Tengja hlýnun á norðurskautinu við fjölgun kuldakasta Kjartan Kjartansson skrifar 3. september 2021 16:00 Snæviþakin hraðbraut í Texas í kuldakastinu þar í febrúar. Veðrið kostaði mannslíf og mikið eignatjón. AP/Brett Coomer Hlýnun norðurskautsins sem eru hluti af loftslagsbreytingum af völdum manna hefur tvöfaldað tíðni svonefndra heimskautalægða sem ganga yfir Norður-Ameríku undanfarin fjörutíu ár. Ný rannsókn sem birtist í vísindaritinu Science er sú fyrsta sem tengir hlýnun loftslags á norðurskautinu við kuldakast sem kennt hefur verið við Valentínusardaginn í Bandaríkjunum í febrúar. Kuldinn olli umfangsmiklu rafmagnsleysi í Texas. Fleiri en 170 manns fórust og eignatjón upp á að minnsta kosti tuttugu milljarða dollara varð í veðrinu. Stöðugir skotvindar, sem eru alla jafna kallaðir heimskautalægðin, halda svellköldu heimskautalofti í kringum norðurpólinn að vetri til. Hlýtt loft veikir þessa vinda sem gerir tungum af fimbulköldu heimskautalofti kleift að „leka“ suður á bóginn. Vetrarveðrið sem gengur þá yfir meginland Norður-Ameríku hefur einnig verið kallað heimskautalægð (e. Polar Vortex). Tilgátur hafa því verið um að hnattræn hlýnun, sem er um tvöfalt hraðari á norðurskautinu en annars staðar á jörðinni, gæti leitt til fjölgunar heimskautalægða á meginlöndum á norðurhveli. Halldór Björnsson, loftlagsvísindamaður á Veðurstofu Íslands, sagði slíkar hugmyndir allar á tilgátustigi í viðtali við Vísi árið 2019. Nú gerist það meira en tvöfalt oftar á ári en snemma á 9. áratug síðustu aldar að það slaknar á vindabeltinu í kringum norðurskautið og svalt loft leitar suður samkvæmt rannsókninni, að sögn AP-fréttastofunnar. „Það er ekki augljóst að norðurheimskaut sem hlýnar hratt geti leitt til aukninar í ofsakulda á stöðum sem eru eins sunnarlega og Texas en lærdómurinn af greiningu okkar er að búast við því óvænta af loftslagsbreytingum,“ segir Judah Cohen, sérfræðingur í vetrarlægðum og aðalhöfundur greinar um rannsóknina. Greining Cohen og félaga sýnir að þegar svæðið norðan Englands og í kringum Skandinavíu hlýnar meira en í kringum Síberíu teygist skotvindabeltið yfir norðurskautinu í austur og kalt loft fer frá Síberíur yfir pólinn og svo suður yfir mið- og austanverð Bandaríkin. „Við færum rök fyrir því að bráðnandi hafís yfir Norðvestur-Evrasíu, ásamt aukinni snjókomu í Síberíu, leiði til styrkingu hitamismunar á milli vesturs og austurs um alla evrasíska meginlandið. Við vitum að þegar hitamunurinn eykst leiðir það til frekari röskunar á heimskautalægðinni. Þegar hún veikist leiðir það til öfgafyllra vetrarveðurs eins og kuldakastsins í Texas í febrúar,“ segir Cohen við BBC. Cohen vonast til þess að greiningin hjálpi veðurfræðingum að spá fyrir um komandi vetrarhörkur. Það hefði til dæmis gert fólki í Texas lengri tíma til að búa sig undir veðrið en fjöldi þeirra varð úti í kuldanum. Loftslagsmál Vísindi Bandaríkin Norðurslóðir Tengdar fréttir Fleiri náttúruhamfarir, minni mannskaði en meira tjón Þrefalt færri farist nú í náttúruhamförum en fyrir fimmtíu árum þrátt fyrir að veðurtengdar hörmungar hafi orðið tíðari á tímabilinu. Eignatjón af völdum náttúruhamfarar hefur hins vegar sjöfaldast. 1. september 2021 07:00 Höfða mál gegn orkufyrirtækjum eftir að ellefu ára sonur þeirra lést Fjölskylda hins ellefu ára gamla Cristian Pineda hefur höfðað skaðabótamál gegn orkufyrirtækjum í Texas eftir að sonur þeirra lést í vetrarstormunum sem hafa gengið yfir suðurríki Bandaríkjanna. Telja þau son sinn hafa dáið úr lungnabólgu, en niðurstöður krufningar liggja ekki fyrir. 22. febrúar 2021 18:12 Sex gráðu hiti í húsinu í viku en fékk samt 900 þúsund króna rafmagnsreikning Eftir gífurlega erfiða viku, nístingskulda og rafmagns- og vatnsleysi standa margir íbúar Texas í Bandaríkjunum nú frammi fyrir því að þurfa að greiða himinháa rafmagnsreikninga. Einhverjir íbúar hafa fengið reikninga fyrir allt að fimm þúsund dali, sem samsvarar tæpum 650 þúsund krónum, og er það fyrir eina viku. 21. febrúar 2021 08:31 Tugir látnir vegna kuldakastsins og marga skortir neysluvatn Minnst 56 Bandaríkjamenn hafa dáið í vikunni vegna kuldakastsins sem gengið hefur yfir mið- og suðurríki Bandaríkjanna. Þar af bjuggu minnst þrjátíu í Texas, þar sem rafmagnsleysi hefur leikið íbúa grátt. 19. febrúar 2021 10:19 Sætir gagnrýni fyrir frí á meðan vetrarstormar ganga yfir ríkið Þingmaðurinn Ted Cruz frá Texas-ríki fór með fjölskyldu sína í frí til Cancun í Mexíkó í gær, á sama tíma og öflugir vetrarstormar ganga nú yfir suðurhluta Bandaríkjanna. Hefur hann fengið harða gagnrýni fyrir það að fara í frí á sama tíma og ríki hans glímir við mikla erfiðleika vegna stormanna. 18. febrúar 2021 20:18 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Ný rannsókn sem birtist í vísindaritinu Science er sú fyrsta sem tengir hlýnun loftslags á norðurskautinu við kuldakast sem kennt hefur verið við Valentínusardaginn í Bandaríkjunum í febrúar. Kuldinn olli umfangsmiklu rafmagnsleysi í Texas. Fleiri en 170 manns fórust og eignatjón upp á að minnsta kosti tuttugu milljarða dollara varð í veðrinu. Stöðugir skotvindar, sem eru alla jafna kallaðir heimskautalægðin, halda svellköldu heimskautalofti í kringum norðurpólinn að vetri til. Hlýtt loft veikir þessa vinda sem gerir tungum af fimbulköldu heimskautalofti kleift að „leka“ suður á bóginn. Vetrarveðrið sem gengur þá yfir meginland Norður-Ameríku hefur einnig verið kallað heimskautalægð (e. Polar Vortex). Tilgátur hafa því verið um að hnattræn hlýnun, sem er um tvöfalt hraðari á norðurskautinu en annars staðar á jörðinni, gæti leitt til fjölgunar heimskautalægða á meginlöndum á norðurhveli. Halldór Björnsson, loftlagsvísindamaður á Veðurstofu Íslands, sagði slíkar hugmyndir allar á tilgátustigi í viðtali við Vísi árið 2019. Nú gerist það meira en tvöfalt oftar á ári en snemma á 9. áratug síðustu aldar að það slaknar á vindabeltinu í kringum norðurskautið og svalt loft leitar suður samkvæmt rannsókninni, að sögn AP-fréttastofunnar. „Það er ekki augljóst að norðurheimskaut sem hlýnar hratt geti leitt til aukninar í ofsakulda á stöðum sem eru eins sunnarlega og Texas en lærdómurinn af greiningu okkar er að búast við því óvænta af loftslagsbreytingum,“ segir Judah Cohen, sérfræðingur í vetrarlægðum og aðalhöfundur greinar um rannsóknina. Greining Cohen og félaga sýnir að þegar svæðið norðan Englands og í kringum Skandinavíu hlýnar meira en í kringum Síberíu teygist skotvindabeltið yfir norðurskautinu í austur og kalt loft fer frá Síberíur yfir pólinn og svo suður yfir mið- og austanverð Bandaríkin. „Við færum rök fyrir því að bráðnandi hafís yfir Norðvestur-Evrasíu, ásamt aukinni snjókomu í Síberíu, leiði til styrkingu hitamismunar á milli vesturs og austurs um alla evrasíska meginlandið. Við vitum að þegar hitamunurinn eykst leiðir það til frekari röskunar á heimskautalægðinni. Þegar hún veikist leiðir það til öfgafyllra vetrarveðurs eins og kuldakastsins í Texas í febrúar,“ segir Cohen við BBC. Cohen vonast til þess að greiningin hjálpi veðurfræðingum að spá fyrir um komandi vetrarhörkur. Það hefði til dæmis gert fólki í Texas lengri tíma til að búa sig undir veðrið en fjöldi þeirra varð úti í kuldanum.
Loftslagsmál Vísindi Bandaríkin Norðurslóðir Tengdar fréttir Fleiri náttúruhamfarir, minni mannskaði en meira tjón Þrefalt færri farist nú í náttúruhamförum en fyrir fimmtíu árum þrátt fyrir að veðurtengdar hörmungar hafi orðið tíðari á tímabilinu. Eignatjón af völdum náttúruhamfarar hefur hins vegar sjöfaldast. 1. september 2021 07:00 Höfða mál gegn orkufyrirtækjum eftir að ellefu ára sonur þeirra lést Fjölskylda hins ellefu ára gamla Cristian Pineda hefur höfðað skaðabótamál gegn orkufyrirtækjum í Texas eftir að sonur þeirra lést í vetrarstormunum sem hafa gengið yfir suðurríki Bandaríkjanna. Telja þau son sinn hafa dáið úr lungnabólgu, en niðurstöður krufningar liggja ekki fyrir. 22. febrúar 2021 18:12 Sex gráðu hiti í húsinu í viku en fékk samt 900 þúsund króna rafmagnsreikning Eftir gífurlega erfiða viku, nístingskulda og rafmagns- og vatnsleysi standa margir íbúar Texas í Bandaríkjunum nú frammi fyrir því að þurfa að greiða himinháa rafmagnsreikninga. Einhverjir íbúar hafa fengið reikninga fyrir allt að fimm þúsund dali, sem samsvarar tæpum 650 þúsund krónum, og er það fyrir eina viku. 21. febrúar 2021 08:31 Tugir látnir vegna kuldakastsins og marga skortir neysluvatn Minnst 56 Bandaríkjamenn hafa dáið í vikunni vegna kuldakastsins sem gengið hefur yfir mið- og suðurríki Bandaríkjanna. Þar af bjuggu minnst þrjátíu í Texas, þar sem rafmagnsleysi hefur leikið íbúa grátt. 19. febrúar 2021 10:19 Sætir gagnrýni fyrir frí á meðan vetrarstormar ganga yfir ríkið Þingmaðurinn Ted Cruz frá Texas-ríki fór með fjölskyldu sína í frí til Cancun í Mexíkó í gær, á sama tíma og öflugir vetrarstormar ganga nú yfir suðurhluta Bandaríkjanna. Hefur hann fengið harða gagnrýni fyrir það að fara í frí á sama tíma og ríki hans glímir við mikla erfiðleika vegna stormanna. 18. febrúar 2021 20:18 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Fleiri náttúruhamfarir, minni mannskaði en meira tjón Þrefalt færri farist nú í náttúruhamförum en fyrir fimmtíu árum þrátt fyrir að veðurtengdar hörmungar hafi orðið tíðari á tímabilinu. Eignatjón af völdum náttúruhamfarar hefur hins vegar sjöfaldast. 1. september 2021 07:00
Höfða mál gegn orkufyrirtækjum eftir að ellefu ára sonur þeirra lést Fjölskylda hins ellefu ára gamla Cristian Pineda hefur höfðað skaðabótamál gegn orkufyrirtækjum í Texas eftir að sonur þeirra lést í vetrarstormunum sem hafa gengið yfir suðurríki Bandaríkjanna. Telja þau son sinn hafa dáið úr lungnabólgu, en niðurstöður krufningar liggja ekki fyrir. 22. febrúar 2021 18:12
Sex gráðu hiti í húsinu í viku en fékk samt 900 þúsund króna rafmagnsreikning Eftir gífurlega erfiða viku, nístingskulda og rafmagns- og vatnsleysi standa margir íbúar Texas í Bandaríkjunum nú frammi fyrir því að þurfa að greiða himinháa rafmagnsreikninga. Einhverjir íbúar hafa fengið reikninga fyrir allt að fimm þúsund dali, sem samsvarar tæpum 650 þúsund krónum, og er það fyrir eina viku. 21. febrúar 2021 08:31
Tugir látnir vegna kuldakastsins og marga skortir neysluvatn Minnst 56 Bandaríkjamenn hafa dáið í vikunni vegna kuldakastsins sem gengið hefur yfir mið- og suðurríki Bandaríkjanna. Þar af bjuggu minnst þrjátíu í Texas, þar sem rafmagnsleysi hefur leikið íbúa grátt. 19. febrúar 2021 10:19
Sætir gagnrýni fyrir frí á meðan vetrarstormar ganga yfir ríkið Þingmaðurinn Ted Cruz frá Texas-ríki fór með fjölskyldu sína í frí til Cancun í Mexíkó í gær, á sama tíma og öflugir vetrarstormar ganga nú yfir suðurhluta Bandaríkjanna. Hefur hann fengið harða gagnrýni fyrir það að fara í frí á sama tíma og ríki hans glímir við mikla erfiðleika vegna stormanna. 18. febrúar 2021 20:18