Fram deildarmeistari og ÍBV einum sigri frá Pepsi Max-deildar sæti Valur Páll Eiríksson skrifar 4. september 2021 16:16 Framarar eru Lengjudeildarmeistarar. Vísir/Haraldur Guðjónsson Fram tryggði sér Lengjudeildartitilinn í fótbolta í dag með 2-0 útisigri á Grindavík. Sigur Fjölnis á Kórdrengjum þýðir að von þeirra síðarnefndu um sæti í efstu deild er orðin afar veik. Framarar hafa farið hamförum í Lengjudeildinni í sumar og var það í raun bara tímaspursmál hvenær liðið myndi tryggja sér titilinn eftir að hafa tryggt sér sæti í Pepsi Max-deildinni fyrr í sumar. Albert Hafsteinsson kom liðinu yfir í dag þar sem hann fylgdi eftir eigin vítaspyrnu sem var varin af Aroni Degi Birnusyni, markverði Fjölnis, á 33. mínútu. Fram leiddi 1-0 í hálfleik og þrátt fyrir klúður sitt í fyrri hálfleiknum fékk Albert aftur að stíga á punktinn er Fram fékk aðra vítaspyrnu á 53. mínútu. Honum brást ekki í síðara skiptið og skoraði annað mark sitt í leiknum af punktinum. Fram vann leikinn 2-0 og er eftir sigurinn með 53 stig eftir 20 leiki í toppsæti deildarinnar. Úrslitin þýða að ÍBV sem er fyrir neðan þá með 40 stig eftir 18 leiki, getur ekki náð þeim, og Fram því Lengjudeildarmeistari 2021. Í Breiðholti fengu Kórdrengir Fjölni í heimsókn og þurftu þeir sigur til að halda í við ÍBV í vonum sínum um að taka annað sæti deildarinnar. Sigurpáll Melberg Pálsson kom Fjölni yfir á 19. mínútu og 1-0 stóð í hléi. Hans Viktor Guðmundsson tvöfaldaði forskot Fjölnis á 70. mínútu og skoraði svo aftur níu mínútum síðar. Ásgeir Frank Ásgeirsson minnkaði muninn fyrir Kórdrengi á 87. mínútu en í uppbótartíma innsiglaði Viktor Andri Hafþórsson 4-1 sigur Fjölnis. Úrslitin þýða að Kórdrengir eru með 37 stig í þriðja sæti eftir 20 leiki. ÍBV hefur leikið tveimur leikjum færra og eru fjórum stigum fyrir ofan þá. ÍBV er því einum sigri frá því að tryggja sæti sitt í efstu deild að ári. Fjölnir er með 33 stig í fjórða sæti, fjórum frá Kórdrengjum, og eiga þeir leik inni á þá. Lengjudeild karla Fram Kórdrengir Fjölnir UMF Grindavík Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Fleiri fréttir Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Sjá meira
Framarar hafa farið hamförum í Lengjudeildinni í sumar og var það í raun bara tímaspursmál hvenær liðið myndi tryggja sér titilinn eftir að hafa tryggt sér sæti í Pepsi Max-deildinni fyrr í sumar. Albert Hafsteinsson kom liðinu yfir í dag þar sem hann fylgdi eftir eigin vítaspyrnu sem var varin af Aroni Degi Birnusyni, markverði Fjölnis, á 33. mínútu. Fram leiddi 1-0 í hálfleik og þrátt fyrir klúður sitt í fyrri hálfleiknum fékk Albert aftur að stíga á punktinn er Fram fékk aðra vítaspyrnu á 53. mínútu. Honum brást ekki í síðara skiptið og skoraði annað mark sitt í leiknum af punktinum. Fram vann leikinn 2-0 og er eftir sigurinn með 53 stig eftir 20 leiki í toppsæti deildarinnar. Úrslitin þýða að ÍBV sem er fyrir neðan þá með 40 stig eftir 18 leiki, getur ekki náð þeim, og Fram því Lengjudeildarmeistari 2021. Í Breiðholti fengu Kórdrengir Fjölni í heimsókn og þurftu þeir sigur til að halda í við ÍBV í vonum sínum um að taka annað sæti deildarinnar. Sigurpáll Melberg Pálsson kom Fjölni yfir á 19. mínútu og 1-0 stóð í hléi. Hans Viktor Guðmundsson tvöfaldaði forskot Fjölnis á 70. mínútu og skoraði svo aftur níu mínútum síðar. Ásgeir Frank Ásgeirsson minnkaði muninn fyrir Kórdrengi á 87. mínútu en í uppbótartíma innsiglaði Viktor Andri Hafþórsson 4-1 sigur Fjölnis. Úrslitin þýða að Kórdrengir eru með 37 stig í þriðja sæti eftir 20 leiki. ÍBV hefur leikið tveimur leikjum færra og eru fjórum stigum fyrir ofan þá. ÍBV er því einum sigri frá því að tryggja sæti sitt í efstu deild að ári. Fjölnir er með 33 stig í fjórða sæti, fjórum frá Kórdrengjum, og eiga þeir leik inni á þá.
Lengjudeild karla Fram Kórdrengir Fjölnir UMF Grindavík Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Fleiri fréttir Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Sjá meira