Búist við að flóðið nái yfir stórt svæði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. september 2021 13:19 Nýja brúin yfir Eldvatn hjá Ásum en búist er við hlaupið nái hámarki þar á morgun. Vísir/Egill Mikið hefur hægt á vexti Skaftárhlaupsins við Sveinstind síðan í gærkvöldi en búist er við að vatn flæði yfir stórt svæði á næstu dögum. Mikil úrkoma á svæðinu auk hlaups úr vestari katlinum geri að verkum að flóðasvæðið sé mettað af vatni sem auki líklega útbreiðslu hlaupsins. Hulda Rós Helgadóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir að hámarksrennsli við Sveinstind sé náð en vöxtur hlaupsins hafi verið mjög hraður þar til að byrja með í gær. „Rennslið í Skaftá við Sveinstind hefur haldist nokkuð svipað frá því í gærkvöldi. En rennslið í Eldvatni við Ása hefur aukist talsvert. Við gerum hins vegar ekki ráð fyrir að hámarkinu þar verði náð fyrr en á morgun,“ segir Hulda. Þróun hlaupsins í nótt bendir til þess að hámarksrennsli hlaupsins nú verði minna en bæði 2015 og jafnvel 2018. „Áin mun sennilega flæða út í Eldhraun. Eftir mikla úrkomu síðustu daga og síðasta hlaup er hraunið frekar vatnsmettað fyrir þannig að það hlaupvatn sem er núna á leiðinni niður eftir mun sennilega ekki ná að síast vel ofan í það þannig að það mun líklegast flæða yfir nokkuð stórt svæði,“ segir Hulda Rós. Óðinn Þórarinsson framkvæmdastjóri athugana- og tæknisviðs Veðurstofunnar bendir á að hámark hlaupsins komi fram á mismunandi stöðum og tímum. „Fyrst sjáum við hámarkið við Sveinstind, svo við Eldvatn hjá Ásum og svo er þriðja hámarkið þegar það flæðir vatn yfir hraunið,“ segir Óðinn. Hann tekur undir með Huldu um að búast megi við að það flæði yfir stórt svæði. „Það byrjar að flæða út á hraunið upp í Skaftárdal og þar fer þetta að dreifast austur með Skaftá og út á hraunin. Og af því við fengum flóð upp úr vestari katlinum fyrir nokkrum dögum þá er þetta orðið nokkuð gegnsósa og grunnvatnsgeymirinn þarna undir er nánast fullur. Það er því hætt við að vatn renni núna ofan í Tungulæk á yfirborði,“ segir Óðinn að lokum. Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Tengdar fréttir Þróunin bendir til að hámark verði minna en bæði 2015 og 2018 Rennsli við Eldvatn í Skaftá hefur aukist jafnt og þétt frá því í gærkvöldi og mælist nú rúmlega 520 rúmmetrar á sekúndu. Þróun hlaupsins í nótt bendir til að hámarksrennsli hlaupsins verði nú minna en bæði í hlaupunum 2015 og 2018. 7. september 2021 10:01 Hlaupið heldur að sækja í sig veðrið Hlaupið úr Eystri-Skaftárkatli virðist heldur vera að sækja í sig veðrið á ný með morgninum eftir að rennslið við vatnshæðarmælinn við Sveinstind var nokkuð stöðugt í nótt. 7. september 2021 06:51 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Hulda Rós Helgadóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir að hámarksrennsli við Sveinstind sé náð en vöxtur hlaupsins hafi verið mjög hraður þar til að byrja með í gær. „Rennslið í Skaftá við Sveinstind hefur haldist nokkuð svipað frá því í gærkvöldi. En rennslið í Eldvatni við Ása hefur aukist talsvert. Við gerum hins vegar ekki ráð fyrir að hámarkinu þar verði náð fyrr en á morgun,“ segir Hulda. Þróun hlaupsins í nótt bendir til þess að hámarksrennsli hlaupsins nú verði minna en bæði 2015 og jafnvel 2018. „Áin mun sennilega flæða út í Eldhraun. Eftir mikla úrkomu síðustu daga og síðasta hlaup er hraunið frekar vatnsmettað fyrir þannig að það hlaupvatn sem er núna á leiðinni niður eftir mun sennilega ekki ná að síast vel ofan í það þannig að það mun líklegast flæða yfir nokkuð stórt svæði,“ segir Hulda Rós. Óðinn Þórarinsson framkvæmdastjóri athugana- og tæknisviðs Veðurstofunnar bendir á að hámark hlaupsins komi fram á mismunandi stöðum og tímum. „Fyrst sjáum við hámarkið við Sveinstind, svo við Eldvatn hjá Ásum og svo er þriðja hámarkið þegar það flæðir vatn yfir hraunið,“ segir Óðinn. Hann tekur undir með Huldu um að búast megi við að það flæði yfir stórt svæði. „Það byrjar að flæða út á hraunið upp í Skaftárdal og þar fer þetta að dreifast austur með Skaftá og út á hraunin. Og af því við fengum flóð upp úr vestari katlinum fyrir nokkrum dögum þá er þetta orðið nokkuð gegnsósa og grunnvatnsgeymirinn þarna undir er nánast fullur. Það er því hætt við að vatn renni núna ofan í Tungulæk á yfirborði,“ segir Óðinn að lokum.
Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Tengdar fréttir Þróunin bendir til að hámark verði minna en bæði 2015 og 2018 Rennsli við Eldvatn í Skaftá hefur aukist jafnt og þétt frá því í gærkvöldi og mælist nú rúmlega 520 rúmmetrar á sekúndu. Þróun hlaupsins í nótt bendir til að hámarksrennsli hlaupsins verði nú minna en bæði í hlaupunum 2015 og 2018. 7. september 2021 10:01 Hlaupið heldur að sækja í sig veðrið Hlaupið úr Eystri-Skaftárkatli virðist heldur vera að sækja í sig veðrið á ný með morgninum eftir að rennslið við vatnshæðarmælinn við Sveinstind var nokkuð stöðugt í nótt. 7. september 2021 06:51 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Þróunin bendir til að hámark verði minna en bæði 2015 og 2018 Rennsli við Eldvatn í Skaftá hefur aukist jafnt og þétt frá því í gærkvöldi og mælist nú rúmlega 520 rúmmetrar á sekúndu. Þróun hlaupsins í nótt bendir til að hámarksrennsli hlaupsins verði nú minna en bæði í hlaupunum 2015 og 2018. 7. september 2021 10:01
Hlaupið heldur að sækja í sig veðrið Hlaupið úr Eystri-Skaftárkatli virðist heldur vera að sækja í sig veðrið á ný með morgninum eftir að rennslið við vatnshæðarmælinn við Sveinstind var nokkuð stöðugt í nótt. 7. september 2021 06:51