Telja þeir sig þekkja sár sem rostungurinn er með á báðum framhreyfunum.
Íslandsför Valla hefur ratað í heimsfréttirnar en samkvæmt BBC höfðu áhangendur hans farið að tapa voninni um að sjá til hans aftur. „Við erum algjörlega í skýjunum yfir því að hann sé ekki bara heill á húfi heldur sé hann kominn vel á veg heim til sín,“ segja forsvarsmenn Seal Rescue Ireland.
Að neðan má sjá Valla í makindum sínum á bryggjunni á Höfn.
Valli, sem vegur í kringum 800 kíló og er talinn fjögurra ára gamall, hefur komið víða við á stuttri ævi og valdið nokkrum usla við Írland, Bretland, Frakkland og Spán. Áður en hann kom við á Íslandi hafði ekki sést til hans í 22 daga.
Margir hafa lagt leið sína að bryggjunni í Höfn á Hornarfirði til að berja Valla augum en þar flatmagar hann enn, eins og sjá má á vefmyndavélum.
Uppfært kl. 7.20:
Valli virðist hafa stungið sér til sunds. Hvar er Valli?