Sveitin Labelle, með þeim Dash, Patti LaBelle og Nona Hendryx innanborðs, sló hressilega í gegn með lagið Lady Marmalade árið 1975.
LaBelle minnist Dash á Twitter þar sem hún segist miður sín vegna fréttanna af fráfalli Dash. Þau hafi síðast staðið saman á sviði síðastliðinn laugardag.
Stærsti smellur sveitarinnar öðlaðist nýtt líf með flutningi Christine Aguilera, Pink, Lil' Kim og Mya í tengslum við myndina Moulin Rouge, mynd Baz Luhrman frá árinu 2001 sem skartaði þeim Nicole Kidman og Ewan McGregor í aðalhlutverkum.
Labelle var stofnuð árið 1971 og hituðu meðal annars upp fyrir The Who áður en sveitin sló almennilega í gegn. Labelle liðaðist í sundur árið 1976 og hóf Dash þá sólóferil. Hún söng meðal annars á Steel Wheels, plötu Rolling Stones frá árinu 1989.