Rúta með 32 manns um borð sat föst í ánni og gekk björgunarsveitarfólki vel að ferja farþegana í land sem voru síðan sóttir af annarri rútu, að því er segir í tilkynningu frá Landsbjörg.
Þegar búið var að bjarga fólkinu var rútunni komið í land til að koma í veg fyrir mengunarslys.