess vegna er ég að stíga fram. Það á ekki að vera þöggun í kringum ofbeldi.“
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira