Byltingarkennd lofthreinsistöð á Hellisheiði Heimir Már Pétursson skrifar 8. september 2021 17:08 Með þessum tækjabúnaði svissneska fyrirtækisins Climeworks er koltvísýringur sogaður úr andrúmsloftinu og honum síðan fargað með aðferð íslenska nýsköpunarfyrirtækisins Carbfix. Stöð 2/Bjarni Í dag hófst starfsemi í lofthreinsistöðinni Orca skammt frá Hellisheiðarvirkjun sem fangar koltvísýring úr andrúmsloftinu og fargar honum í samstarfi við íslenska nýsköpunarfyrirtækið Carbfix. Þetta er fyrsta lofthreinsistöð þessarar tegundar í heiminum. „Aðferð svissneska fyrirtækisins Climeworks gerir beina loftföngun og -förgun að raunveruleika,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þannig sé verið að svara kalli Loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðina um brýna þörf á föngun og förgun koltvísýrings úr andrúmsloftinu. Christoph Beuttler yfirmaður loftlagsstefnu Climeworks var viðstaddur þegar starfsemi hófst í Orca stöð fyrirtækisins við Hellisheiðarvirkjun í dag.Stöð 2/Bjarni Cristoph Beuttler yfirmaður loftlagsstefnu Climeworks var viðstaddur opnun Orca stöðvarinnar við Hellisheiðarvirkjun í dag. Hann segir stöðina gríðarstóran áfang í beinni loftföngun en stöðin geti fangað 4.000 tonn af CO2 á ári hverju. Koltvísýringnurinn væri fjarlæður beint úr andrúmslofti á öruggan hátt og fargað varanlega með því að breyta honum í stein með náttúrulegri aðferð íslenska nýsköpunarfyrirtækisins Carbfix. „Þessi aðferð getur verið hluti af lausn loftlagsvandans ef starfsemin er verður aukin eftir því sem fram líða stundir víða um heim,“ segir Beuttler. Losa þurfi milljarða tonna af koltvísýringi úr andrúmsloftinu fram til ársins 2050 eigi mannkynið að komast af. Stöðin væri sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum og stökkpallur fyrir Climeworks sem stefni að því að geta fangað megatonni fyrir síðari hluta þessa áratugar með leiðandi lausn sem jafnframt væri auðvelt er að skala upp. Orca fargi CO2 á varanlegan og mælanlegan hátt. „Og setur fordæmi á markaði fyrir hágæða, sannreynanlega förgun á koltvísýringi með því að vera fyrsta beina loftföngunar- og förgunarþjónustan með sannreinanlegt ferli í heiminum," segir í tilkynningu. Þetta hafi verið staðfest um miðjan júní á þessu ári af sjálfstæðum DNV stöðlunaraðila. Beuttler segir hægt að fanga koltvísýring með tækni fyrirtækisins alls staðar í heiminum. „Ísland er hins vegar augljós kostur þar sem aðgangur er af ódýrri orku með sem er framleidd með nánast engu kolefnisspori. Þá höfum við aðgang að tækni Carbfix sem kemur koltvísýringnum varanlega fyrir með því að breyta honum í stein með niðurdælingu í jörð,“ segir Beuttler. Edda Sif Pind Aradóttir forstjóri Carbfix segir Climeworks mikilvægan viðskiptavin í kaupum á förgun koltvísýrings.Stöð 2/Bjarni Edda Sif Pind Aradóttir forstjóri Carbfix segir samstarfið við Climeworks mikilvægt í útbreiðslu förgunaraðferðar fyrirtækisins. En Carbfix er nú þegar með í verkefnum í Tyrklandi og fleiri ríkjum við að farga koltvísýringi og koma honum fyrir í jörðu niðri og umbreyta honum í stein. „Við höfum verið að vinna með Orku náttúrunnar í að koldíoxíð sem annars yrði sleppt frá Hellisheiðarvirkjun. Nú erum við að gera gott um betur og líka hreinsa það sem þegar hefur verið losað út í andrúmsloftið," segir Edda Sif. Nánar verður fjallað um þetta mál í kvöldfréttum okkar á Stöð 2. Loftslagsmál Ölfus Jarðhiti Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira
„Aðferð svissneska fyrirtækisins Climeworks gerir beina loftföngun og -förgun að raunveruleika,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þannig sé verið að svara kalli Loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðina um brýna þörf á föngun og förgun koltvísýrings úr andrúmsloftinu. Christoph Beuttler yfirmaður loftlagsstefnu Climeworks var viðstaddur þegar starfsemi hófst í Orca stöð fyrirtækisins við Hellisheiðarvirkjun í dag.Stöð 2/Bjarni Cristoph Beuttler yfirmaður loftlagsstefnu Climeworks var viðstaddur opnun Orca stöðvarinnar við Hellisheiðarvirkjun í dag. Hann segir stöðina gríðarstóran áfang í beinni loftföngun en stöðin geti fangað 4.000 tonn af CO2 á ári hverju. Koltvísýringnurinn væri fjarlæður beint úr andrúmslofti á öruggan hátt og fargað varanlega með því að breyta honum í stein með náttúrulegri aðferð íslenska nýsköpunarfyrirtækisins Carbfix. „Þessi aðferð getur verið hluti af lausn loftlagsvandans ef starfsemin er verður aukin eftir því sem fram líða stundir víða um heim,“ segir Beuttler. Losa þurfi milljarða tonna af koltvísýringi úr andrúmsloftinu fram til ársins 2050 eigi mannkynið að komast af. Stöðin væri sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum og stökkpallur fyrir Climeworks sem stefni að því að geta fangað megatonni fyrir síðari hluta þessa áratugar með leiðandi lausn sem jafnframt væri auðvelt er að skala upp. Orca fargi CO2 á varanlegan og mælanlegan hátt. „Og setur fordæmi á markaði fyrir hágæða, sannreynanlega förgun á koltvísýringi með því að vera fyrsta beina loftföngunar- og förgunarþjónustan með sannreinanlegt ferli í heiminum," segir í tilkynningu. Þetta hafi verið staðfest um miðjan júní á þessu ári af sjálfstæðum DNV stöðlunaraðila. Beuttler segir hægt að fanga koltvísýring með tækni fyrirtækisins alls staðar í heiminum. „Ísland er hins vegar augljós kostur þar sem aðgangur er af ódýrri orku með sem er framleidd með nánast engu kolefnisspori. Þá höfum við aðgang að tækni Carbfix sem kemur koltvísýringnum varanlega fyrir með því að breyta honum í stein með niðurdælingu í jörð,“ segir Beuttler. Edda Sif Pind Aradóttir forstjóri Carbfix segir Climeworks mikilvægan viðskiptavin í kaupum á förgun koltvísýrings.Stöð 2/Bjarni Edda Sif Pind Aradóttir forstjóri Carbfix segir samstarfið við Climeworks mikilvægt í útbreiðslu förgunaraðferðar fyrirtækisins. En Carbfix er nú þegar með í verkefnum í Tyrklandi og fleiri ríkjum við að farga koltvísýringi og koma honum fyrir í jörðu niðri og umbreyta honum í stein. „Við höfum verið að vinna með Orku náttúrunnar í að koldíoxíð sem annars yrði sleppt frá Hellisheiðarvirkjun. Nú erum við að gera gott um betur og líka hreinsa það sem þegar hefur verið losað út í andrúmsloftið," segir Edda Sif. Nánar verður fjallað um þetta mál í kvöldfréttum okkar á Stöð 2.
Loftslagsmál Ölfus Jarðhiti Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira