Yngjandi undravatn í pottunum í Stykkishólmi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. september 2021 06:36 Arnar Hreiðarsson sér um sundlaugarnar í Stykkishólmi. Vísir/Sigurjón Einstakt vatn rennur í heitu pottana í Stykkishólmi en það er blandað náttúrulegum efnum sem finnast hvergi annars staðar á landinu. Forstöðumaðurinn líkir vatninu við undravatn, segir það yngjandi og geta ráðið bug á ýmsum húðsjúkdómum. Pottarnir við sundlaugina í Stykkishólmi virðast ósköp hefðbundnir en það sem margir vita ekki er að í þá rennur einstakt, vottað hitaveituvatn úr borholu. Vatnið er ríkt af steinefnum, er basískt og inniheldur uppleyst efni á borð við natríumklóríð og kalsíumsölt. Vatnið hefur reynst fólki með húðsjúkdóma vel og það sem er ekki síðra - það á líka að vera yngjandi. „Þessi samsetning er talin alveg extra góð og þeir psoriasis sjúklingar sem koma hingað segja að þetta sé mikið betra en vatnið í Bláa lóninu, ég veit ekki hvort það má segja það,” segir Arnar Hreiðarsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja í Stykkishólmi. Hann segir fólk finna raunverulegan mun á húðinni eftir vatnið. „Það eru margir sem koma, leigja sér bústað hérna uppi í sveit og eru hér í kannski þrjá, fjóra eða fimm daga og fara miklu betri heim. Það er miklu ódýrara að koma í Stykkishólm í nokkra daga en að fara í sólina og liggja erlendis,” segir Arnar og tekur fram að það kosti ekki nema 1.050 krónur að fara í laugina. Arnar bætir við að drykkjarvatnið sé einnig allra meina bót, en sundlaugargestir geta drukkið það beint af krana. „Þetta er aðeins salt og steinefnin í þessu eru betri en orkudrykkir sem verið er að blanda og búa til og setja í alls konar steinefni. Þetta er allt hér.“ Vatnið er sagt vera allra meina bót.Vísir/Sigurjón Róbert Grétar Gunnarsson, yfirstýrimaður á Baldri, er fastagestur í lauginni en tekur undir orð Arnars að um algjört undravatn sé að ræða. „Þetta er bara alveg dásamlegt. Hressir, bætir og kætir á allan hátt.“ Stykkishólmur Sundlaugar Heilsa Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Pottarnir við sundlaugina í Stykkishólmi virðast ósköp hefðbundnir en það sem margir vita ekki er að í þá rennur einstakt, vottað hitaveituvatn úr borholu. Vatnið er ríkt af steinefnum, er basískt og inniheldur uppleyst efni á borð við natríumklóríð og kalsíumsölt. Vatnið hefur reynst fólki með húðsjúkdóma vel og það sem er ekki síðra - það á líka að vera yngjandi. „Þessi samsetning er talin alveg extra góð og þeir psoriasis sjúklingar sem koma hingað segja að þetta sé mikið betra en vatnið í Bláa lóninu, ég veit ekki hvort það má segja það,” segir Arnar Hreiðarsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja í Stykkishólmi. Hann segir fólk finna raunverulegan mun á húðinni eftir vatnið. „Það eru margir sem koma, leigja sér bústað hérna uppi í sveit og eru hér í kannski þrjá, fjóra eða fimm daga og fara miklu betri heim. Það er miklu ódýrara að koma í Stykkishólm í nokkra daga en að fara í sólina og liggja erlendis,” segir Arnar og tekur fram að það kosti ekki nema 1.050 krónur að fara í laugina. Arnar bætir við að drykkjarvatnið sé einnig allra meina bót, en sundlaugargestir geta drukkið það beint af krana. „Þetta er aðeins salt og steinefnin í þessu eru betri en orkudrykkir sem verið er að blanda og búa til og setja í alls konar steinefni. Þetta er allt hér.“ Vatnið er sagt vera allra meina bót.Vísir/Sigurjón Róbert Grétar Gunnarsson, yfirstýrimaður á Baldri, er fastagestur í lauginni en tekur undir orð Arnars að um algjört undravatn sé að ræða. „Þetta er bara alveg dásamlegt. Hressir, bætir og kætir á allan hátt.“
Stykkishólmur Sundlaugar Heilsa Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira