Telja að brennuvargur hafi kveikt gróðurelda í Galisíu Kjartan Kjartansson skrifar 7. september 2021 17:57 Slökkviliðsmaður dælir vatni á brennandi skóg við Ribas de Sil í Galisíu. Vísir/EPA Yfirvöld í Galisíu á norðvestanverðum Spáni telja að einhver hafi vísvitandi tendrað gróðurelda sem geisa nú í sjálfstjórnarhéraðinu. Eldurinn brennur enn stjórnlaust þrátt fyrir að fjöldi slökkviliðsmanna berjist við hann með hjálp flugvéla og þyrla. Fyrst varð vart við eldinn nærri smábænum Ribas de Sil síðdegis í gær. Vegum og járnbrautarsporum var lokað vegna mikils reyks sem lagði frá eldinum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Manuel Rodríguez, umhverfisstjóri á svæðinu, sagði fjölmiðum í dag að eldurinn hafi klárlega verið kveiktur vísvitandi. Rannsakendur hafi fundið merki um að eldurinn hafi kviknað á nokkrum stöðum samtímis. „Hver sá sem gerði þetta vissi fullvel að þetta ætti eftir að valda miklu tjóni,“ sagði Rodríguez. Nú þegar hafa um þúsund hektarar lands orðið eldinum að bráð. Íbúar í þorpinu Rairos voru varaðir við því að eldurinn gæti náð þangað en ekki er talið að hús þar séu í hættu að svo stöddu. Neyðarsveitir spænska hersins sendu liðsauka til að berjast við eldinn. Nú reyna 49 teymi slökkviliðsmanna, átta flugvélar og fjórtán þyrlur að ráða niðurlögum hans. Heitt og þurrt veður hafa torveldað slökkvistarfið en auk þess lágu fjarskipti niðri í gærkvöldi. Gróðureldar hafa nú brunnið á meira en 74.200 hekturum á Spáni á þessu ári. Það er meira en meðaltal síðustu tíu ára en töluvert frá þeim 190.000 hekturum sem brunnu metárið 2012. Sjö af tíu hlýjustu árum frá upphafi mælingar á Spáni hafa orðið síðasta áratuginn. Spánn Loftslagsmál Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira
Fyrst varð vart við eldinn nærri smábænum Ribas de Sil síðdegis í gær. Vegum og járnbrautarsporum var lokað vegna mikils reyks sem lagði frá eldinum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Manuel Rodríguez, umhverfisstjóri á svæðinu, sagði fjölmiðum í dag að eldurinn hafi klárlega verið kveiktur vísvitandi. Rannsakendur hafi fundið merki um að eldurinn hafi kviknað á nokkrum stöðum samtímis. „Hver sá sem gerði þetta vissi fullvel að þetta ætti eftir að valda miklu tjóni,“ sagði Rodríguez. Nú þegar hafa um þúsund hektarar lands orðið eldinum að bráð. Íbúar í þorpinu Rairos voru varaðir við því að eldurinn gæti náð þangað en ekki er talið að hús þar séu í hættu að svo stöddu. Neyðarsveitir spænska hersins sendu liðsauka til að berjast við eldinn. Nú reyna 49 teymi slökkviliðsmanna, átta flugvélar og fjórtán þyrlur að ráða niðurlögum hans. Heitt og þurrt veður hafa torveldað slökkvistarfið en auk þess lágu fjarskipti niðri í gærkvöldi. Gróðureldar hafa nú brunnið á meira en 74.200 hekturum á Spáni á þessu ári. Það er meira en meðaltal síðustu tíu ára en töluvert frá þeim 190.000 hekturum sem brunnu metárið 2012. Sjö af tíu hlýjustu árum frá upphafi mælingar á Spáni hafa orðið síðasta áratuginn.
Spánn Loftslagsmál Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira