Rauði krossinn fagnar komu kvótaflóttafólks til landsins Heimsljós 15. september 2021 10:14 Rauði krossinn Sex fjölskyldur komu til landsins frá Líbanon. Von er á þremur fjölskyldum þaðan til viðbótar. “Við komum til að geta átt líf,” sagði sýrlenskur fjölskyldufaðir sem kom til landsins í síðustu viku og fékk hér vernd í boði íslenskra stjórnvalda. Alls komu 33 sýrlenskt kvótaflóttafólk eða sex fjölskyldur til landsins frá Líbanon. Enn er von á þremur fjölskyldum þaðan til viðbótar. Fólkið átti að koma á síðasta ári en það tafðist vegna heimsfaraldursins. Síðast var tekið á móti flóttafólki í boði stjórnvalda haustið 2019. Að því er fram kemur í frétt Rauða krossins á Íslandi hefur biðin verið fólkinu erfiðust. „Flest hafa þau búið í Líbanon, þangað sem þau flúðu, í fjölda ára við afar erfiðan kost. Enda er Líbanon það land sem hýsir hlutfallslega flesta flóttamenn á heimsvísu. Fæst áttu þau möguleika á að afla sér nægra tekna til að hafa í sig og á og börn hafa sum ekki komist mikið í skóla. Ástandið vegna COVID19 gerði síðan allt mun erfiðara. Ósk þeirra er að hefja nýtt líf á Íslandi, læra tungumálið, stunda nám og vinnu. Fá tækifæri til að eignast mannsæmandi líf,“ segir í fréttinni. Starfsfólk Fjölmenningarsetur og Rauða krossins á Íslandi tóku á móti fjölskyldunum við komuna til landsins. Eftir að fjölskyldurnar hafa lokið sóttkví fara þær í þau sveitarfélög þar sem þau fá stuðning fyrstu árin í nýjum heimkynnum, í Árborg, Reykjavík, Hafnarfirði og Akureyri. „Rauði krossinn fagnar komu fólksins hingað til lands, eftir langa bið. Félagið hefur starfað með flóttafólki frá árinu 1956, þegar flóttafólk kom hingað til lands í fyrsta sinn í boði stjórnvalda, eða yfir 65 ára tímabil. Í þennan tíma hefur Rauði krossinn gegnt mikilvægu hlutverki í móttöku, aðlögun og hagsmunagæslu flóttafólks ásamt aðstoð og þjónustu við fólk sem kemur á eigin vegum í leit að alþjóðlegri vernd.“ Um miðjan október er síðan von á afgönsku flóttafólki frá Íran og eftir það er gert ráð fyrir einstaklingum frá ýmsum Afríkuríkjum. Þeir koma frá Kenýa. Rauði krossinn segir að undanfarin ár hafi stjórnvöld lagt metnað í að þróa kerfi og þjónustu í kringum samræmda móttöku flóttafólks sem er ætlað að aðstoða allt flóttafólk á sambærilegan hátt. "Rauði krossinn sinnir hlutverki sínu við móttökuna í nánu samráði og samvinnu við stjórnvöld, félagsþjónustur sveitarfélaga og aðra hagsmunaaðila eins og Fjölmenningarsetur og Vinnumálastofnun sem koma nú að verkefninu með auknum krafti. Meginverkefni sjálfboðaliða og starfsmanna Rauða krossins er að veita flóttafólki sálfélagslegan stuðning leiðsögu- og tungumálavina enda sýnir reynslan að það að greiða fyrir tengslum inn í samfélagið gegnum persónulegan vinskap getur skipt sköpum við að festa hér rætur,“ segir í fréttinni. Rauði krossinn Auglýst eftir sjálfboðaliðum Rauði krossinn auglýsir nú eftir fleiri sjálfboðaliðum til að vera fólkinu innan handar, sérstaklega í grennd við ofangreind sveitarfélög sem og í Reykjanesbæ. „Allir geta gert eitthvað til að auðvelda nýju íbúunum að aðlagast íslensku samfélagi. Það er mikilvægt að sem flestir í samfélaginu taki þátt í því að bjóða fólkið velkomið. Við bendum áhugasömum að hafa samband í s. 570-4000 eða skrá sig beint gegnum vefinn okkar.“ Til fróðleiks má vekja athygli á því að ferðaþjónustu- og fjölskyldufyrirtækið Guðmundur Jónasson sem nú heitir GJTravel hefur frá upphafi, frá 1956, boðist til að sækja flóttafólkið á Keflavíkurflugvöll endurgjaldslaust. Bílstjórarnir sem nú sinna því verkefni eru barnabörn Guðmundar heitins og finnst jafn sjálfsagt að leggja sitt af mörkum við að bjóða nýja íbúa velkomna hingað, úr sárri neyð. „Rauði krossinn þakkar þeim innilega dyggan stuðning og telur framlag þeirra sannarlega til eftirbreytni.“ Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Sýrland Flóttafólk á Íslandi Líbanon Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent
“Við komum til að geta átt líf,” sagði sýrlenskur fjölskyldufaðir sem kom til landsins í síðustu viku og fékk hér vernd í boði íslenskra stjórnvalda. Alls komu 33 sýrlenskt kvótaflóttafólk eða sex fjölskyldur til landsins frá Líbanon. Enn er von á þremur fjölskyldum þaðan til viðbótar. Fólkið átti að koma á síðasta ári en það tafðist vegna heimsfaraldursins. Síðast var tekið á móti flóttafólki í boði stjórnvalda haustið 2019. Að því er fram kemur í frétt Rauða krossins á Íslandi hefur biðin verið fólkinu erfiðust. „Flest hafa þau búið í Líbanon, þangað sem þau flúðu, í fjölda ára við afar erfiðan kost. Enda er Líbanon það land sem hýsir hlutfallslega flesta flóttamenn á heimsvísu. Fæst áttu þau möguleika á að afla sér nægra tekna til að hafa í sig og á og börn hafa sum ekki komist mikið í skóla. Ástandið vegna COVID19 gerði síðan allt mun erfiðara. Ósk þeirra er að hefja nýtt líf á Íslandi, læra tungumálið, stunda nám og vinnu. Fá tækifæri til að eignast mannsæmandi líf,“ segir í fréttinni. Starfsfólk Fjölmenningarsetur og Rauða krossins á Íslandi tóku á móti fjölskyldunum við komuna til landsins. Eftir að fjölskyldurnar hafa lokið sóttkví fara þær í þau sveitarfélög þar sem þau fá stuðning fyrstu árin í nýjum heimkynnum, í Árborg, Reykjavík, Hafnarfirði og Akureyri. „Rauði krossinn fagnar komu fólksins hingað til lands, eftir langa bið. Félagið hefur starfað með flóttafólki frá árinu 1956, þegar flóttafólk kom hingað til lands í fyrsta sinn í boði stjórnvalda, eða yfir 65 ára tímabil. Í þennan tíma hefur Rauði krossinn gegnt mikilvægu hlutverki í móttöku, aðlögun og hagsmunagæslu flóttafólks ásamt aðstoð og þjónustu við fólk sem kemur á eigin vegum í leit að alþjóðlegri vernd.“ Um miðjan október er síðan von á afgönsku flóttafólki frá Íran og eftir það er gert ráð fyrir einstaklingum frá ýmsum Afríkuríkjum. Þeir koma frá Kenýa. Rauði krossinn segir að undanfarin ár hafi stjórnvöld lagt metnað í að þróa kerfi og þjónustu í kringum samræmda móttöku flóttafólks sem er ætlað að aðstoða allt flóttafólk á sambærilegan hátt. "Rauði krossinn sinnir hlutverki sínu við móttökuna í nánu samráði og samvinnu við stjórnvöld, félagsþjónustur sveitarfélaga og aðra hagsmunaaðila eins og Fjölmenningarsetur og Vinnumálastofnun sem koma nú að verkefninu með auknum krafti. Meginverkefni sjálfboðaliða og starfsmanna Rauða krossins er að veita flóttafólki sálfélagslegan stuðning leiðsögu- og tungumálavina enda sýnir reynslan að það að greiða fyrir tengslum inn í samfélagið gegnum persónulegan vinskap getur skipt sköpum við að festa hér rætur,“ segir í fréttinni. Rauði krossinn Auglýst eftir sjálfboðaliðum Rauði krossinn auglýsir nú eftir fleiri sjálfboðaliðum til að vera fólkinu innan handar, sérstaklega í grennd við ofangreind sveitarfélög sem og í Reykjanesbæ. „Allir geta gert eitthvað til að auðvelda nýju íbúunum að aðlagast íslensku samfélagi. Það er mikilvægt að sem flestir í samfélaginu taki þátt í því að bjóða fólkið velkomið. Við bendum áhugasömum að hafa samband í s. 570-4000 eða skrá sig beint gegnum vefinn okkar.“ Til fróðleiks má vekja athygli á því að ferðaþjónustu- og fjölskyldufyrirtækið Guðmundur Jónasson sem nú heitir GJTravel hefur frá upphafi, frá 1956, boðist til að sækja flóttafólkið á Keflavíkurflugvöll endurgjaldslaust. Bílstjórarnir sem nú sinna því verkefni eru barnabörn Guðmundar heitins og finnst jafn sjálfsagt að leggja sitt af mörkum við að bjóða nýja íbúa velkomna hingað, úr sárri neyð. „Rauði krossinn þakkar þeim innilega dyggan stuðning og telur framlag þeirra sannarlega til eftirbreytni.“ Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Sýrland Flóttafólk á Íslandi Líbanon Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent