Réttarhöld vegna hryðjuverkanna í París hafin Þorgils Jónsson skrifar 8. september 2021 10:51 Réttarhöld hefjast í dag yfir Salah Abdeslam og nítján öðrum sakborningum vegna hryðjuverkaárásarinnar í París árið 2015. Abdeslam er sá eini af árásarmönnunum níu sem er enn á lífi, en hefur hingað til neitað að tjá sig við yfirvöld. Réttarhöld hefjast í dag yfir tuttugu mönnum sem sakaðir eru um aðild að hryðjuverkaárásunum í París haustið 2015. Alls létust 130 manns og hundruð særðust þegar níu menn vopnaðir byssum og sprengjuvestum létu til skarar skríða við þjóðarleikvanginn Stade de France, tónleikahúsinu Bataclan og veitingastöðum og kaffihúsum víða um borgina. Þetta var mannskæðasta árás sem framin hefur verið í Frakklandi frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Hryðjuverkahópurinn framdi ódæðið í nafni öfgahreyfingarinnar Íslamska ríkisins. Aðeins einn árásarmannanna, Salah Abdeslam að nafni, er enn á lífi að nafni, en hann flúði af vettvangi eftir að sprengjuvestið hans virkaði ekki. Hann var handtekinn í heimaborg sinni Brussel í Belgíu í mars 2016. Sama hryðjuverkasella stóð fyrir annarri árás í Brussel fjórum dögum síðar, þar sem 32 létust. Neitar að tjá sig Í frétt AP kemur fram að Abdeslam er sá eini í hópi sakborninga sem er ákærður fyrir morð, en hefur hingað til neitað með öllu að tjá sig við yfirvöld. Vonast var til þess að hann gæti gefið upplýsingar um útbreiðslu og áhrif Íslamska ríkisins og annarra hryðjuverkahópa í Evrópu. Níu mánaða dagskrá Réttarhöldin verða gríðarlega umfangsmikil um er áætlað að þau muni standa í níu mánuði. Fyrst verða lögð fram sönnunargögn, í næsta mánuði hefjast vitnaleiðslur yfir fórnarlömbum árásarinnar. Í nóvember og desember koma önnur vitni fyrir dóminn, þar á meðal François Hollande, fyrrverandi forseti Frakklands, og skyldmenni árásarmannanna. Áætlað er að kalla Abdeslam margoft til vitnis á meðan réttarhöldunum stendur, en ekki er búist við því að hann tjái sig frekar en fyrr. Réttarhöldin fara fram í hinu sögufræga dómshúsi Palais de Justice, þar sem Marie Antoinette og Emile Zola voru áður leidd fyrir dóm. Þar verður þröngt á þingi næstu mánuði, enda eru um 1.800 stefnendur og 350 lögmenn sem koma að málinu. Frakkland Tengdar fréttir Einn hryðjuverkamannanna í París sakfelldur Dómstóll í Belgíu hefur dæmt Sala Abdeslam, eina eftirlifandi sakborninginn sem grunaður er um aðild að hryðjuverkaárásinni í París árið 2015, fyrir að hafa skotið að lögreglumönnum sem reyndu að handtaka hann. 23. apríl 2018 08:28 Neita að verja Abdeslam Lögmenn eina eftirlifandi árásarmannsins í París segja hann ekki svara spurningum þeirra. 12. október 2016 11:45 Hópurinn ætlaði upphaflega að gera aðra árás í París Breyttu áætlum sínum eftir að Salah Abdeslam var handtekinn. 10. apríl 2016 10:50 Salah Abdeslam framseldur til Frakklands Abdeslam er grunaður um að vera einn af höfuðpaurum hryðjuverkaárásanna í París á síðasta ári. 31. mars 2016 18:06 Dramatískt myndband af handtöku lögreglu í Brussel Myndbandið er því mögulega af handtöku á Saleh Abdeslam, einum höfuðpaura hryðjuverkaárásanna í París í nóvember. 18. mars 2016 19:51 Árásirnar í París: Hollande segir ISIS vera heigla Forsetinn vill að ESB vakti ytri landamæri sambandsins betur. 16. nóvember 2015 12:45 Búið að bera kennsl á 106 af þeim sem féllu Tala látinna í hermdarverkunum í París var hækkuð upp í 132 í dag en var síðar lækkuð aftur. 15. nóvember 2015 23:55 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Þetta var mannskæðasta árás sem framin hefur verið í Frakklandi frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Hryðjuverkahópurinn framdi ódæðið í nafni öfgahreyfingarinnar Íslamska ríkisins. Aðeins einn árásarmannanna, Salah Abdeslam að nafni, er enn á lífi að nafni, en hann flúði af vettvangi eftir að sprengjuvestið hans virkaði ekki. Hann var handtekinn í heimaborg sinni Brussel í Belgíu í mars 2016. Sama hryðjuverkasella stóð fyrir annarri árás í Brussel fjórum dögum síðar, þar sem 32 létust. Neitar að tjá sig Í frétt AP kemur fram að Abdeslam er sá eini í hópi sakborninga sem er ákærður fyrir morð, en hefur hingað til neitað með öllu að tjá sig við yfirvöld. Vonast var til þess að hann gæti gefið upplýsingar um útbreiðslu og áhrif Íslamska ríkisins og annarra hryðjuverkahópa í Evrópu. Níu mánaða dagskrá Réttarhöldin verða gríðarlega umfangsmikil um er áætlað að þau muni standa í níu mánuði. Fyrst verða lögð fram sönnunargögn, í næsta mánuði hefjast vitnaleiðslur yfir fórnarlömbum árásarinnar. Í nóvember og desember koma önnur vitni fyrir dóminn, þar á meðal François Hollande, fyrrverandi forseti Frakklands, og skyldmenni árásarmannanna. Áætlað er að kalla Abdeslam margoft til vitnis á meðan réttarhöldunum stendur, en ekki er búist við því að hann tjái sig frekar en fyrr. Réttarhöldin fara fram í hinu sögufræga dómshúsi Palais de Justice, þar sem Marie Antoinette og Emile Zola voru áður leidd fyrir dóm. Þar verður þröngt á þingi næstu mánuði, enda eru um 1.800 stefnendur og 350 lögmenn sem koma að málinu.
Frakkland Tengdar fréttir Einn hryðjuverkamannanna í París sakfelldur Dómstóll í Belgíu hefur dæmt Sala Abdeslam, eina eftirlifandi sakborninginn sem grunaður er um aðild að hryðjuverkaárásinni í París árið 2015, fyrir að hafa skotið að lögreglumönnum sem reyndu að handtaka hann. 23. apríl 2018 08:28 Neita að verja Abdeslam Lögmenn eina eftirlifandi árásarmannsins í París segja hann ekki svara spurningum þeirra. 12. október 2016 11:45 Hópurinn ætlaði upphaflega að gera aðra árás í París Breyttu áætlum sínum eftir að Salah Abdeslam var handtekinn. 10. apríl 2016 10:50 Salah Abdeslam framseldur til Frakklands Abdeslam er grunaður um að vera einn af höfuðpaurum hryðjuverkaárásanna í París á síðasta ári. 31. mars 2016 18:06 Dramatískt myndband af handtöku lögreglu í Brussel Myndbandið er því mögulega af handtöku á Saleh Abdeslam, einum höfuðpaura hryðjuverkaárásanna í París í nóvember. 18. mars 2016 19:51 Árásirnar í París: Hollande segir ISIS vera heigla Forsetinn vill að ESB vakti ytri landamæri sambandsins betur. 16. nóvember 2015 12:45 Búið að bera kennsl á 106 af þeim sem féllu Tala látinna í hermdarverkunum í París var hækkuð upp í 132 í dag en var síðar lækkuð aftur. 15. nóvember 2015 23:55 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Einn hryðjuverkamannanna í París sakfelldur Dómstóll í Belgíu hefur dæmt Sala Abdeslam, eina eftirlifandi sakborninginn sem grunaður er um aðild að hryðjuverkaárásinni í París árið 2015, fyrir að hafa skotið að lögreglumönnum sem reyndu að handtaka hann. 23. apríl 2018 08:28
Neita að verja Abdeslam Lögmenn eina eftirlifandi árásarmannsins í París segja hann ekki svara spurningum þeirra. 12. október 2016 11:45
Hópurinn ætlaði upphaflega að gera aðra árás í París Breyttu áætlum sínum eftir að Salah Abdeslam var handtekinn. 10. apríl 2016 10:50
Salah Abdeslam framseldur til Frakklands Abdeslam er grunaður um að vera einn af höfuðpaurum hryðjuverkaárásanna í París á síðasta ári. 31. mars 2016 18:06
Dramatískt myndband af handtöku lögreglu í Brussel Myndbandið er því mögulega af handtöku á Saleh Abdeslam, einum höfuðpaura hryðjuverkaárásanna í París í nóvember. 18. mars 2016 19:51
Árásirnar í París: Hollande segir ISIS vera heigla Forsetinn vill að ESB vakti ytri landamæri sambandsins betur. 16. nóvember 2015 12:45
Búið að bera kennsl á 106 af þeim sem féllu Tala látinna í hermdarverkunum í París var hækkuð upp í 132 í dag en var síðar lækkuð aftur. 15. nóvember 2015 23:55