Gert er ráð fyrir að tveir þriðju hlutar heildarrúmmáls sé nú þegar kominn fram við Sveinstind.
Rennsli á mælum við þjóðveg 1 mælist 600 rúmmetrar á sekúndu og hefur haldist svipað frá því um miðnætti.
Sérfræðingar Veðurstofunnar fóru í eftirlitsflug yfir flóðasvæðið í gær til að kanna áhrif hlaupsins.
Útbreiðsla þess nálægt jökli reyndist minni en í hlaupinu 2018. Hámarksrennsli þess er einnig minna en fyrir þremur árum.
Sérfræðingar munu funda um stöðu mála klukkan 14 í dag og meta hvert framhald hlaupsins verður.
Uppfært: Villa var í upprunalegri tilkynningu Veðurstofunnar þar sem stóð að einn þriðji hluti heildarrúmmáls væri kominn fram. Það hefur verið lagað.
Ragnar Axelsson ljósmyndari Vísis, betur þekktur sem RAX, flaug yfir Skaftá og Skaftárjökul í gær þar sem hann tók myndir og myndband sem má finna í fréttinni hér: