Koltvísýringur sogaður úr andrúmsloftinu á Hellisheiði Heimir Már Pétursson skrifar 8. september 2021 20:02 Söfunarkassar Climeworks eru einfaldir í uppsetningu. Töluverðan varma þarf fyrir starfsemina. Stöð 2/Bjarni Í dag hófst starfsemi í fyrstu og stærstu heildstæðu lofthreinsi- og förgunarstöð í heiminum skammt frá Hellisheiðarvirkjun. Stöðin getur fangað allt að fjögur þúsund tonn af koltvísýringi úr andrúmsloftinu á ári og auðvelt er að auka afköstin. Það er ljóst aðmannkynið þarf að grípa til ýmissra ráða til að berjast gegn loftlagsbreytingunum. Til dæmis með því að setja upp búnað eins og Climeworks hefur sett upp við Heillisheiðarvirkjun sem beinlínis sogar koltvísýringinn úr andrúmsloftinu. Svissneska fyrirtækið Climeworks opnaði lofthreinsistöðina Orca með formlegum hætti í dag en aðeins eru liðnir sextán mánuðir frá því uppbygging stöðvarinnar hófst í maí í fyrra. Tæknin byggir á safnkössum sem tiltölulega einfalt er að setja upp og þar með að stækka stöðina og auka afköstin. Christoph Beuttler segir bæði nauðsynlegt að draga mikið úr losun gróðurhúsalofttegunda og ná þeim til baka úr andrúmsloftinu.Stöð 2/Bjarni Chrostoph Buettler yfirmaður loftlagsstefnu Climeworks segir ekki aðeins þörf á að draga mikið úr losun gróðurhúsalofttegunda heldur þurfi einnig að ná þeim úr andrúmsloftinu. „Þetta er fyrsta viðskiptalega loftföngunar- og geymsluverið í heiminum og um leið það stærsta. Þetta er sögulegt því allar loftslagsrannsóknir sýna að við verðum ekki bara að draga verulega úr losun heldur verðum við einnig að taka koltvísýring úr loftinu því við höfum nú þegar losað of mikið af honum,“ segir Buettler. Viðskiptavinirnir eru þegar um átta þúsund auk stórfyrirtækja eins og Microsoft sem vilja minnka kolefnisspor sittt. Buettler segir þessa aðferð þó ekki hina endanlegu lausn á loftlagsvandanum. „Þetta er ekki svarið. Þetta er ekki töfralausnin. En með minni losun og öðrum aðferðum við að fjarlægja koltvísýring úr loftinu getur þetta orðið lausnin ef það er byggt upp nógu fljótt,“ segir Buettler. Forstjóri Carbfix segir Climeworks mikilvægan viðskiptavin í kaupum á förgun á koltvísýringi.Stöð 2/Bjarni Orka náttúrunnar og Carbfix eru samstarfsaðilar Orca stöðvar Climeworks við Hellisheiðarvirkjun. En Carbfix hefur þróað aðferð sem blandar koltvísýringnum við vatn sem dælt er niður í jörðina þar sem hann breytist í stein á tveimur árum. Aðferðin hefur verið notuð til að farga CO2 frá starfsemi Hellisheiðarvirkjunar en er nú í fyrsta skipti notuð við förgun koltvísýrings sem fangaður er beint úr andrúmsloftinu. Edda Sif Pind Aradóttir forstjóri Carbfix segir að með komu Climeworks eignist Carbfix mikilvægan viðskiptavin. „Og ekki bara það. Við erum að taka þátt í að láta nýjan iðnað spretta úr grasi. Þannig að þetta er mjög mikilvægur áfangi fyrir okkur. Bætir í rauninni nýrri leið til þess að fá koldíoxíð inn í okkar förgunarferli með því að tengja okkur við svona loftsugur,“ segir Edda Sif. Loftslagsmál Orkumál Ölfus Jarðhiti Tengdar fréttir Byltingarkennd lofthreinsistöð á Hellisheiði Í dag hófst starfsemi í lofthreinsistöðinni Orca skammt frá Hellisheiðarvirkjun sem fangar koltvísýring úr andrúmsloftinu og fargar honum í samstarfi við íslenska nýsköpunarfyrirtækið Carbfix. Þetta er fyrsta lofthreinsistöð þessarar tegundar í heiminum. 8. september 2021 17:08 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Sjá meira
Það er ljóst aðmannkynið þarf að grípa til ýmissra ráða til að berjast gegn loftlagsbreytingunum. Til dæmis með því að setja upp búnað eins og Climeworks hefur sett upp við Heillisheiðarvirkjun sem beinlínis sogar koltvísýringinn úr andrúmsloftinu. Svissneska fyrirtækið Climeworks opnaði lofthreinsistöðina Orca með formlegum hætti í dag en aðeins eru liðnir sextán mánuðir frá því uppbygging stöðvarinnar hófst í maí í fyrra. Tæknin byggir á safnkössum sem tiltölulega einfalt er að setja upp og þar með að stækka stöðina og auka afköstin. Christoph Beuttler segir bæði nauðsynlegt að draga mikið úr losun gróðurhúsalofttegunda og ná þeim til baka úr andrúmsloftinu.Stöð 2/Bjarni Chrostoph Buettler yfirmaður loftlagsstefnu Climeworks segir ekki aðeins þörf á að draga mikið úr losun gróðurhúsalofttegunda heldur þurfi einnig að ná þeim úr andrúmsloftinu. „Þetta er fyrsta viðskiptalega loftföngunar- og geymsluverið í heiminum og um leið það stærsta. Þetta er sögulegt því allar loftslagsrannsóknir sýna að við verðum ekki bara að draga verulega úr losun heldur verðum við einnig að taka koltvísýring úr loftinu því við höfum nú þegar losað of mikið af honum,“ segir Buettler. Viðskiptavinirnir eru þegar um átta þúsund auk stórfyrirtækja eins og Microsoft sem vilja minnka kolefnisspor sittt. Buettler segir þessa aðferð þó ekki hina endanlegu lausn á loftlagsvandanum. „Þetta er ekki svarið. Þetta er ekki töfralausnin. En með minni losun og öðrum aðferðum við að fjarlægja koltvísýring úr loftinu getur þetta orðið lausnin ef það er byggt upp nógu fljótt,“ segir Buettler. Forstjóri Carbfix segir Climeworks mikilvægan viðskiptavin í kaupum á förgun á koltvísýringi.Stöð 2/Bjarni Orka náttúrunnar og Carbfix eru samstarfsaðilar Orca stöðvar Climeworks við Hellisheiðarvirkjun. En Carbfix hefur þróað aðferð sem blandar koltvísýringnum við vatn sem dælt er niður í jörðina þar sem hann breytist í stein á tveimur árum. Aðferðin hefur verið notuð til að farga CO2 frá starfsemi Hellisheiðarvirkjunar en er nú í fyrsta skipti notuð við förgun koltvísýrings sem fangaður er beint úr andrúmsloftinu. Edda Sif Pind Aradóttir forstjóri Carbfix segir að með komu Climeworks eignist Carbfix mikilvægan viðskiptavin. „Og ekki bara það. Við erum að taka þátt í að láta nýjan iðnað spretta úr grasi. Þannig að þetta er mjög mikilvægur áfangi fyrir okkur. Bætir í rauninni nýrri leið til þess að fá koldíoxíð inn í okkar förgunarferli með því að tengja okkur við svona loftsugur,“ segir Edda Sif.
Loftslagsmál Orkumál Ölfus Jarðhiti Tengdar fréttir Byltingarkennd lofthreinsistöð á Hellisheiði Í dag hófst starfsemi í lofthreinsistöðinni Orca skammt frá Hellisheiðarvirkjun sem fangar koltvísýring úr andrúmsloftinu og fargar honum í samstarfi við íslenska nýsköpunarfyrirtækið Carbfix. Þetta er fyrsta lofthreinsistöð þessarar tegundar í heiminum. 8. september 2021 17:08 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Sjá meira
Byltingarkennd lofthreinsistöð á Hellisheiði Í dag hófst starfsemi í lofthreinsistöðinni Orca skammt frá Hellisheiðarvirkjun sem fangar koltvísýring úr andrúmsloftinu og fargar honum í samstarfi við íslenska nýsköpunarfyrirtækið Carbfix. Þetta er fyrsta lofthreinsistöð þessarar tegundar í heiminum. 8. september 2021 17:08