Stjóri gjaldeyrissjóðsins í klandri vegna þjónkunar við Kína Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2021 10:05 Kristalina Georgieva tók við stöðu framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir tveimur árum. Áður var hún forstjóri Alþjóðabankans þar sem hún er sökuð um að hafa þrýst á starfslið að fegra stöðu Kína. Vísir/EPA Fyrrverandi forstjóri Alþjóðabankans og núverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er talinn hafa sett óeðlilegan þrýsting á starfsmenn bankans um að fegra stöðu Kína á lista um hvar er best að stunda viðskipti í heiminum. Siðanefnd Alþjóðabankans fékk lögfræðistofuna WilmerHale til að kanna hvernig átt var við gögn sem voru notuð í árlegum skýrslum bankans þar sem löndum er raðað eftir þáttum sem segja til um hversu auðvelt er fyrir fyrirtæki að stunda viðskipti þar. Ásakanir voru uppi um að röðun Kína, Sádi-Arabíu, Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Aserbaídsjan hafi verið hagrætt vegna þrýstings. Skýrsluhöfundar komast að þeirri niðurstöðu að stjórnendur Alþjóðabankans, þar á meðal Kristalina Georgieva, þáverandi forstjóri bankans og núverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hafi sett þrýsting á starfsfólk um að koma Kína ofar á listann árið 2018. Vara þeir við þeim áhrifum sem kínversk stjórnvöld hafa innan Alþjóðabankans og setja spurningamerki við dómgreind Georgievu og Jim Yong Kim, þáverandi forseta bankans. Háttsettir stjórnendur á skrifstofu Kim hafi beitt „beinum og óbeinum“ þrýstingi til að breyta aðferðafræði skýrslunnar og koma Kína ofar á listann yfir hvar væri best að stunda viðskipti. Líklega hafi það verið samkvæmt fyrirmælum Kim. Georgieva og Simeon Djankov, ráðgjafi hennar, eru sögð hafa þrýst á starfslið bankans að gera ákveðnar breytingar á gögnum um Kína sem kæmi landinu ofar á listann. Reuters-fréttastofan segir að á þeim tíma hafi bankinn sóst eftir auknu fjármagni frá Kína og stjórnendur bankans voru með þær viðræður á heilanum. Kínversk stjórnvöld voru þá ósátt við stöðu sína á listanum um viðskiptaumhverfi. Kína hækkaði um sjö sæti frá upphaflegum drögum eftir að aðferðafræði var breytt við gerð skýrslunnar „Að stunda viðskipti 2018“ sem kom út árið 2017. Lenti kommúnistaríkið í 78. sæti. Jim Yong Kim, fyrrverandi forseti Alþjóðabankans, er talinn hafa gefið fyrirmæli um að hækka Kína á lista yfir ríki þar sem best er talið að stunda viðskipti í heiminum.Vísir/EPA Ósammála niðurstöðinni Georgieva segist ósammála niðurstöðu rannsóknarinnar og túlkun skýrsluhöfunda í grundvallaratriðum. Hún segist hafa rætt við stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um málið. Alþjóðabankahópurinn ákvað í gær að hætta við birtingu næstu skýrslu um viðskiptaumhverfi. Skýrslan á vegum siðanefndarinnar hefði leitt í ljós siðferðisleg álitamál varðandi framferði fyrrverandi stjórnarmanna og stjórnenda bankans. „Í framtíðinni ætlum við að vinna að nýrri nálgun á að meta viðskipta- og fjárfestingaumhverfi,“ sagði í yfirlýsingu bankans. Bandaríkjastjórn, sem á stærsta hlutinn í Alþjóðabankanum, segist telja niðurstöður skýrslunnar alvarlegar. Þakkaði ritstjóra fyrir að leysa vandamálið Í skýrslunni kemur meðal annars fram að Georgieva hafi farið heim til ritstjóra skýrslunnar um viðskiptaumhverfi til að ná í útprentað eintak af lokaskýrslunni með breytingunum sem komu Kína hærra á listann. Hún hafi þakkað honum fyrir að „leysa vandamálið“. Starfsfólk sem vann að „Að stunda viðskipti“ hafi upplifað að það gæti ekki andmælt fyrirmælum forseta Alþjóðabankans og forstjóra án þess að eiga á hættu að missa vinnuna. Andrúmsloftið í kringum skýrslugerðina hafi verið „eitrað“ og einkennst af „ótta við hefndaraðgerðir“. Georgieva sagði rannsakendum lögfræðistofunnar að framtíð „fjölþjóðasamvinnu“ væri í húfi og að bankinn hefði verið í djúpum vanda tækist honum ekki að tryggja sér hlutafjáraukningu. Kína Alþjóðabankinn Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Sjá meira
Siðanefnd Alþjóðabankans fékk lögfræðistofuna WilmerHale til að kanna hvernig átt var við gögn sem voru notuð í árlegum skýrslum bankans þar sem löndum er raðað eftir þáttum sem segja til um hversu auðvelt er fyrir fyrirtæki að stunda viðskipti þar. Ásakanir voru uppi um að röðun Kína, Sádi-Arabíu, Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Aserbaídsjan hafi verið hagrætt vegna þrýstings. Skýrsluhöfundar komast að þeirri niðurstöðu að stjórnendur Alþjóðabankans, þar á meðal Kristalina Georgieva, þáverandi forstjóri bankans og núverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hafi sett þrýsting á starfsfólk um að koma Kína ofar á listann árið 2018. Vara þeir við þeim áhrifum sem kínversk stjórnvöld hafa innan Alþjóðabankans og setja spurningamerki við dómgreind Georgievu og Jim Yong Kim, þáverandi forseta bankans. Háttsettir stjórnendur á skrifstofu Kim hafi beitt „beinum og óbeinum“ þrýstingi til að breyta aðferðafræði skýrslunnar og koma Kína ofar á listann yfir hvar væri best að stunda viðskipti. Líklega hafi það verið samkvæmt fyrirmælum Kim. Georgieva og Simeon Djankov, ráðgjafi hennar, eru sögð hafa þrýst á starfslið bankans að gera ákveðnar breytingar á gögnum um Kína sem kæmi landinu ofar á listann. Reuters-fréttastofan segir að á þeim tíma hafi bankinn sóst eftir auknu fjármagni frá Kína og stjórnendur bankans voru með þær viðræður á heilanum. Kínversk stjórnvöld voru þá ósátt við stöðu sína á listanum um viðskiptaumhverfi. Kína hækkaði um sjö sæti frá upphaflegum drögum eftir að aðferðafræði var breytt við gerð skýrslunnar „Að stunda viðskipti 2018“ sem kom út árið 2017. Lenti kommúnistaríkið í 78. sæti. Jim Yong Kim, fyrrverandi forseti Alþjóðabankans, er talinn hafa gefið fyrirmæli um að hækka Kína á lista yfir ríki þar sem best er talið að stunda viðskipti í heiminum.Vísir/EPA Ósammála niðurstöðinni Georgieva segist ósammála niðurstöðu rannsóknarinnar og túlkun skýrsluhöfunda í grundvallaratriðum. Hún segist hafa rætt við stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um málið. Alþjóðabankahópurinn ákvað í gær að hætta við birtingu næstu skýrslu um viðskiptaumhverfi. Skýrslan á vegum siðanefndarinnar hefði leitt í ljós siðferðisleg álitamál varðandi framferði fyrrverandi stjórnarmanna og stjórnenda bankans. „Í framtíðinni ætlum við að vinna að nýrri nálgun á að meta viðskipta- og fjárfestingaumhverfi,“ sagði í yfirlýsingu bankans. Bandaríkjastjórn, sem á stærsta hlutinn í Alþjóðabankanum, segist telja niðurstöður skýrslunnar alvarlegar. Þakkaði ritstjóra fyrir að leysa vandamálið Í skýrslunni kemur meðal annars fram að Georgieva hafi farið heim til ritstjóra skýrslunnar um viðskiptaumhverfi til að ná í útprentað eintak af lokaskýrslunni með breytingunum sem komu Kína hærra á listann. Hún hafi þakkað honum fyrir að „leysa vandamálið“. Starfsfólk sem vann að „Að stunda viðskipti“ hafi upplifað að það gæti ekki andmælt fyrirmælum forseta Alþjóðabankans og forstjóra án þess að eiga á hættu að missa vinnuna. Andrúmsloftið í kringum skýrslugerðina hafi verið „eitrað“ og einkennst af „ótta við hefndaraðgerðir“. Georgieva sagði rannsakendum lögfræðistofunnar að framtíð „fjölþjóðasamvinnu“ væri í húfi og að bankinn hefði verið í djúpum vanda tækist honum ekki að tryggja sér hlutafjáraukningu.
Kína Alþjóðabankinn Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Sjá meira