Stigmagnandi spenna vegna eldflaugaæfinga á Kóreuskaga Heimir Már Pétursson skrifar 15. september 2021 19:20 Farþegar á lestarstöð í Sól höfuðborg Suður Kóreu horfir á frétt um eldflaugaskot Norður Kórumanna á sunnudag. Chung Sung-Jun/Getty Images Eldflaugatilraunir stjórnvalda í Norður Kóreu hafa valdið vaxandi spennu í samskiptum Kóreuríkjanna. Kínverjar, Japanir og Bandaríkjamenn hafa einnig lýst áhyggjum af þróun mála. Norður Kóreumenn skutu tveimur langdrægum eldflaugum sem geta borið kjarnorkuvopn á loft á sunnudag. Flaugunum var skotið frá miðju landinu og flugu þær í 60 kílómetra hæð um 800 kílómetra út á Japanshaf. Þar með brutu Norður Kóreumenn gegn samþykkt Sameinuðu þjóðanna. Nokkrum klukkustundum síðar skutu Suður Kóreumenn í fyrsta skipti nýrri tegund eldflaugar frá kafbáti og urðu þar með sjöunda þjóðin í heiminum til að búa yfir slíkri tækni. Fullyrt er að þetta eldflaugaskot hafi verið löngu fyrirhugað og það hafi ekki verið beint andsvar við eldflaugatilraunum norðanmanna. Norður Kóreumenn brugðust engu að síður við með því að skjóta skammdrægum eldflaugum á loft í dag. Þessar tilraunir eru ekki til að bæta mikið spennuástand sem nú þegar ríkir í samskiptum asíuríkja, sérstaklega varðandi yfirráð yfir Suðurkínahafi. Katsunobu Kato utanríkisráðherra Japans hefur komið óánægju stjórnvalda í Tokyo með eldflaugatilraunir Norður Kóerumanna á framfæri. Katsunobu Kato utanríkisráðherra Japans fordæmir eldflaugatilraunir Norður Kóreu.Tomohiro Ohsumi/Getty Images „Japönsk stjórnvöld hafa fordæmt eldflaugaskot Norður Kóreu og komið þeim sjónarmiðum á framfæri við stjórnvöld þar í gegnum sendiráð okkar í Peking. Þá höfum við haft náið samráð við stjórnvöld í Bandaríkjunum og Suður Kóreu frá því eldflaugunum var skotið á loft á sunnudag,“ segir Kato. Spennan á Kóreuskaga snertir einnig nágrannaríkin Kína og Japan. Sendimenn Bandaríkjanna, Japans og Suður Kóreu fyrir málefni Norður Kóreu funduðu í Tokyo í dag um stöðu mála og utanríkisráðherrar Kína og Suður Kóreu funduðu í Sól. Wang Yi utanríkisráðherra Kína segir mikilvægt að stuðla að stöðugleika á Kóreuskaga. „Við viljum auðvitað leggja okkar af mörkum til að stuðla að friði og stöðugleika á Kóreuskaga. En Norður Kórea er ekki ein um hernaðaraðgerðir á svæðinu. Fleiri ríki eiga þar hlut að máli. Þannig að allir aðilar ættu að leggjast á eitt um að koma á ný á viðræðum þeirra á milli,“ segir utanríkisráðherra Kína. Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Sjá meira
Norður Kóreumenn skutu tveimur langdrægum eldflaugum sem geta borið kjarnorkuvopn á loft á sunnudag. Flaugunum var skotið frá miðju landinu og flugu þær í 60 kílómetra hæð um 800 kílómetra út á Japanshaf. Þar með brutu Norður Kóreumenn gegn samþykkt Sameinuðu þjóðanna. Nokkrum klukkustundum síðar skutu Suður Kóreumenn í fyrsta skipti nýrri tegund eldflaugar frá kafbáti og urðu þar með sjöunda þjóðin í heiminum til að búa yfir slíkri tækni. Fullyrt er að þetta eldflaugaskot hafi verið löngu fyrirhugað og það hafi ekki verið beint andsvar við eldflaugatilraunum norðanmanna. Norður Kóreumenn brugðust engu að síður við með því að skjóta skammdrægum eldflaugum á loft í dag. Þessar tilraunir eru ekki til að bæta mikið spennuástand sem nú þegar ríkir í samskiptum asíuríkja, sérstaklega varðandi yfirráð yfir Suðurkínahafi. Katsunobu Kato utanríkisráðherra Japans hefur komið óánægju stjórnvalda í Tokyo með eldflaugatilraunir Norður Kóerumanna á framfæri. Katsunobu Kato utanríkisráðherra Japans fordæmir eldflaugatilraunir Norður Kóreu.Tomohiro Ohsumi/Getty Images „Japönsk stjórnvöld hafa fordæmt eldflaugaskot Norður Kóreu og komið þeim sjónarmiðum á framfæri við stjórnvöld þar í gegnum sendiráð okkar í Peking. Þá höfum við haft náið samráð við stjórnvöld í Bandaríkjunum og Suður Kóreu frá því eldflaugunum var skotið á loft á sunnudag,“ segir Kato. Spennan á Kóreuskaga snertir einnig nágrannaríkin Kína og Japan. Sendimenn Bandaríkjanna, Japans og Suður Kóreu fyrir málefni Norður Kóreu funduðu í Tokyo í dag um stöðu mála og utanríkisráðherrar Kína og Suður Kóreu funduðu í Sól. Wang Yi utanríkisráðherra Kína segir mikilvægt að stuðla að stöðugleika á Kóreuskaga. „Við viljum auðvitað leggja okkar af mörkum til að stuðla að friði og stöðugleika á Kóreuskaga. En Norður Kórea er ekki ein um hernaðaraðgerðir á svæðinu. Fleiri ríki eiga þar hlut að máli. Þannig að allir aðilar ættu að leggjast á eitt um að koma á ný á viðræðum þeirra á milli,“ segir utanríkisráðherra Kína.
Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Sjá meira