Fékk kökk í hálsinn yfir „bestu auglýsingunni“: Trúverðugt að Katrín sé komin í þvottahúsið Snorri Másson skrifar 21. september 2021 17:38 Andrés Jónsson almannatengill, Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs og þar til fyrir skemmstu aðstoðarmaður fjármálaráðherra, og Máni Pétursson fjölmiðlamaður, gestir Pallborðsins á Vísi í dag. Vísir Álitsgjafar Pallborðsins voru á einu máli um ágæti sjónvarpsauglýsingar Vinstri grænna, þar sem daglegt líf frambjóðenda flokksins er í forgrunni við tilfinningaþrungið undirspil íslenskrar tónlistar. Bæði Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, og Andrés Jónsson almannatengill sögðu auglýsingu VG áhrifamesta útspil stjórnmálaflokks í kosningabaráttunni hingað til. Farið var yfir frammistöðu hvers og eins flokks í Pallborðinu á Vísi í dag: Andrés sagði borðleggjandi að auglýsing þar sem fjölbreyttir Íslendingar væru sýndir gera alls kyns hluti sem fólki þykir vænt um næði til fólks. Ekkert væri óeðlilegt við að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra væri sýnd í þvottahúsinu. „Það er trúverðugt. Hún býr í þessari blokk og það er þvottahús í kjallaranum. Sumir eru með þvottahús líka upp á hæðinni. Ég veit ekki hvort hún sé með þvottavél uppi á hæðinni líka. En hún er líka sýnd vera að stýra fundi þar sem hún er að tala um styrki til nýsköpunar. Hún er sýnd í ólíkum hlutverkum og við viljum bara svona venjulega konu sem er eins og ég og þú,“ sagði Andrés. Auglýsingin, þar sem yfirskriftin er að það skipti máli hver stjórni, var framleidd af TVIST. Haukur Björgvinsson leikstýrði auglýsingunni. Kvikmyndatakan var í höndum Skot og Hákon Sverrisson hafði umsjón með henni. „Ég held að þetta sé ein besta kosningaauglýsing sem ég hef séð, af því að hún snertir svona hjartastrengi. Þetta er listin að segja hlutina án orða. Þau eru með eitthvað landslið þarna í tónlist til að spila undir og spila á tilfinningar og þetta er rosalega vel gerð auglýsing. Ég er til dæmis ekkert rosalega grátgjörn manneskja en ég var alveg komin með kökk í hálsinn,“ segir Svanhildur. Máni Pétursson fjölmiðlamaður var á öðru máli um besta kosningaútspilið, sem hann sagði vera mynd Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar með hrátt hakk. Svanhildur tók undir að þar væri Sigmundur sannarlega í karakter. Álitsgjafarnir lýstu að lokum mestri ánægju með Flokk fólksins þegar kosningabaráttan er skoðuð í heild, en sá flokkur þótti hafa rekið best skipulögðu herferðina á samfélagsmiðlum. Umrædd auglýsing Vinstri grænna: Alþingiskosningar 2021 Pallborðið Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Vinstri græn Miðflokkurinn Píratar Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Viðreisn Flokkur fólksins Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn Tengdar fréttir Hölluðust að því að Flokkur fólksins væri sigurvegari kosningabaráttunnar Í Pallborðinu í dag var punktstaðan tekin í kosningabaráttunni, spáð í spilin fyrir næstu daga og um leið litið um öxl og farið yfir frammistöðu hvers flokks fyrir sig hingað til. 21. september 2021 13:26 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Bæði Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, og Andrés Jónsson almannatengill sögðu auglýsingu VG áhrifamesta útspil stjórnmálaflokks í kosningabaráttunni hingað til. Farið var yfir frammistöðu hvers og eins flokks í Pallborðinu á Vísi í dag: Andrés sagði borðleggjandi að auglýsing þar sem fjölbreyttir Íslendingar væru sýndir gera alls kyns hluti sem fólki þykir vænt um næði til fólks. Ekkert væri óeðlilegt við að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra væri sýnd í þvottahúsinu. „Það er trúverðugt. Hún býr í þessari blokk og það er þvottahús í kjallaranum. Sumir eru með þvottahús líka upp á hæðinni. Ég veit ekki hvort hún sé með þvottavél uppi á hæðinni líka. En hún er líka sýnd vera að stýra fundi þar sem hún er að tala um styrki til nýsköpunar. Hún er sýnd í ólíkum hlutverkum og við viljum bara svona venjulega konu sem er eins og ég og þú,“ sagði Andrés. Auglýsingin, þar sem yfirskriftin er að það skipti máli hver stjórni, var framleidd af TVIST. Haukur Björgvinsson leikstýrði auglýsingunni. Kvikmyndatakan var í höndum Skot og Hákon Sverrisson hafði umsjón með henni. „Ég held að þetta sé ein besta kosningaauglýsing sem ég hef séð, af því að hún snertir svona hjartastrengi. Þetta er listin að segja hlutina án orða. Þau eru með eitthvað landslið þarna í tónlist til að spila undir og spila á tilfinningar og þetta er rosalega vel gerð auglýsing. Ég er til dæmis ekkert rosalega grátgjörn manneskja en ég var alveg komin með kökk í hálsinn,“ segir Svanhildur. Máni Pétursson fjölmiðlamaður var á öðru máli um besta kosningaútspilið, sem hann sagði vera mynd Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar með hrátt hakk. Svanhildur tók undir að þar væri Sigmundur sannarlega í karakter. Álitsgjafarnir lýstu að lokum mestri ánægju með Flokk fólksins þegar kosningabaráttan er skoðuð í heild, en sá flokkur þótti hafa rekið best skipulögðu herferðina á samfélagsmiðlum. Umrædd auglýsing Vinstri grænna:
Alþingiskosningar 2021 Pallborðið Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Vinstri græn Miðflokkurinn Píratar Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Viðreisn Flokkur fólksins Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn Tengdar fréttir Hölluðust að því að Flokkur fólksins væri sigurvegari kosningabaráttunnar Í Pallborðinu í dag var punktstaðan tekin í kosningabaráttunni, spáð í spilin fyrir næstu daga og um leið litið um öxl og farið yfir frammistöðu hvers flokks fyrir sig hingað til. 21. september 2021 13:26 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Hölluðust að því að Flokkur fólksins væri sigurvegari kosningabaráttunnar Í Pallborðinu í dag var punktstaðan tekin í kosningabaráttunni, spáð í spilin fyrir næstu daga og um leið litið um öxl og farið yfir frammistöðu hvers flokks fyrir sig hingað til. 21. september 2021 13:26