Hann var útnefndur sem frambjóðandi stjórnarflokksins PDP-Laban, en sitjandi forseti, Rodrigo Duterte, getur ekki boðið sig fram fyrir næsta kjörtímabil.
Pacquiao situr á þingi í Filippseyjum sem öldungadeildarþingmaður.
Pacquiao er 42 ára og á að baki glæstan hnefaleikaferil. Hann er eini boxarinn til að vinna titla í átta mismunandi þyngdarflokkum.
Hann snéri aftur í hringinn í ágúst og tapaði þá óvænt fyrir Kúbverjanum Yordenis Ugas. Eftir bardagann sagðist hann vera að íhuga að leggja hanskana á hilluna.
„Ég er bardagamaður, og ég mun alltaf berjast innan hringsins og utan,“ sagði Pacquiao eftir að hann var útnefndur. Hann segist ætla að berjast gegn fátækt og spillingu.
Boxing star Manny Pacquiao to run for Philippines president https://t.co/6PFtP6rayc
— BBC News (World) (@BBCWorld) September 19, 2021
Pacquiao er vinsæll í heimalandinu, en þó gæti kosningabaráttan reynst honum erfið. Sara Duterte-Carpio, dóttir sitjandi forseta, mælist stöðugt með meira fylgi en þessi 42 ára hnefaleikamaður.