Bændum í Skaftárhreppi stendur hreint ekki á sama um hlaupið Vésteinn Örn Pétursson og Snorri Másson skrifa 5. september 2021 14:07 Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum. Eldvatn í baksýn. Vísir/Egill Bóndi á Ytri-Ásum í Skaftárhreppi segist hafa áhyggjur af hlaupinu sem nú er hafið úr Eystri-Skaftárkatli. Hann segir að ef hlaupinu myndi svipa til þess sem varð árið 2015 yrði það allt annað en gæfulegt. „Það myndi fara mjög mikið fyrir því hérna. Því það er svo sáralítið farið að fjara hér eftir síðasta hlaup, í raun ekki neitt,“ segir Gísli Halldór Magnússon bóndi. Vatnið í Skaftá sé mikið fyrir, vegna hlaups úr vestari katlinum sem hófst í vikunni. Útlit er fyrir að vatn úr hlaupinu nái þjóðveginum annað kvöld. Þó er allur gangur á því hversu fljót hlaupin geta verið að brjótast fram. Því hefur Gísli sjálfur fengið að kynnast og hlaupið árið 2015 er honum í fersku minni, „Þá var þetta eins og flóðbylgja, sem var mjög óvenjulegt. En toppurinn kemur eftir svona tvo sólarhringa, lágmark.“ Vöxturinn í því hlaupi var mikill, líkt og Gísli vitnar sjálfur um. „Þá stóð mönnum ekki orðið á sama. Þetta kom bara eins og flóðbylgja fram, sem var sérstakt. Ég man að ég setti eitthvert prik út klukkan fimm um morguninn og til hálf tólf þá óx það um fjóra og hálfan metra í farveginum. Það er mikill vöxtur.“ Ráðum lítið við náttúruöflin Gísli segir fólk uggandi yfir hlaupinu sem nú er hafið. „Fólki er ekkert sama. Það er fénaður hér í hrauninu og hér á bæjum, til dæmis úti á Flögu, þá er hætta við að þar fari yfir tún og annað ef þetta verður mikið hlaup. Þetta brýtur úr öllum bökkum og rótar, fer yfir gróið land og eyðileggur. Þetta er svoddan leðja í þessu.“ Gísli hefur þannig nokkrar áhyggjur af því að mikið muni fara fyrir hlaupinu, með tilheyrandi eyðileggingu á gróðri og sandfoki sem kæmi upp þegar tæki að þorna. Hann segir þó að enn um sinn sé erfitt að segja til um áhrifin. „Ég vona náttúrulega að hlaupið verði sem minnst, það er nú ekkert annað. Við ráðum nú ekki neitt við náttúruna eða yfir henni, kannski sem betur fer.“ Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Landbúnaður Tengdar fréttir Hlaup hafið í Eystri-Skaftárkatli Hlaup er hafið úr Eystri-Skaftárkatli, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Hlaupið kemur í kjölfar hlaups úr vestari katlinum, sem nú er sagt í rénun. Ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að hlaupvatn nái þjóðveginum annað kvöld. 5. september 2021 12:06 Flogið yfir sigkatlana í Skaftárjökli Rennsli virðist fara hægt minnkandi í Skaftá við Sveinstind. Rennslið náði hámarki á miðnætti aðfaranótt 2. september og var þá um 520 rúmmetrar á sekúndu. 4. september 2021 10:08 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
„Það myndi fara mjög mikið fyrir því hérna. Því það er svo sáralítið farið að fjara hér eftir síðasta hlaup, í raun ekki neitt,“ segir Gísli Halldór Magnússon bóndi. Vatnið í Skaftá sé mikið fyrir, vegna hlaups úr vestari katlinum sem hófst í vikunni. Útlit er fyrir að vatn úr hlaupinu nái þjóðveginum annað kvöld. Þó er allur gangur á því hversu fljót hlaupin geta verið að brjótast fram. Því hefur Gísli sjálfur fengið að kynnast og hlaupið árið 2015 er honum í fersku minni, „Þá var þetta eins og flóðbylgja, sem var mjög óvenjulegt. En toppurinn kemur eftir svona tvo sólarhringa, lágmark.“ Vöxturinn í því hlaupi var mikill, líkt og Gísli vitnar sjálfur um. „Þá stóð mönnum ekki orðið á sama. Þetta kom bara eins og flóðbylgja fram, sem var sérstakt. Ég man að ég setti eitthvert prik út klukkan fimm um morguninn og til hálf tólf þá óx það um fjóra og hálfan metra í farveginum. Það er mikill vöxtur.“ Ráðum lítið við náttúruöflin Gísli segir fólk uggandi yfir hlaupinu sem nú er hafið. „Fólki er ekkert sama. Það er fénaður hér í hrauninu og hér á bæjum, til dæmis úti á Flögu, þá er hætta við að þar fari yfir tún og annað ef þetta verður mikið hlaup. Þetta brýtur úr öllum bökkum og rótar, fer yfir gróið land og eyðileggur. Þetta er svoddan leðja í þessu.“ Gísli hefur þannig nokkrar áhyggjur af því að mikið muni fara fyrir hlaupinu, með tilheyrandi eyðileggingu á gróðri og sandfoki sem kæmi upp þegar tæki að þorna. Hann segir þó að enn um sinn sé erfitt að segja til um áhrifin. „Ég vona náttúrulega að hlaupið verði sem minnst, það er nú ekkert annað. Við ráðum nú ekki neitt við náttúruna eða yfir henni, kannski sem betur fer.“
Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Landbúnaður Tengdar fréttir Hlaup hafið í Eystri-Skaftárkatli Hlaup er hafið úr Eystri-Skaftárkatli, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Hlaupið kemur í kjölfar hlaups úr vestari katlinum, sem nú er sagt í rénun. Ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að hlaupvatn nái þjóðveginum annað kvöld. 5. september 2021 12:06 Flogið yfir sigkatlana í Skaftárjökli Rennsli virðist fara hægt minnkandi í Skaftá við Sveinstind. Rennslið náði hámarki á miðnætti aðfaranótt 2. september og var þá um 520 rúmmetrar á sekúndu. 4. september 2021 10:08 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Hlaup hafið í Eystri-Skaftárkatli Hlaup er hafið úr Eystri-Skaftárkatli, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Hlaupið kemur í kjölfar hlaups úr vestari katlinum, sem nú er sagt í rénun. Ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að hlaupvatn nái þjóðveginum annað kvöld. 5. september 2021 12:06
Flogið yfir sigkatlana í Skaftárjökli Rennsli virðist fara hægt minnkandi í Skaftá við Sveinstind. Rennslið náði hámarki á miðnætti aðfaranótt 2. september og var þá um 520 rúmmetrar á sekúndu. 4. september 2021 10:08