Forsendur lífskjarasamningsins brostnar og formaður VR kennir stjórnvöldum um Árni Sæberg skrifar 20. september 2021 19:19 Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR. Vísir/Egill Forsendunefnd SA og ASÍ komst að þeirri niðurstöðu á fundi í dag að forsendur lífskjarasamningsins væru brostnar og því þurfi að samningsaðilar að endurskoða kjarasamninga sín á milli fyrir mánaðarmót. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir í samtali við Vísi að ASÍ og SA hafi staðið við samninginn að öllu leyti. Forsendubresturinn sé því alfarið á ábyrgð stjórnvalda. Hann segir mörg mikilvæg atriði í samningnum hafa verið á könnu stjórnvalda en að þau hafi ekki náð í gegn fyrir þinglok. Hann nefnir til að mynda lög um húsaleigu. „Leiga er að hækka um fimm, tíu, fimmtán þúsund á mánuði. Húsaleigulögin áttu að verja fólk en þau náðu ekki í gegn,“ segir Ragnar Þór. Vinnumarkaður sé í uppnámi Í færslu á Facebook segir Ragnar Þór vanefndir stjórnvalda á lífskjarasamningnum koma vinnumarkaði í fullkomna óvissu og uppnám. Hann segir það ekki gott veganesti fyrir ríkisstjórnina inn í komandi kosningar. Málum haldið í gíslingu inni í ráðuneytum Ragnar Þór segir að stjórnvöld geti ekki borið fyrir sig áhrif heimsfaraldurs Covid-19 eða mótstöðu á þingi sem ástæðu þess að málin hafi dagað uppi. Þvert á móti segir hann reynslu sína af því að leiða húsaleigumálið benda til þess að fjármálaráðuneytið hafi gegngert tafið málið og skilað því of seint til þingsins. Því hafi ekki gefist tími til afgreiðslu þess í þinginu. „Það var sátt í starfshópi um húsaleigumál en það virðist vera lífsins ómögulegt að koma hlutum í gegnum þingið þegar Sjálfstæðisflokkurinn er annars vegar," segir Ragnar Þór. Hann segist þó ekki hafa sérstaklega horn í síðu Sjálfstæðisflokksins og að forsendubresturinn sé jafnt á ábyrgð allra ríkisstjórnarflokkanna. Vilji til að halda samninga Ragnar Þór segir að vilji sé innan Alþýðisambandsins að halda lífskjarasamninginn en að það gæti reynst erfitt enda verði engin stjórnvöld til að semja við. Ákveða þurfi hvort samningnum verði sagt upp fyrir klukkan fjögur þann 30. september. „Það er alveg ljós að það muni taka lengri tíma að mynda ríkisstjórn,“ segir hann. Kjaramál Vinnumarkaður Efnahagsmál Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir í samtali við Vísi að ASÍ og SA hafi staðið við samninginn að öllu leyti. Forsendubresturinn sé því alfarið á ábyrgð stjórnvalda. Hann segir mörg mikilvæg atriði í samningnum hafa verið á könnu stjórnvalda en að þau hafi ekki náð í gegn fyrir þinglok. Hann nefnir til að mynda lög um húsaleigu. „Leiga er að hækka um fimm, tíu, fimmtán þúsund á mánuði. Húsaleigulögin áttu að verja fólk en þau náðu ekki í gegn,“ segir Ragnar Þór. Vinnumarkaður sé í uppnámi Í færslu á Facebook segir Ragnar Þór vanefndir stjórnvalda á lífskjarasamningnum koma vinnumarkaði í fullkomna óvissu og uppnám. Hann segir það ekki gott veganesti fyrir ríkisstjórnina inn í komandi kosningar. Málum haldið í gíslingu inni í ráðuneytum Ragnar Þór segir að stjórnvöld geti ekki borið fyrir sig áhrif heimsfaraldurs Covid-19 eða mótstöðu á þingi sem ástæðu þess að málin hafi dagað uppi. Þvert á móti segir hann reynslu sína af því að leiða húsaleigumálið benda til þess að fjármálaráðuneytið hafi gegngert tafið málið og skilað því of seint til þingsins. Því hafi ekki gefist tími til afgreiðslu þess í þinginu. „Það var sátt í starfshópi um húsaleigumál en það virðist vera lífsins ómögulegt að koma hlutum í gegnum þingið þegar Sjálfstæðisflokkurinn er annars vegar," segir Ragnar Þór. Hann segist þó ekki hafa sérstaklega horn í síðu Sjálfstæðisflokksins og að forsendubresturinn sé jafnt á ábyrgð allra ríkisstjórnarflokkanna. Vilji til að halda samninga Ragnar Þór segir að vilji sé innan Alþýðisambandsins að halda lífskjarasamninginn en að það gæti reynst erfitt enda verði engin stjórnvöld til að semja við. Ákveða þurfi hvort samningnum verði sagt upp fyrir klukkan fjögur þann 30. september. „Það er alveg ljós að það muni taka lengri tíma að mynda ríkisstjórn,“ segir hann.
Kjaramál Vinnumarkaður Efnahagsmál Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira