Sömdu við kröfuhafa en næsta greiðsla gæti orðið félaginu að falli Eiður Þór Árnason skrifar 22. september 2021 15:15 Höfuðstöðvar Evergrande eru staðsettar í Hong Kong. Getty/Katherine Cheng Kínverska fasteignafélagið Evergrande Group hefur tekist að semja við kröfuhafa um stóra vaxtagreiðslu sem er gjalddaga á morgun. Stjórnendur hafa varað við því að það gæti verið á leið í gjaldþrot en fasteignaþróunarfélagið er það skuldsettasta í heimi. Umrædd greiðsla nemur 233 milljónum yuan eða um 4,69 milljörðum íslenskra króna. Ekkert hefur verið gefið upp um skilmála sáttarinnar eða hvernig félagið ætlar að standa í skilum á annarri og stærri vaxtagreiðslu í þessari viku. Sú nemur 83,5 milljónum bandaríkjadala eða um 10,85 milljörðum króna. Fjárfestar víða um heim hafa fylgst náið með erfiðri skuldastöðu Evergrande sem er eitt stærsta fasteignaþróunarfélag í Kína og hefur byggt mikið magn íbúða- og atvinnuhúsnæðis þar í landi. Virði hlutabréfa í félaginu hefur hríðfallið á mörkuðum í Hong Kong, New York og víðar, og er talið að áhyggjur fjárfesta af afdrifum félagsins hafi leitt til lækkunar á ótengdum hlutabréfum í Kauphöll Íslands. Ekki liggur fyrir hvort kínversk stjórnvöld hyggist koma félaginu til bjargar með einhverjum hætti en fjárfestar hafa áhyggjur af því að gjaldþrot myndi hafa keðjuverkandi áhrif og smitast út fyrir kínverska markaði. Meðal annars gæti minni kaupmáttur og eftirspurn eftir vörum í Kína haft áhrif á hrávörumarkaði sem eigi mikið undir eftirspurn á kínverskum markaði. Skuldar 39 þúsund milljarða króna Talið er að Evergrande skuldi um 300 milljarða bandaríkjadala eða um 39 þúsund milljarða króna. Stór hluti skuldabréfanna er í eigu kínverskra fjármálastofnana, almennra fjárfesta, húsnæðieigenda og birgðasala Evergrande. Þá er hluti skuldabréfanna í eigu erlendra fjárfesta. Á síðustu vikum hafa forsvarsmenn fasteignafélagsins varað við því að það stefni í gjaldþrot ef ekki tekst að safna miklu fjármagni á skjótum tíma. Óljóst er hvort félagið komi til með að verða úrskurðað gjaldþrota eða kínversk stjórnvöld muni reyna að forða Evergrande frá slíkum örlögum. Talið er að gjaldþrot myndi hafa veigamikil áhrif á kínverskt efnahagslíf og fjármálamarkaði. Að sögn CNN telja margir fjármálagreinendur það ólíklegt að stjórnvöld í Beijing komi til með að bjarga félaginu en mögulega muni þau koma að fjárhagslegri endurskipulagningu til að reyna að verja minni fjárfesta og húsnæðiseigendur. Samkvæmt greiningaraðilum hjá S&P Global Ratings eru kínversk stjórnvöld einungis líkleg til að koma í veg fyrir gjaldþrotið ef talið er að áhrif þess verði fleiri fasteignaþróunarfélögum að falli. Kína Fasteignamarkaður Mest lesið Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Umrædd greiðsla nemur 233 milljónum yuan eða um 4,69 milljörðum íslenskra króna. Ekkert hefur verið gefið upp um skilmála sáttarinnar eða hvernig félagið ætlar að standa í skilum á annarri og stærri vaxtagreiðslu í þessari viku. Sú nemur 83,5 milljónum bandaríkjadala eða um 10,85 milljörðum króna. Fjárfestar víða um heim hafa fylgst náið með erfiðri skuldastöðu Evergrande sem er eitt stærsta fasteignaþróunarfélag í Kína og hefur byggt mikið magn íbúða- og atvinnuhúsnæðis þar í landi. Virði hlutabréfa í félaginu hefur hríðfallið á mörkuðum í Hong Kong, New York og víðar, og er talið að áhyggjur fjárfesta af afdrifum félagsins hafi leitt til lækkunar á ótengdum hlutabréfum í Kauphöll Íslands. Ekki liggur fyrir hvort kínversk stjórnvöld hyggist koma félaginu til bjargar með einhverjum hætti en fjárfestar hafa áhyggjur af því að gjaldþrot myndi hafa keðjuverkandi áhrif og smitast út fyrir kínverska markaði. Meðal annars gæti minni kaupmáttur og eftirspurn eftir vörum í Kína haft áhrif á hrávörumarkaði sem eigi mikið undir eftirspurn á kínverskum markaði. Skuldar 39 þúsund milljarða króna Talið er að Evergrande skuldi um 300 milljarða bandaríkjadala eða um 39 þúsund milljarða króna. Stór hluti skuldabréfanna er í eigu kínverskra fjármálastofnana, almennra fjárfesta, húsnæðieigenda og birgðasala Evergrande. Þá er hluti skuldabréfanna í eigu erlendra fjárfesta. Á síðustu vikum hafa forsvarsmenn fasteignafélagsins varað við því að það stefni í gjaldþrot ef ekki tekst að safna miklu fjármagni á skjótum tíma. Óljóst er hvort félagið komi til með að verða úrskurðað gjaldþrota eða kínversk stjórnvöld muni reyna að forða Evergrande frá slíkum örlögum. Talið er að gjaldþrot myndi hafa veigamikil áhrif á kínverskt efnahagslíf og fjármálamarkaði. Að sögn CNN telja margir fjármálagreinendur það ólíklegt að stjórnvöld í Beijing komi til með að bjarga félaginu en mögulega muni þau koma að fjárhagslegri endurskipulagningu til að reyna að verja minni fjárfesta og húsnæðiseigendur. Samkvæmt greiningaraðilum hjá S&P Global Ratings eru kínversk stjórnvöld einungis líkleg til að koma í veg fyrir gjaldþrotið ef talið er að áhrif þess verði fleiri fasteignaþróunarfélögum að falli.
Kína Fasteignamarkaður Mest lesið Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira