Skera upp herör gegn öflugum gróðurhúsalofttegundum í kælibúnaði Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2021 15:41 Loftræstitæki utan á íbúðablokk í New York. Vetnisflúorkolefni eru notuð í slíkjum tækjum og hluti þeirra lekur út í andrúmsloftið þar sem þau eiga þátt í hlýnun jarðar. AP/Jenny Kane Umhverfisstofnun Bandaríkjanna tilkynnti um verulega hertar reglur um framleiðslu svonefndra vetnisflúorkolefna, öflugra gróðurhúsalofttegunda sem eru notaðar í ískápum og loftkælitækjum. Vetnisflúorkolefni (HFC) komu í staðinn fyrir ósoneyðandi efni sem voru bönnuð með Montreal-sáttmálanum árið 1987 í ýmsum kælibúnaði. Þau hafa hins vegar hundrað til þúsund sinnum meiri hlýnunarmátt en koltvísýringur. Því var ákveðið að draga verulega úr notkun vetnisflúorkolefna með svonefndum Kigali-viðauka við Montreal-sáttmálann árið 2016. Samkvæmt honum eiga Bandaríkin og önnur stór iðnríki að draga úr losun efnanna um 85% fyrir árið 2036. Viðaukinn á að koma í veg fyrir allt að hálfrar gráðu viðbótarhlýnun jarðar fyrir árið 2100. Nýju reglurnar sem kynntar voru í dag eiga að taka í gildi í október. Þær eiga að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem jafnast á við 4,5 milljarða tonna af koltvísýringi fyrir árið 2050. Gina McCarthy, loftslagsráðgjafi Bandaríkjastjórnar, sagði það jafnast á við þrjú ár af losun bandaríska orkugeirans. Bandaríkin hafa þó enn ekki staðfest Kigali-viðaukann. Donald Trump, fyrrverandi forseti, lagði hann aldrei fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings og afnam aðgerðir sem áttu að ná markmiðum hans. Joe Biden, núverandi forseti, lofaði að fullgilda viðaukann en hann hefur enn ekki lagt hann fyrir þingið til samþykkis, að sögn Washington Post. Í tölum sem Umhverfisstofnun birti fyrr á þessu ári kom fram að losun frá kælimiðlum hefði aukist um 27% frá 2018 til 2019. Losun frá kælimiðlum var um sjö prósent af þeirri losun sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Stofnunin taldi að losun frá kælimiðlum hefði náð hámarki árið 2019 vegna aðgerða sem gripið hefur verið til og að hún eigi eftir að minnka mikið fyrir árið 2030. Loftslagsmál Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Vetnisflúorkolefni (HFC) komu í staðinn fyrir ósoneyðandi efni sem voru bönnuð með Montreal-sáttmálanum árið 1987 í ýmsum kælibúnaði. Þau hafa hins vegar hundrað til þúsund sinnum meiri hlýnunarmátt en koltvísýringur. Því var ákveðið að draga verulega úr notkun vetnisflúorkolefna með svonefndum Kigali-viðauka við Montreal-sáttmálann árið 2016. Samkvæmt honum eiga Bandaríkin og önnur stór iðnríki að draga úr losun efnanna um 85% fyrir árið 2036. Viðaukinn á að koma í veg fyrir allt að hálfrar gráðu viðbótarhlýnun jarðar fyrir árið 2100. Nýju reglurnar sem kynntar voru í dag eiga að taka í gildi í október. Þær eiga að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem jafnast á við 4,5 milljarða tonna af koltvísýringi fyrir árið 2050. Gina McCarthy, loftslagsráðgjafi Bandaríkjastjórnar, sagði það jafnast á við þrjú ár af losun bandaríska orkugeirans. Bandaríkin hafa þó enn ekki staðfest Kigali-viðaukann. Donald Trump, fyrrverandi forseti, lagði hann aldrei fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings og afnam aðgerðir sem áttu að ná markmiðum hans. Joe Biden, núverandi forseti, lofaði að fullgilda viðaukann en hann hefur enn ekki lagt hann fyrir þingið til samþykkis, að sögn Washington Post. Í tölum sem Umhverfisstofnun birti fyrr á þessu ári kom fram að losun frá kælimiðlum hefði aukist um 27% frá 2018 til 2019. Losun frá kælimiðlum var um sjö prósent af þeirri losun sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Stofnunin taldi að losun frá kælimiðlum hefði náð hámarki árið 2019 vegna aðgerða sem gripið hefur verið til og að hún eigi eftir að minnka mikið fyrir árið 2030.
Loftslagsmál Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira