Guðni Þór: Með þennan vilja er hægt að gera allt Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. september 2021 16:38 Guðni Þór Einarsson, þjálfari Tindastóls, segir að sigur liðsins á Selfossi í dag hafi verið verðskuldaður.. Vísir/Hulda Margrét Guðni Þór Einarsson, þjálfari Tindastóls, var eðlilega sáttur með 3-1 sigur liðsins gegn Selfyssingum á Jáverk-vellinum í dag. Liðið heldur enn í veika von um að halda sæti sínu í Pepsi Max deildinni á næsta tímabili, en Guðni segir sigurinn í dag hafa verið verðskuldaðan. „Tilfinningin eftir leik er bara ofboðslega góð og ég er bara virkilega, virkilega stoltur af mínu liði í dag,“ sagði Guðni að leik loknum. „Við lögðum mikla vinnu í leikinn og stelpurnar skildu allt eftir úti á velli og við lögðum öll spilin á borðið. Þetta var verðskuldaður sigur.“ Önnur úrslit í dag þýða það að Tindastóll þarf að vinna lokaleik tímabilsins og treysta á önnur úrslit til að eiga möguleika á að halda sér í Pepsi Max deildinni á markatölunni einni. Guðni segir að liðið muni berjast fram á síðustu stundu. „Við munum allavega selja okkur dýrt. Við berjumst til síðasta lokaflauts og munum gera okkar besta og sjáum svo hverju það skilar okkur í næsta leik. Við mætum til leiks og gerum okkar besta.“ Seinasti leikur tímabilsins hjá Tindastól er heimaleikur gegn Stjörnunni. Guðni segir að undirbúningurinn fyrir þann leik verði svipaður og fyrir leikinn í dag. „Það er bara sama og í dag. Við þurfum bara að mæta með sömu stemningu og sama hugarfar og í þennan leik. Með þennan vilja er hægt að gera allt.“ Nokkuð var um tafir í seinni hálfleik í leik dagsins og sigurmark Tindastóls kom ekki fyrr en á níundu mínútu uppbótartíma. Fram að því höfðu Selfyssingar þjarmað að gestunum og voru líklegar til að jafna leikinn, en Guðni segist hafa verið nokkuð rólegur. „Við bjuggumst við að Selfyssingar myndu koma dýrvitlausar inn í seinni hálfleikinn. Þær færðu sig framar á völlinn sem þýddi það að það opnaðist pláss á bakvið sem við nýttum okkur frábærlega og Aldís gerði góð mörk hérna í lokin.“ „Við vorum þéttar en Selfossliðið er gott. Þær voru til alls líklegar til að jafna hérna en við náðum að loka vel fyrir sem ég er ánægður með og þetta var verðskuldaður sigur að mínu mati,“ sagði Guðni að lokum. Fótbolti Pepsi Max-deild kvenna Tindastóll Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Tindastóll 1-3 | Tindastóll heldur í veika von um að bjarga sér frá falli Tindastóll vann gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur gegn Selfyssingum í Pepsi Max deild kvenna í dag. Liðið heldur nú í veika von um að halda sæti sínu í deild þeirra bestu þegar aðeins ein umferð er eftir. 4. september 2021 13:16 Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Körfubolti Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Sjá meira
„Tilfinningin eftir leik er bara ofboðslega góð og ég er bara virkilega, virkilega stoltur af mínu liði í dag,“ sagði Guðni að leik loknum. „Við lögðum mikla vinnu í leikinn og stelpurnar skildu allt eftir úti á velli og við lögðum öll spilin á borðið. Þetta var verðskuldaður sigur.“ Önnur úrslit í dag þýða það að Tindastóll þarf að vinna lokaleik tímabilsins og treysta á önnur úrslit til að eiga möguleika á að halda sér í Pepsi Max deildinni á markatölunni einni. Guðni segir að liðið muni berjast fram á síðustu stundu. „Við munum allavega selja okkur dýrt. Við berjumst til síðasta lokaflauts og munum gera okkar besta og sjáum svo hverju það skilar okkur í næsta leik. Við mætum til leiks og gerum okkar besta.“ Seinasti leikur tímabilsins hjá Tindastól er heimaleikur gegn Stjörnunni. Guðni segir að undirbúningurinn fyrir þann leik verði svipaður og fyrir leikinn í dag. „Það er bara sama og í dag. Við þurfum bara að mæta með sömu stemningu og sama hugarfar og í þennan leik. Með þennan vilja er hægt að gera allt.“ Nokkuð var um tafir í seinni hálfleik í leik dagsins og sigurmark Tindastóls kom ekki fyrr en á níundu mínútu uppbótartíma. Fram að því höfðu Selfyssingar þjarmað að gestunum og voru líklegar til að jafna leikinn, en Guðni segist hafa verið nokkuð rólegur. „Við bjuggumst við að Selfyssingar myndu koma dýrvitlausar inn í seinni hálfleikinn. Þær færðu sig framar á völlinn sem þýddi það að það opnaðist pláss á bakvið sem við nýttum okkur frábærlega og Aldís gerði góð mörk hérna í lokin.“ „Við vorum þéttar en Selfossliðið er gott. Þær voru til alls líklegar til að jafna hérna en við náðum að loka vel fyrir sem ég er ánægður með og þetta var verðskuldaður sigur að mínu mati,“ sagði Guðni að lokum.
Fótbolti Pepsi Max-deild kvenna Tindastóll Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Tindastóll 1-3 | Tindastóll heldur í veika von um að bjarga sér frá falli Tindastóll vann gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur gegn Selfyssingum í Pepsi Max deild kvenna í dag. Liðið heldur nú í veika von um að halda sæti sínu í deild þeirra bestu þegar aðeins ein umferð er eftir. 4. september 2021 13:16 Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Körfubolti Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - Tindastóll 1-3 | Tindastóll heldur í veika von um að bjarga sér frá falli Tindastóll vann gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur gegn Selfyssingum í Pepsi Max deild kvenna í dag. Liðið heldur nú í veika von um að halda sæti sínu í deild þeirra bestu þegar aðeins ein umferð er eftir. 4. september 2021 13:16